Færslur: Kynferðisleg áreitni

Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Sjónvarpsfrétt
VR benti stjórn lífeyrissjóðsins á ásakanir í desember
Formaður BSRB segir að fólk verði að velta fyrir sér hvert raunverulegt viðhorf er til kvenna á vinnustað hjá valdamönnum sem hegða sér í frítíma eins og karlarnir fjórir sem fóru í leyfi í gær. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna fékk ábendingar frá VR í desember um óviðeigandi hegðun stjórnarformanns Festar sem ung kona hefur sakað um kynferðisofbeldi. Festi er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Stærstu eigendur þessu eru lífeyrissjóðir BSRB og VR sem í eru tugþúsundir Íslendinga.
Sjónvarpsfrétt
Læknir sakaður um kynferðislega áreitni sendur í leyfi
Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana nokkurra samstarfskvenna hans um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans hefur málið til skoðunar og hefur vinnuframlag læknsins verið afþakkað á meðan. Á meðan á þessari skoðun hefur staðið hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað.
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Fyrrum forsætisráðherra greinir frá áreitni
Helle Thorning-Schmidt, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að umræða um kynferðisbrot gegn konum fjari ekki út. Hún sendi í morgun frá sér bók um #metoo-byltinguna þar sem hún greinir frá því að fyrrum forseti Frakklands, Valéry Giscard d´Estaing, hafi þuklað á henni í kvöldverði.
Skipherra í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það skipherra á gamla varðskipinu Tý sem um ræðir. Í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV segir að nú séu samskipti um borð rannsökuð.
21.09.2021 - 22:06
Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Starfsmaður forseta kærður fyrir kynferðislega áreitni
Fyrrverandi starfsmaður hjá forsetaembættinu hefur kært fyrrum samstarfsmann sinn hjá embættinu fyrir kynferðislega áreitni. Fréttablaðið greinir frá því að maðurinn segi samstarfsmanninn hafa hegðað sér með óviðeigandi hætti allt frá 2015. Árið 2018 hafi hann svo brotið alvarlega af sér í starfsmannaferð til Parísar. 
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Landsliðsmaður játaði brot og greiddi miskabætur
Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu furðar sig á að formaður Knattspyrnusambands Íslands fullyrði að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Konan segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. Sjálfur hafi landsliðsmaðurinn svo gengist við brotinu og greitt miskabætur. Formaður KSÍ segir ummælin hafa verið mistök.
27.08.2021 - 19:12
Biden vill að ríkisstjórinn Cuomo segi af sér
Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjóri New York eigi að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um fjölmörg kynferðisbrot hans. 
03.08.2021 - 22:00
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.
Sakar Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni
Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York-ríkis, sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega. Fjölmiðlafulltrúi Cuomo vísar ásökunum á bug.
14.12.2020 - 07:05
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Ákærður fyrir 38 skilaboð en dæmdur fyrir 22
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda unglingsstúlku 22 skilaboð þar sem hann hótaði því meðal annars ítrekað að birta nektarmyndir af henni. Lögreglan á Suðurnesjum braut gegn friðhelgi einkalífs mannsins þegar hún opnaði síma hans án þess að hafa fengið dómsúrskurð. Tæplega fjögur ár eru síðan stúlkan kærði manninn fyrir skilaboðin.
Veittist að nemendum og beraði kynfæri sín
Karlmaður áreitti og veittist að nemendum og starfsfólki í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð í Reykjavík í hádeginu í dag. Maðurinn beraði kynfæri sín í kennslustofu og veittist að nemanda og starfsmanni. Nemendur hringdu á lögreglu sem handsamaði manninn. Forseti menntavísindasviðs segir að nemendum og starfsfólki hafi verið mjög brugðið. Þeim hafi verið boðin áfallahjálp.
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Áfallasaga kvenna kynnt í dag
Þriðjungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í námi eða starfi, þar af um sjö prósent þar sem þær vinna núna. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna sem verða kynntar í hádeginu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Reykjavík.
Sjö prósent orðið fyrir kynferðislegri áreitni
Stjórn samtaka atvinnurekanda í sviðslistum (SAVÍST) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum könnunar á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreitni og ofbeldi á vinnustöðum þeirra stofnana sem samtökunum tilheyra.
14.06.2018 - 11:31
Myndskeið
Kynferðisáreitni á góðgerðarsamkomu
Breska þjóðin er ævareið og hneyksluð á framkomu og grófri áreitni ríkra og áhrifamikilla karlkyns viðskiptajöfra í síðustu viku í kvöldverði, þar sem safnað var fé til góðgerðarmála. Ungar konur, sem ráðnar voru til að blanda geði við karlana, hafa lýst ágengni og kynferðislegri áreitni. Í hópi kvennanna voru tveir blaðamenn Financial Times og frétt blaðsins hefur valdið miklu fjaðrafoki.