Færslur: Kynferðisofbeldi

Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Foreldrar uggandi yfir hverfisperra í Rimahverfi
Foreldrar í Grafarvogi eru uggandi og óttast um öryggi barna sinna á leiksvæðum í grennd við heimili manns sem fróar sé úti í stofuglugga heima hjá sér. Foreldrar krefjast þess að brugðist verði strax við.
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Þörf á löggjöf um kynferðislega friðhelgi
Það þarf að breyta lögum til að tryggja vernd þeirra sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í greinargerð sem María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur vann fyrir ríkisstjórnina.
Vantar úrræði fyrir fólk sem flýr ofbeldi á heimili
Engin úrræði eru á Akureyri fyrir fólk sem þarf að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis. Konum sem þurfa að flýja að heiman er boðið að fara í kvennaathvarf til Reykjavíkur. 124 leituðu aðstoðar vegna ofbeldis hjá Aflinu á Akureyri í fyrra. Þau höfðu ekki leitað þangað áður.
08.01.2020 - 13:20
Síðdegisútvarpið
Heldur vel utan um fólk
Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær átján milljón króna framlag til að standa straum af sívaxandi starfsemi sinni. Síðdegisútvarp Rásar 2 brá sér í heimsókn í Aflið og forvitnaðist um starfsemina.
10.12.2019 - 10:40
Kastljós
Gömul brot en ný birtingamynd
„Við sjáum að það er talsverð umferð á Íslandi af þeim sem eru að skoða kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum hefur aukist með stórauknu aðgengi barna og unglinga að netinu. Bent er á að auka þurfi forvarnir og fræðslu stórlega. 
09.12.2019 - 21:04
Aflið fær 18 milljóna framlag frá ríkinu
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri fær 18 milljóna króna framlag frá ríkinu á næsta ári til að standa straum af síauknum umsvifum. Samningurinn tryggir áframhaldandi starfsemi út árið 2020.
26.11.2019 - 15:57
Biskupar samþykkja greiðslur til fórnarlamba ofbeldis
Franskir biskupar kaþólsku kirkjunnar samþykktu í dag að koma á fót greiðslukerfi fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota af hendi presta. Fórnarlömb gagnrýna að ekkert í samþykkt biskupanna segi að kirkja beri á nokkurn hátt ábyrgð á ofbeldinu.
09.11.2019 - 23:50
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
FBI leitaði á einkaeyju Epsteins
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á eyjunni Little Saint James, sem var í eigu fjársýslumannsins Jeffrey Epstein. Hann lést í fangelsi á laugardag. Hann var grunaður um að brjóta kynferðislega á fjölda barna. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að níðast á börnum.
1 af 5 börnum verður fyrir kynferðisofbeldi
Eitt af hverjum fimm börnum á Grænlandi verður fyrir kynferðisofbeldi. Tveir grænlenskir þingmenn, sem eru nýkjörnir á danska þingið, segja ofbeldið greypt í grænlenska menningu og vilja að stofnaður verði neyðarsjóður til aðstoðar þolendum kynferðisofbeldis. 
09.06.2019 - 15:27
Hermaður sakaður um kynferðisbrot í Reykjavík
Liðsforingi í kanadíska hernum hefur verið ákærður vegna kynferðisbrots sem sagt er hafa átt sér stað þegar freigátan HMSC Halifax lá við höfn í Reykjavík í fyrra.
28.05.2019 - 13:38
Kynferðisleg áreitni óalgeng í ráðuneytum
Skýrsla um #metoo-hreyfinguna og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt ríkisstjórn í gærmorgun. Þar kemur meðal annars fram að kynferðisleg áreitni er ekki mjög algeng innan ráðuneyta hér á landi.
18.05.2019 - 07:30
Réttarstaða þolenda verður bætt
Dómsmálaráðherra undirbýr lagabreytingar til að bæða stöðu þeirra sem beittir eru kynferðisofbeldi. Þá hvetur ráðherra lögregluembættin til að auka upplýsingagjöf til þolenda. 
Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar mikið
Þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við kynferðisofbeldi innan bandaríska hersins hefur tilkynningum um slíkt fjölgað gríðarlega. Flestir þolendur voru konur á aldrinum 17-24 ára.
02.05.2019 - 19:10
40% ofbeldismanna áunnu sér traust þolenda
Flestir kynferðisofbeldismenn þeirra þolenda sem leituðu til Stígamóta í fyrra unnu sér inn traust þeirra áður en þeir brutu á þeim. Um þriðjungur ofbeldismanna byggðu upp tilfinningaleg tengsl við þolanda og einn af hverjum fimm gáfu gjafir eða aðgang að hlutum sem þolandi hefði annars ekki haft aðgang að.
09.04.2019 - 18:00
Stígamót: 70% verða fyrir ofbeldinu í æsku
Sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta voru beittir kynferðisofbeldi í æsku. Rúmlega fjögur hundruð leituðu til samtakanna í fyrsta sinn í fyrra og er það næstmesti fjöldi sem þangað hefur komið. Afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku eru meiri en hjá þeim sem beittir eru ofbeldi á fullorðinsaldri. Þetta kemur í ársskýrslu Stígamóta sem kynnt var í dag.
09.04.2019 - 14:05
Viðtal
Verri staða hjá þolendum kynferðisofbeldis
Þolendur kynferðisbrota hafa mun verri réttarstöðu hér á landi en víðast annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta segir sérfræðingur í réttarfélagsfræði. Það geti verið þolendum mjög þungbært að fá ekki upplýsingar um stöðu rannsóknar á kynferðisbroti.
29.03.2019 - 19:26
Áfallasaga kvenna kynnt í dag
Þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um sjö prósent þar sem þær vinna núna. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna sem verða kynntar í hádeginu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Reykjavík.
Myndskeið
Úrbóta þörf vegna stafræns kynferðisofbeldis
Íslendingar standa sig verr en nágrannalöndin þegar kemur að forvörnum og fræðslu um stafrænt kynferðisofbeldi. Önnur hver stúlka í 10. bekk hefur verið beðin um að senda frá sér ögrandi mynd á netinu og um þriðjungur drengja. Þetta kom fram á málþingi í dag þar sem frumniðurstöður úr greinargerð um vernd gegn stafrænu ofbeldi voru kynntar.
18.02.2019 - 19:36
Leggja til aðgerðaáætlun gegn ofbeldi
Fjórir ráðherrar ákváðu á ríkisstjórnarfundi í morgun að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, til næstu fjögurra ára. Áætlunin er í samræmi við stjórnarsáttmálann um að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu þar sem áhersla er lögð á að útrýma kynbundnu ofbeldi, þar með töldu stafrænu kynferðisofbeldi.
23.10.2018 - 13:41
Leggur til gjafsókn í heimilisofbeldismálum
Þolendur í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum geta fengið gjafsókn þegar þeir höfða einkamál, verði þingmál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, samþykkt. Hann hefur lagt málið fram og því verður dreift á Alþingi í dag. Þingmenn úr öllum flokkum, að einum undanskildum, standa að málinu.
Loka augunum fyrir kynferðisofbeldi
Hjálparsamtök sem sinna mannúðarverkefnum hafa gerst sek um stórkostlegt andvaraleysi og eru allt að því samsek þeim starfsmönnum sem hafa orðið uppvísir að því að beita fólk í neyð kynferðislegu ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu breskrar þingmannanefndar sem kynnt var í morgun.
31.07.2018 - 11:40
Druslugangan á morgun: „Við munum ekki þegja“
Druslugangan verður gengin í áttunda sinn hér á landi á morgun til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. „Hún er gengin til að sýna samfélaginu að við munu ekki þegja. Við munum alltaf standa upp gegn nauðgunarmenningu,“ segir Helga Lind Mar, einn af skipuleggjendum göngunnar. Gengið er frá Hallgrímskirkju klukkan tvö seinni part dags.
27.07.2018 - 22:31