Færslur: læknar

Gera kröfu um að læknar veiti þjónustu á landsbyggðinni
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að unnið sé að því að tryggja sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Sjúkratryggingar greiddu í fyrra 546 milljónir króna í ferðakostnað fólks sem þurfti að sækja þjónustu sérfræðilækna utan heimabyggðar.
28.09.2020 - 12:25
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Svefnvana svæfingalæknar biðja um betri vinnutíma 
Svæfingalæknar á Landspítalanum rituðu yfirstjórn spítalans bréf í síðustu viku og óskuðu eftir breytingum á núverandi vaktaskipulagi. Segja þeir að læknar sem hafa verið við vinnu í meira en tólf klukkustundir taki þátt í þungum áhættuaðgerðum. Núverandi vaktafyrirkomulag sé úrelt miðað við umfang starfseminnar og gæðakröfur.
11.06.2020 - 12:51
Útbjó fylltar ólífur á skurðarborðinu
Sjúklingar sem undirgangast heilaskurðaðgerð eru stundum beðnir um hluti á borð við að spila á hljóðfæri á meðan aðgerðin er framkvæmd. Ekki er hins vegar vitað til þess að ólífur hafi verið fylltar á skurðstofunni fyrr en nú.
10.06.2020 - 13:47
Metfjöldi vill í læknisfræði og sjúkraþjálfun
443 hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Aldrei hafa fleiri tekið prófin sem í ár verða haldin 11. og 12. júní.
04.06.2020 - 18:14
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Þarf tvöfalt fleiri heimilislækna á Akureyri
Læknaskortur á Heilsugæslunni á Akureyri hefur verið viðvarandi síðustu tíu ár. Yfirlæknir segir skjólstæðinga ekki fá þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Hann segir jákvæð tákn á lofti og á von á því að staðan verði breytt eftir ár.
28.01.2020 - 12:35
Myndskeið
Umræða á samfélagsmiðlum geti valdið kulnun lækna
Umræða á samfélagmiðlum getur haft neikvæð áhrif á lækna og valdið kulnun þeirra í starfi að mati læknis á heilsustofnun Hveragerðis. Kulnun sé vaxandi vandamál innan stéttarinnar.
22.01.2020 - 10:00
Geðlæknar fást ekki til starfa á Akureyri
Skortur er á geðlæknum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Erfiðlega gengur að fá afleysingalækna og framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni. Þetta auki álag á allt starfsfólk.
29.11.2019 - 11:38