Færslur: Kynferðisleg áreitni

Arka áfram um Evrópu í skugga alvarlegra ásakana
Þrátt fyrir alvarlegar ásakanir gegn aðalsprautu kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire heldur hún tónleikaferð sinni um Evrópu ótrauð áfram. Góð stemning var meðal áhorfenda í Manchester í gærkvöld samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News. Kanadíska söngvaskáldið Leslie Feist hætti sem upphitunaratriði hljómsveitarinnar á tónleikaferðinni eftir tvenna tónleika í Dyflinni.
04.09.2022 - 17:15
Breyta þurfi vinnustaðamenningunni
Formaður VR segir að sláandi niðurstöður um fjölda kvenna sem hafi verið beittar kynferðislegri áreitni á vinnustað komi sér ekki á óvart. Þær séu í samræmi við kannanir sem félagið hafi gert. Hann segir að taka verði á þessu vandamáli og breyta vinnustaðamenningu.   
02.09.2022 - 12:13
Viðtal
„Betra er seint en aldrei“
„Betra er seint en aldrei,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir, sem hefur nú loks fengið formlega afsökunarbeiðni frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Skautafélagi Akureyrar, fjórum árum eftir að skautaþjálfari hennar áreitti hana kynferðislega. Félögin afneituðu málinu og tóku ekki á því. Það varð svo alvarlegt að fjölskyldan sá þann kost einan í stöðunni að flýja og flytja til Reykjavíkur, en málið elti þau þangað.
16.08.2022 - 22:54
Biðjast afsökunar á áreitni þjálfara fjórum árum síðar
Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur beðið Emilíu Rós Ómarsdóttur, listskautara sem æfði skauta með félaginu, afsökunar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum hennar við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018.
Forvarnir gegn ofbeldi í garð barna skipta öllu máli
Það getur skipt sköpum fyrir framtíð barns að bregðast rétt við ummerkjum um ofbeldi, segir leikskólakennari sem sérhæfir sig í forvörnum gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Ráðgjafastofan Samtalið - Fræðsla ekki hræðsla heldur námskeið fyrir leikskóla- og grunnskólakennara.
Kevin Spacey neitar sök í kynferðisbrotamálum
Bandaríski leikarinn og óskarsverðlaunahafinn Kevin Spacey mætir fyrir breska dómsstóla í dag, fimmtudag. Spacey var ákærður í maí fyrir fjögur kynferðisbrot þar í landi, gegn þremur mönnum. Hann neitar sök í öllum málunum.
Presturinn í Digranes- og Hjallakirkju áfram í leyfi
Fallist hefur verið á beiðni sóknarprests í Digranes- og Hjallakirkju, um að leyfi hans frá störfum verði framlengt, en hann hefur verið í leyfi  síðan í desember eftir ásakanir um kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi og einelti. 
02.07.2022 - 16:23
Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um fimmtung
Alls voru 176 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu fyrstu þrjá mánuði ársins. Lögreglunni á landsvísu bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila þessa þrjá mánuði, sem jafngildir sjö slíkum tilkynningum á dag. Um er að ræða 19 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf hægt að leita eitthvert til þess að fá aðstoð“
Samkvæmt nýlegri könnun hefur helmingur unglingsstúlkna á grunnskólaaldri verið beðinn um að senda af sér nektarmynd og fjórar af hverjum tíu hafa fengið slíkar myndir sendar. Lögregluþjónn, sem hefur heimsótt grunnskóla og rætt við hundruð barna, segir að þetta sé því miður sá raunveruleiki sem börn í dag búa við.
02.03.2022 - 13:55
Oftast ókunnugir sem senda „typpamyndir“
Meira en helmingur stelpna á aldrinum þrettán til átján ára hefur fengið sendar nektarmyndir gegnum netið, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar. Langalgengast er að sá sem sendir myndirnar sé ókunnugur, eða sjö af hverjum tíu.
04.02.2022 - 12:31
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Sjónvarpsfrétt
VR benti stjórn lífeyrissjóðsins á ásakanir í desember
Formaður BSRB segir að fólk verði að velta fyrir sér hvert raunverulegt viðhorf er til kvenna á vinnustað hjá valdamönnum sem hegða sér í frítíma eins og karlarnir fjórir sem fóru í leyfi í gær. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna fékk ábendingar frá VR í desember um óviðeigandi hegðun stjórnarformanns Festar sem ung kona hefur sakað um kynferðisofbeldi. Festi er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Stærstu eigendur þessu eru lífeyrissjóðir BSRB og VR sem í eru tugþúsundir Íslendinga.
Sjónvarpsfrétt
Læknir sakaður um kynferðislega áreitni sendur í leyfi
Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana nokkurra samstarfskvenna hans um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans hefur málið til skoðunar og hefur vinnuframlag læknsins verið afþakkað á meðan. Á meðan á þessari skoðun hefur staðið hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað.
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Skipherra í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það skipherra á gamla varðskipinu Tý sem um ræðir. Í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV segir að nú séu samskipti um borð rannsökuð.
21.09.2021 - 22:06
Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Starfsmaður forseta kærður fyrir kynferðislega áreitni
Fyrrverandi starfsmaður hjá forsetaembættinu hefur kært fyrrum samstarfsmann sinn hjá embættinu fyrir kynferðislega áreitni. Fréttablaðið greinir frá því að maðurinn segi samstarfsmanninn hafa hegðað sér með óviðeigandi hætti allt frá 2015. Árið 2018 hafi hann svo brotið alvarlega af sér í starfsmannaferð til Parísar. 
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Landsliðsmaður játaði brot og greiddi miskabætur
Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu furðar sig á að formaður Knattspyrnusambands Íslands fullyrði að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Konan segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. Sjálfur hafi landsliðsmaðurinn svo gengist við brotinu og greitt miskabætur. Formaður KSÍ segir ummælin hafa verið mistök.
27.08.2021 - 19:12
Biden vill að ríkisstjórinn Cuomo segi af sér
Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjóri New York eigi að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um fjölmörg kynferðisbrot hans. 
03.08.2021 - 22:00
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.