Færslur: Kynferðisleg áreitni

Biden vill að ríkisstjórinn Cuomo segi af sér
Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjóri New York eigi að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um fjölmörg kynferðisbrot hans. 
03.08.2021 - 22:00
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.
Sakar Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni
Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York-ríkis, sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega. Fjölmiðlafulltrúi Cuomo vísar ásökunum á bug.
14.12.2020 - 07:05
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Ákærður fyrir 38 skilaboð en dæmdur fyrir 22
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda unglingsstúlku 22 skilaboð þar sem hann hótaði því meðal annars ítrekað að birta nektarmyndir af henni. Lögreglan á Suðurnesjum braut gegn friðhelgi einkalífs mannsins þegar hún opnaði síma hans án þess að hafa fengið dómsúrskurð. Tæplega fjögur ár eru síðan stúlkan kærði manninn fyrir skilaboðin.
Veittist að nemendum og beraði kynfæri sín
Karlmaður áreitti og veittist að nemendum og starfsfólki í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð í Reykjavík í hádeginu í dag. Maðurinn beraði kynfæri sín í kennslustofu og veittist að nemanda og starfsmanni. Nemendur hringdu á lögreglu sem handsamaði manninn. Forseti menntavísindasviðs segir að nemendum og starfsfólki hafi verið mjög brugðið. Þeim hafi verið boðin áfallahjálp.
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Áfallasaga kvenna kynnt í dag
Þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um sjö prósent þar sem þær vinna núna. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna sem verða kynntar í hádeginu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Reykjavík.
Sjö prósent orðið fyrir kynferðislegri áreitni
Stjórn samtaka atvinnurekanda í sviðslistum (SAVÍST) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum könnunar á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreitni og ofbeldi á vinnustöðum þeirra stofnana sem samtökunum tilheyra.
14.06.2018 - 11:31
Myndskeið
Kynferðisáreitni á góðgerðarsamkomu
Breska þjóðin er ævareið og hneyksluð á framkomu og grófri áreitni ríkra og áhrifamikilla karlkyns viðskiptajöfra í síðustu viku í kvöldverði, þar sem safnað var fé til góðgerðarmála. Ungar konur, sem ráðnar voru til að blanda geði við karlana, hafa lýst ágengni og kynferðislegri áreitni. Í hópi kvennanna voru tveir blaðamenn Financial Times og frétt blaðsins hefur valdið miklu fjaðrafoki.
Viðtal
Karlar beiti sér gegn kynferðislegu ofbeldi
Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að Stígamót líti á #metoo bylgjuna sem tækifæri fyrir fleiri karla til að taka umræðuna til sín og fara að skoða hvað þeir geti gert til að taka þátt í baráttunni og virkja umræðuna gegn kynferðisofbeldi gegn konum, á meðal karla.
15.01.2018 - 21:06
Beittir kynferðislegri áreitni af sjúklingum
4,7% starfsmanna Landspítalans hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu sjúklinga á síðastliðnum tólf mánuðum samkvæmt niðurstöðum könnunar um samskipti sem gerð var á Landspítalanum 7. til 20. desember.
Ásakar fyrrum tónlistarstjóra Metropolitan
James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, hefur verið sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart unglingsdreng á níunda áratugnum. Greint var frá því í gær að rannsókn á málinu væri hafin innan óperunnar.
03.12.2017 - 20:35
Fleiri leita aðstoðar vegna kynferðisbrota
Aukin aðsókn er eftir tíma hjá sálfræðingi í kjölfar „metoo“-byltingarinnar á samfélagsmiðlum þar sem konur segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Sálfræðingur segir það ekki á færi allra að sækja sér hjálp því meðferðin kosti að lágmarki á annað hundrað þúsund krónur.
Væri galið hjá körlum að hlusta ekki
Karlar finna fyrir vanmætti þegar sögur kvenna af kynferðislegri áreitni komast í hámæli. Þeir verða að líta í eigin barm og þora að ræða málið. Þetta segir Gestur K. Pálmason lögreglumaður, sem ásamt öðrum hefur stofnað Facebook-hóp til þess að horfast í augu við vandann.
29.11.2017 - 09:25
Ráðherra skipar tvo hópa um kynferðisofbeldi
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að meta umfang kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnumarkaði, auk eineltis. Þá hefur hann einnig ákveðið að skipa starfshóp til að kortleggja og skilgreina þörf gerenda í ofbeldismálum fyrir meðferð og hvernig hægt sé að fyrirbyggja ofbeldið.
Fréttaskýring
Sænskar konur hafa fengið nóg
Segja má að konur um allan hinn vestræna heim hafi gert uppreisn gegn niðurlægjandi og ofbeldisfullri framkomu karla eftir að mál bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinsteins komst í hámæli í síðasta mánuði. Þetta á ekki síst við í Svíþjóð þar sem tæplega sjö hundruð leikkonur skýrðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hefðu mátt þola. Þá var eins og flóðgáttir opnuðust.  
Blaðakonur greina frá kynferðisbrotum
4.048 blaðakonur í Svíþjóð hafa skrifað undir áskorun gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Með undirskriftunum birtu þær frásagnir af reynslu kvenna í blaðamannastétt. Áskorunin var birt á vef Sænska ríkisútvarpsins í gær.
22.11.2017 - 10:52
Viðtal
Ný mál tengd #MeToo nánast daglega í Svíþjóð
Nær daglega bætist fjöldi kvenna í Svíþjóð í hóp þeirra sem greina frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 1.300 konur í stjórnmálum í Svíþjóð sögðu frá í síðustu viku og þar áður höfðu nokkur hundruð konur í sviðslistum gert það sama. Í gærkvöld voru birtar undirskriftir 4.084 kvenna í blaðamennsku.
22.11.2017 - 09:31
Áhrifamiklir Bandaríkjamenn sakaðir um áreitni
Þrír áhrifamiklir bandarískir karlmenn, hver í sinni starfstétt, eru sagðir hafa beitt samstarfskonur sínar kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Einn þeirra er þekktur fréttamaður, annar umsvifamikill kvikmyndagerðarmaður og sá þriðji virtur þingmaður.
22.11.2017 - 04:11
Segir forsíðumynd þingkonu umhugsunarverða
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrum bankastjóri, gerir Facebook-forsíðumynd þingkonu að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni í kvöld. Myndin er af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem var ein viðmælenda Kastljóss í kvöld þar sem fjallað var um kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum á Íslandi.