Færslur: Kynþáttafordómar

Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
Trump vildi senda 10.000 manna herlið til Washington
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ráðgjöfum sínum í liðinni viku að hann vildi senda 10.000 manna herlið til Washington og stöðva þar með fjölmenn mótmæli gegn ofbeldi lögreglu í garð svartra. 
Morgunútvarpið
Segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við fordóma
Chanel Björk Sturludóttir segir að kynþáttafordómar séu til á Íslandi og Íslendingar þurfi að horfast í augu við það. Hún lýsti upplifun sinni af fordómum í Morgunútvarpinu á Rás 2.
04.06.2020 - 11:08
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Vandamál að Ísland telji sig fullkomið en sé það ekki
Samstöðufundur fer fram á Austurvelli nú klukkan 16:30 vegna ástandsins sem ríkir í Bandaríkjunum. Derek T. Allen, einn skipuleggjanda fundarins, segir að þó aðallega sé verið að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sé þetta líka tækifæri til að koma því á framfæri að rasismi sé líka vandamál á Íslandi.
03.06.2020 - 16:27
Myndskeið
Kynþáttamisrétti mótmælt í Lundúnum
Nokkur þúsund manns söfnuðust saman í Hyde Park í Lundúnum í dag til að mótmæla dauða Bandaríkjamannsins George Floyds í Minneapolis í síðustu viku og lýsa yfir stuðningi við mótmælaaðgerðir í Bandaríkjunum gegn kynþáttamisrétti.
03.06.2020 - 14:55
RÚV núll
Bækur og myndir til að kynna þér hvítu forréttindin þín
Mótmæli gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi gagnvart svörtum hafa verið hávær síðan George Floyd kafnaði í haldi lögreglunnar í Minneapolis fyrir viku. Myllumerkið #BlackLivesMatter hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og á sama tíma hefur verið kallað eftir því að hvítt fólk sem taki þátt í baráttunni verði að kynna sér og vera meðvitað um sögu svarts fólks og sína eigin forréttindastöðu.
Myndskeið
Gekk af velli vegna kynþáttaníðs
Moussa Marega, leikmaður Porto í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í miðjum leik liðs síns gegn Vitoria Guimaraes í gærkvöld. Marega varð fyrir kynþáttaníði frá áhorfendum, sem öskruðu eins og apar á hann.
17.02.2020 - 04:22
Leikmaður Svía varð fyrir kynþáttaníði
Svíar tryggðu sér sæti á EM karla í fótbolta næsta sumar með 2-0 sigri á Rúmeníu í Búkarest í gær. Kynþáttaníð í garð Alexanders Isak, framherja Svía, setti þó svartan blett á leikinn.
Dæmdur í ellefu ára bann fyrir kynþáttaníð
Luca Castellini, formaður ultras-stuðningsmannahóps ítalska fótboltafélagsins Verona, hefur verið dæmdur í ellefu ára bann frá leikjum félagsins. Bannið kemur í kjölfar kynþáttaníðs í garð Mario Balotelli, leikmanns Brescia, í leik liðanna um helgina.
05.11.2019 - 17:00
Myndskeið
Gekk af velli eftir kynþáttaníð
Mario Balotelli, framherji Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í leik liðsins gegn Verona í dag. Balotelli fékk sig þá fullsaddan af kynþáttaníði sem hann varð fyrir af hálfu stuðningsmanna andstæðingsins.
03.11.2019 - 16:45
„Sama þó okkur verði hent úr keppni“
Leikmenn enska utandeildarliðsins Harigney Borough gengu af velli í bikarleik liðsins við Yeovil Town í gær eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði úr stúkunni. Þjálfari liðsins segir það skipta sig litlu ef liðinu verður refsað fyrir að ganga af velli.
20.10.2019 - 11:00
Leik hætt á Englandi vegna kynþáttafordóma
Leikmenn enska utandeildarliðsins Harigney Borough gengu af velli í bikarleik liðsins við Yeovil í dag. Þetta gerðu þeir eftir að markvörður liðsins varð fyrir aðkasti sem byggðist á kynþáttafordómum. Áhangendur Yeovil gerðu hróp að markverðinum auk þess sem þeir eru sagðir hafa hrækt á hann og kastað flöskum að honum.
19.10.2019 - 17:48
Kynþáttafordómar og hermannakveðjur
Leikur Búlgaríu og Englands í forkeppni EM var stöðvaður tvisvar í kvöld vegna óláta og kynþáttahaturs búlgarskra fótboltabulla. Nokkrir þeirra sem höfðu sig mest frammi voru reknir úr stúkunni áður en leik var haldið áfram í seinna skiptið. Englendingar sigruðu Búlgara 6-0. Þeldökkir leikmenn þeirra, sem urðu fyrir aðkasti búlgörsku fótboltabullanna, skoruðu helming markanna. Nokkrir leikmenn tyrkneska landsliðsins fögnuðu jöfnunarmarki gegn Frökkum með hermannakveðju.
14.10.2019 - 23:29
Lögregla kölluð til vegna drengs við garðslátt
Tólf ára drengur frá Ohio í Bandaríkjunum, sem hefur unnið sér inn aukapening í sumar með garðslætti, lenti í heldur leiðinlegu atviki í vikunni. Drengurinn, Reggie Fields, var ásamt yngri frændsystkinum sínum að slá grasblett við raðhús Lucille Holt-Colden þegar lögreglubíl bar að.
02.07.2018 - 10:45
Bann við mismunun lögfest á Alþingi
Frumvarp félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins var lögfest á Alþingi í gær. Þá verði til dæmis óheimilt að birta auglýsingar sem teljast megi einstaklingum af ákveðnum kynþáttum eða þjóðernisuppruna til minnkunar eða lítilsvirðingar. 
12.06.2018 - 15:06
Loka Starbucks og fræða starfsfólk um rasisma
Kaffihúsakeðjan Starbucks Bandaríkjunum ætlar að halda námskeið á þriðjudag og fræða starfsfólk sitt um kynþáttamisrétti. Öllum kaffihúsum Starbucks verður lokað þann dag. Ákveðið var að halda námskeiðið eftir að tveir þeldökkir karlmenn voru handteknir á Starbucks kaffihúsi í Fíladelfíu 12. apríl síðastliðinn.
27.05.2018 - 11:24
„Að vera svört er ekki vinnan mín“
Þeldökkar franskar leikkonur segjast þreyttar á því að fá eingöngu hlutverk sem vændiskonur, ræstingafólk eða fulltrúar fátækrahverfa. Hópur franskra leikkvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hafa sent frá sér bók þar sem þær reifa reynslu sína af mismunun í franska kvikmyndaiðnaðinum.
  •