Færslur: Læknablaðið

Fleiri konur taka inn lyf við ADHD en karlar
Fleiri konur en karlar nota lyf við athyglisbresti ef skoðaður er aldurshópurinn fimmtán til fimmtíu og fimm ára. Þetta hefur Læknablaðið eftir landlækni. Þegar hópur fimm og tíu ára barna er skoðaður kemur hins vegar fram að fleiri drengir en stúlkur taka inn lyf við ADHD. Þá hefur notkun örvandi lyfja aukist um 49% á síðustu fimm árum. Landlæknir bendir á að bæði séu skammtarnir sem læknar ávísa orðnir stærri og þeim fjölgi sem fái háa skammta daglega. 
06.05.2022 - 12:26
Bóluefni gegn hverju afbrigði væntanleg fljótlega
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segir í raun ótrúlegt að bóluefni virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Hann kveðst vonast til að bóluefni gegn hverju afbrigði veirunnar verði aðgengilegt innan skamms.
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Lausn á fráflæðisvanda gæti verið í sjónmáli
Frá árslokum 2019 hefur verið fjölgað um 90 rúm á Landspítalanum til að bregðast við fráflæðisvanda sjúkrahússins. Vinnuhópar hafa unnið að áætlunum til að bregðast við tillögum átakshóps heilbrigðisráðherra um vandann.
Skaðlegt að skilgreina offitu ekki sem sjúkdóm
Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, segir að skilgreina þurfi offitu sem sjúkdóm á Íslandi. Hann segir mikinn mun vera á höfuðborg og landsbyggð þegar kemur að fjölda barna í ofþyngd.
02.02.2021 - 13:32
Meta þarf áhrif aukins hreinlætis í faraldrinum á börn
Michael Clausen, barnalæknir við Landspítalann, segir að skoða verði áhrif aukins hreinlætis á börn í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi við um börn fædd 2020 og jafnvel 2021 og á við ef haldið verður áfram að spritta.
02.02.2021 - 07:44
„Eins og verið sé að þagga niður í læknum“
Starfandi formaður læknaráðs Lanspítalans segir að læknar séu undrandi og vonsviknir yfir lagabreytingu sem leggur læknaráðið niður. 
07.09.2020 - 09:35
Þórólfur: Vitum ekki hvort kemur rok, gola eða sól
„Við erum í ákveðnu logni þar sem við vitum ekki hvort það kemur rok, gola, rigning eða snjókoma.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins spurður um hvort nú standi yfir svikalogn COVID-19 farsóttarinnar.