Færslur: landbrot

Sjónvarpsfrétt
Hálslón brýtur 2-3 metra af friðlandi á ári
Hálslón Kárahnjúkavirkjunar brýtur á hverju ári um tvo til þrjá metra af friðlandinu í Kringilsárrana sem er gróðurvin á hálendinu og griðland hreindýra. Landbrotið er vaktað og Landsvirkjun er reiðubúin að verja friðlandið með grjóti ef þörf krefur.
06.07.2022 - 21:53
Sjóvarnir í Vík kosta 330 milljónir
Áætlaður kostnaður við nýjan varnargarð vegna sjávarrofs við Vík í Mýrdal er tæpar 330 milljónir króna, segir Ólöf Nordal Innanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi. Ólöf segir að hefjist framkvæmdir á þessu ári, sé ekki talin þörf á bráðaaðgerðum. Varanlegar aðgerðir felist í viðgerð á varnargarði sem gerður var 2011 og gerð nýs garðs, um 700 metrum austar.
10.03.2016 - 16:34
Mýrdælingar vilja bregðast við strax
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggur þunga áherslu á að grípa strax til ráðstafana til verndar iðnaðar- og þjónustuhverfi sveitarfélagsins, vegna landbrots við ströndina í Vík. Á fundi sínum í gær fól sveitarstjórnin sveitarstjóra að ræða málið við innanríkisráðherra og kynna stöðuna fyrir þingmönnum Suðurkjördæmis.
16.12.2015 - 15:51
Mikið landbrot í óveðrinu í Vík
Úthafsaldan braut mikið land við Vík í Mýrdal í óveðri síðustu daga. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir að mannvirki verði brátt í hættu ef ekkert verði að gert. Síðustu daga hafi sjór brotist á annan tug metra inn eftir ströndinni og ekki séu nema 20 til 30 metrar eftir að lóðarmörkum í iðnaðarhverfinu í Vík.
09.12.2015 - 13:51