Færslur: Landbúnaðarháskólinn

„Hysjið upp um ykkur buxurnar!“
Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra að flytja Garðyrkjuskólann á Reykjum yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) "með einu pennastriki og án samráðs við Alþingi", eins og segir í ályktun FÍN undir fyrirsögninni "Hysjið upp um ykkur buxurnar"
Landgræðslan telur losun kolefnis ekki vera ofmetna
Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni telur varasamt að túlka nýja rannsókn Landbúnaðarháskólans þannig að losun kolefnis frá landbúnaði hafi verið ofmetin. Hann segir ómögulegt að skekkjan sé eins mikil og rannsóknin bendi til. 
17.04.2022 - 16:06
Landinn
„Ef hún lifir þetta af þá lifir hún af í Hveragerði”
Ruth Phoebe Tchana Wandji frá Kamerún stundar doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands undir leiðsögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar prófessors. Rannsóknarverkefnið byrjaði 2011 í kjölfar þess að Suðurlandsskjálftinn breytti jarðhitakerfum í kringum Hveragerði.
24.11.2021 - 07:50
Búvísindi vinsælust í Landbúnaðarháskólanum
Nemendafjöldi í Landbúnaðarháskóla Íslands hefur tvöfaldast á síðustu árum. Allar deildir hafa vaxið en aðsókn er mest í búvísindi í ár.
Garðyrkjuskólinn skilinn frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar­málaráðherra, hefur ákveðið að hefja skuli undirbúning að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju á Reykjum í Ölfusi undir ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skólinn hefur til þessa tilheyrt Landbúnaðarskóla Íslands.
700 milljónir til rannsóknar á íslensku grasi og skógum
700 milljóna króna styrkur til fjögurra ára var veittur til rannsóknarverkefnis sem Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í. Verkefnið heitir Future Arctic og á að gefa innsýn í hvernig graslendi og skógar bregðast við loftslagsbreytingum.
Áhersla á að bæta innviði í garðyrkju í LBHÍ
Rektor Landbúnaðarháskólans segir áætlanir um nýtt garðyrkjunám á Íslandi jákvæðar. Margt sé hægt að gera betur í garðyrkjunáminu í LBHÍ.
24.08.2020 - 13:47
Gleði í LBHÍ þrátt fyrir aukið álag vegna COVID-19
Nemendum fjölgar mikið í Landbúnaðarháskólanum á þessu skólaári, allra mest í landslagsarkitektúr. Rektor skólans segir mikið hafa mætt á við að uppfylla sóttvarnakröfur, gleði ríki engu að síður í skólanum.
24.08.2020 - 09:51
Vilja setja á fót nýtt garðyrkjunám á Íslandi
Fagfólk í garðyrkju hefur tekið sig sama um stofnun félagsins Garðyrkjuskóli Íslands. Það vill ná samningum við menntamálaráðherra um að koma á fót grunnnámi í garðyrkju á framhaldsskólastigi. Þar á að leggja áherslu á starfsmenntanám og samstarf við atvinnulíf.
Umsóknum í landslagsarkitektúr fjölgar um 240%
Aðsókn í grunnnám á háskólastigi við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Aukning er langmest í BS námi í landslagsarkitektúr en umsóknum fjölgaði um 240% á milli ára. Jafnframt hafa aldrei fleiri stundað doktorsnám við skólann. 
24.06.2020 - 12:42