Færslur: Lægðir

Ekkert lát á lægðaganginum og vætutíð
Ekkert lát er á lægðaganginum í kringum landið. Flestar lægðirnar fara til norðurs fyrir vestan land og því verður lítið lát á vætutíðinni um sunnan- og vestanvert landið.
09.08.2022 - 07:13
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Enn ein lægðin og gul viðvörun
Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa og gildir til hádegis.   
02.03.2022 - 07:10
Tryggja hafnir fyrir væntanlegri lægð
Veðurfræðingar vara við djúpri lægð sem vænta má að gangi yfir landið annað kvöld. Veðrið verður verst um suðvestanvert landið. Starfsmenn hafna fylgjast með veðurspá og gera ráðstafanir í samræmi við hana.
04.01.2022 - 16:02
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Rigning eða slydda í veðurkortunum
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.
25.10.2020 - 07:25
Lægð nálgast landið
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og smá skúrum í dag. Hægt vaxandi vindi úr norðaustri og rigningu sunnan og austan til seinni partinn. Búast má við norðan og norðaustan 9-15 m/s síðdegis, hvassast norðvestan til, og 8-13 m/s á Vestfjörðum.
02.09.2020 - 06:37