Færslur: Kwasi Kwarteng

Hætta við að afnema hátekjuskatt
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við að afnema 45 prósent skattþrepið í Bretlandi. Þrepið er það hæsta þar í landi og gildir um þá sem þéna meira en 150 þúsund pund (rúmlega 24 milljónir króna) á ári
03.10.2022 - 08:08
Heimsglugginn
Liz Truss í ólgusjó
Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Ella voru horfur á að sumir lífeyrissjóðir færu í þrot. Truss hefur verið sökuð um að vera í felum og dagblaðið Independent auglýsti eftir henni á forsíðunni í morgun.
Pundið heldur áfram að veikjast
Breska pundið heldur áfram að veikjast gagnvart dollaranum. Í morgun féll það í virði um meira en eitt prósent í kjölfar inngripsaðgerða Englandsbanka, seðlabanka Bretlands.
Pundið ekki veikara síðan 1985
Fjármálaráðherra Bretlands kynnti umfangsmiklar skattalækkanir í þinginu í dag. Gengi pundsins hrundi í kjölfarið og hefur ekki verið lægra í um 37 ár.
23.09.2022 - 16:28