Færslur: landbúnaðarafurðir

Boða hækkanir á afurðaverði til bænda
Bændur munu fá að minnsta kosti 20% meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur sprettshóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.
Segir beina styrki betri en hömlur
Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Segja forsendur fyrir sauðfjárbúskap brostnar
Forsendur eru brostnar fyrir sauðfjárbúskap hér á landi, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Byggðastofnunar. Kynslóðaskipti í röðum sauðfjárbænda eru fátíð, rekstrarafkoma hefur verið neikvæð um nokkurra ára skeið og líkur eru á að fjölmargir hætti búskap á næstu misserum. Sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax, það kosti minna en að þurfa að byggja greinina upp frá grunni síðar.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.