Færslur: La Traviata

Íslenska óperan: La traviata
Á skírdagskvöld, fimmtudaginn. 18. apríl kl. 19.00, var flutt hljóðritun frá sýningu Íslensku óperunnar á „La Traviata“ eftir Giuseppe Verdi. Með aðalhlutverk fara Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson.
„Mér fannst þetta bara pottþétt“
Uppsetning Íslensku óperunnar á einni þekktustu óperusýningu veraldar, La traviata, hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Gestirnir í Lestarklefanum voru þar engin undantekning. Meðal annars lýsti Hallgrímur Helgason rithöfundur mikilli ánægju með sýninguna.
27.03.2019 - 11:36
Gagnrýni
Vel skipað í aðalhlutverkin
Íslenska óperan frumsýndi á dögunum La traviata í leikstjórn Oriol Tomas í Eldborgarsal Hörpu. Þrátt fyrir að finna örlitla vankanta á sviðssetningunni telur María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, að skipan í tvö aðalhlutverkin geri það að verkum að áhorfendur njóti þessarar vinsælustu óperu veraldar til fulls.
17.03.2019 - 12:45
Gagnrýni
Ástæða til að óska Óperunni til hamingju
„Mig langar aftur,“ segir gagnrýnandi Menningarinnar um La Traviata sem Íslenska óperan frumsýndi í Eldborg á laugardag í leikstjórn Kanadamannsins Oriola Tomson. Söngur og tónlistarflutningur hafi verið frábær og uppfærslan í heild einkennst af sterkri og faglegri sýn.
Skylda óperustjórans að setja upp La Traviata
Hin ástsæla ópera La Traviata eftir Verdi verður frumsýnd í Eldborg á laugardag. Óperan, sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853.
07.03.2019 - 11:01
Óperan Hans og Gréta í haust og Verdi í vor
Ævintýraóperan Hans og Gréta eftir Engelbert Humberdinck verður haustverkefni Íslensku óperunnar. Sýningin verður sett upp í Norðurljósasal í Hörpu og er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra. Voruppfærslan verður La Traviata eftir Verdi sem frumsýnd verður í Eldborg.
03.05.2018 - 16:52