Færslur: Landamæraeftirlit

Þriggja milljarða kostnaður við nýtt landamærakerfi
Fyrirhugað er að fjárfesta fyrir um 3,2 milljarða króna í landamæraeftirliti og uppsetningu nýrra upplýsingakerfa á Keflavíkurflugvelli á næstu fimm árum.
Ferðamenn greiða 7 evrur fyrir Íslandsför frá næsta ári
Komugjald upp á 7 evrur, um 1.000 krónur, verður tekið upp á næsta ári fyrir ferðamenn sem koma til Íslands frá löndum utan Evrópusambandsins og Schengen. Ísland tekur þátt í nýju ferðaheimildarkerfi Evrópusambandsins, ETIAS, sem sagt er eiga að auka öryggi en skilar Evrópusambandinu einnig nokkrum tekjum.
06.07.2022 - 10:08
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Af hættustigi og niður á óvissustig á landmærum
Ríkislögreglustjóri hefur fært viðbúnaðarstig á landamærunum, vegna fjölda einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og álags, af hættustigi og niður á óvissustig.
16.05.2022 - 15:45
Finnar hækka útgjöld til varnarmála
Finnska ríkisstjórnin hefur brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að tilkynna um aukin útgjöld til varnarmála næstu fjögur ár. Fjármununum verður meðal annars varið til að greiða hundruðum atvinnuhermanna laun. Auk þess verður landamæraöryggi eflt og aukið við vopnakaup, þar á meðal eldflaugar og skotvopn.
124 Úkraínumenn sótt um alþjóðlega vernd á einni viku
865 manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Langflestir eru með tengsl við Úkraínu eða 509 manns. Þetta kemur fram í elleftu stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra vegna stríðsátaka í Úkraínu.
30.03.2022 - 13:44
Viðtal
Segir nýju reglugerðina standast lög
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er fullviss um að ný reglugerð um sóttkví standist lög. Hún sagði eftir ríkisstjórnarfund nú rétt fyrir hádegi að með nýju reglugerðinni séu settar strangari reglur um sóttkví, sektir hækkaðar og rík áhersla lögð á að fólk fylgi reglum.
Sárafáir fóru á sóttkvíarhótelið
Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast. Í dag gat fólk í fyrsta skipti komið frá löndum utan Schengen og vísað vottorðum um bólusetningu eða fyrra smit.
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Spegillinn
Opna á sóttvarnahús við Kefavíkurflugvöll
Nú geta ferðamenn frá löndum utan Schengensvæðisins komið til Íslands ef þeir eru með bólusetningarvottorð. Ákveðið hefur verið að koma á innra eftirliti á landamærunum og til stendur að opna sóttvarnahús á Keflavíkurflugvelli.
Heimskviður
Gríðarleg fjölgun flóttabarna til Bandaríkjanna
Frá því í ársbyrjun hefur fylgdarlausum börnum og ungmennum, sem leggja í háskaför norður yfir landamærin, fjölgað mikið. Bara í janúar reyndu tæplega 6.000 börn, án forráðamanna eða fylgdar fullorðins að komast til Bandaríkjanna. Það eru um tvöfalt fleiri en á sama tíma 2020.
Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Fólk fari bæði í Covid-próf úti og tvöfalda skimun hér
Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli vill herða landamæraaðgerðir. Til greina kemur að skylda alla farþega til að framvísa neikvæðu Covid-prófi, áður en flogið er til Íslands eða láta farþega bíða á flugvellinum eftir niðurstöðu fyrri skimunar. Nýleg könnun sem gerð var á landamærunum bendir til þess að 11% farþega komi hingað í þeim tilgangi að ferðast um landið.
13.02.2021 - 18:44
Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.
Landamæralögreglan hefur hafnað vottorðum um eldri smit
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að síðan í desember hafi lögreglan hafnað fjölmörgum vottorðum um eldri smit sem fólk hefur viljað framvísa á landamærunum. Lögreglan á landamærunum er óánægð með að tillögur sóttvarnarlæknis um hertar reglur virðist ekki ætla að ná fram að ganga.
Myndskeið
Skuldir ríkissjóðs aukast um milljarð á dag vegna COVID
Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um rúman milljarð á dag síðan í mars. Fjármálaráðherra segir þjóðarbúið geta orðið af allt að tuttugu milljörðum vegna hertra sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Hann útilokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. 
Gremja og óvissa meðal íbúa á landamærum Norðurlandanna
Hertar takmarkanir á landamærum norrænu ríkjanna valda mikilli óvissu og gremju meðal margra sem búa á nálægt landamærum. Enn eru ferðatakmarkanir til Norðurlandanna og hafa þær skapað nýjar hindranir fyrir íbúa á landamærunum.