Færslur: Kynfræðsla

Klukkan sex
Ekki til nein töfralausn til að verða góð í rúminu
„Það er fullt hægt að gera, og svo er þetta náttúrlega bara æfing. Fæstir eru eitthvað geggjaðir í byrjun en svo verðum við betri,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún er með ýmis góð ráð um hvað er gott að hafa í huga en segir að því miður sé engin ein töfralausn til sem virki fyrir allt fólk. 
13.02.2021 - 14:20
Klukkan sex
Getnaðarvarnir veita kynfrelsi
Flestir sem stunda kynlíf gera það til að njóta þess og stefna ekki á barneignir. Getnaðarvarnir gefa fólki því kynfrelsi séu þær rétt notaðar. Til er fjöldinn allur af vörnum og þær eru oftast flokkaðar sem getnaðarvarnir með eða án hormóna.
08.02.2021 - 14:17
Viðtal
Krakkar horfa oft á mjög gróft klám á skólalóðinni
Í nýju hlaðvarpi ræða Indíana Rós og Mikael Emil um allt sem við kemur kynlífi, samböndum og samskiptum kynjanna. Þau fá til sín ýmsa gesti og sérfræðinga og ekkert er þeim óviðkomandi. Í fyrsta þætti beina þau sjónum sínum að einnar nætur gamani.
29.01.2021 - 10:04
Viðtal
Reynir að vera sterk þegar aðrir geta það ekki
Skyndilega ófrískar unglingsstúlkur leita gjarnan ráða hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur og unglingar sem eru beittir kynferðisofbeldi segja henni frá reynslu sem þeir geta ekki deilt með öðrum. Sólborg var sjálf komin með upp í kok af óumbeðnum typpamyndum þegar hún stofnaði Instagram-síðu sem nú er orðinn að metsölubók með spurningum og svörum fyrir ungmenni.
13.12.2020 - 14:00
Myndskeið
Kynfræðsla verður samræmd og uppfærð í Svíþjóð
Allir kennaranemar í Svíþjóð eiga nú að fá sérstaka þjálfun í kynfræðslu. Menntamálaráðherra Svíþjóðar segir að börn eigi að læra um kynlíf í skólanum en ekki í gegnum klám.
12.09.2020 - 19:45
Kynfræðsla stærra samtal en smokkar og blæðingar
Sólborg Guðbrandsdóttir hefur haldið úti Instagramsíðunni Fávitar í fjögur ár og nú vinnur hún að útgáfu bókar byggða á þeim spurningum sem hún hefur fengið frá ungu fólki um kynlíf og samskipti kynjanna. Hún segir kynfræðslu vera mun stærra samtal en bara kennsla á smokka og blæðingar.
10.06.2020 - 11:36
Sum kynfæri þurfa meiri örvun en önnur
Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur, ræddi kynlífstæki í vikulegu kynfræðsluhorni sínu í Núllstillingunni. Hún segir slík tæki ekki vera eitthvað sem nauðsynlegt sé að eiga en það geti gert hlutina skemmtilegri.
28.04.2020 - 15:39
Öryggi er aðalatriðið í BDSM
Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur, ræddi og fræddi um BDSM í Núllstillingunni á RÚV 2.
16.04.2020 - 16:18
Núllstilling
Sögulega nýtt að eyða ævinni með einni manneskju
Indíana Rós, kynfræðingur, ræddi opin sambönd í Núllstillingunni á MenntaRÚV í dag. Þar talaði hún meðal annars um mikilvægi samskipta í slíkum samböndum og að einkvæni sé í sögulegu samhengi frekar nýtt af nálinni.
02.04.2020 - 16:11
Kynfræðslan heldur áfram
Netflix hefur tilkynnt að framleidd verði þriðja sería af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Sex Educaiton. Önnur sería var nýlega frumsýnd en eftirspurnin er augljóslega mikil hjá aðdáendum.
12.02.2020 - 15:43
Það sem sjónvarpsþættirnir Sex Education kenndu okkur
Bresku gamandrama þættirnir Sex Education voru frumsýndir á Netflix í janúar í fyrra og slógu í gegn. Á fyrstu fjórum vikunum sem þeir voru aðgengilegir horfðu 40 milljónir heimila á þættina og vinsældirnar leyndu sér ekki. Samningur þeirra var því endurnýjaður og önnur sería er nú væntanleg 17. janúar.
16.01.2020 - 17:00
Viðtal
Kynfræðslan sem þú fékkst aldrei
Nú eru Hinsegin dagar í Reykjavík og dagskráin hefur aldrei verið jafn þétt. Einn af viðburðum hátíðarinnar er hinsegin kynfræðsla. Indíana Rós kynfræðingur ræðir helstu nauðsynjar ástarlífsins.
12.08.2019 - 14:31
Myndskeið
Spaugstofan og Ó voru kærð fyrir dónaskap
Árið 1996 olli unglingaþátturinn Ó miklu fjaðrafoki en hann þótti svo dónalegur að Ríkisútvarpið fékk á sig kæru. Í þættinum var meðal annars rætt um píkur, sjálfsfróun og typpastærðir en þær umræður komu við kauninn á nokkrum Íslendingum.
06.07.2019 - 10:30
Öðruvísi nálgun á kynlíf
Sigga Dögg, kynfræðingur, stendur um þessar mundir fyrir sýningu í Kaffi Laugalæk í tilefni útgáfu bókar sinnar, kynVera.
07.11.2018 - 17:12
Viðtal
Sjúk ást: Stjórnun, eignarhald og afbrýðisemi
Ungt fólk lærir lítið um hvað felst í heilbrigðum ástar- eða vinasamböndum. Það fær ekki fræðslu um meðvirkni og stjórnlausa afbrýðisemi, um hvar mörk hins eðlilega og hins óeðlilega liggja. Þetta kom fram á kynningarfundi um nýtt átak Stígamóta sem hrint var af stað í dag og ber yfirskriftina Sjúk ást. Um 70% þeirra sem leita til Stígamóta hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur og margir hafa verið í óheilbrigðum samböndum. Samtökin telja brýnt að bregðast við þessu.
07.02.2018 - 19:06