Færslur: kvikmyndaverðlaun

Hækkum rána hlaut heimildamyndaverðlaun
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut í kvöld verðlaun evrópsku barnakvikmyndasamtakanna European Children's Film Association sem veitt eru í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina sem nú stendur yfir.
Kvikmyndabransinn fer í sparifötin
Stærstu verðlaunahátíðir bandaríska kvikmyndabransans eru framundan og marka upphaf „verðlaunatímabilsins“ svokallaða sem stendur fram á vor. Fjölmiðlar um allan heim fylgjast með enda litið svo á að hátíðirnar séu uppgjör á kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu ársins sem er að líða. Nú þegar liggur fyrir hvaða titlar eru sigurstranglegir á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Hjartasteinn með þrenn verðlaun í Varsjá
Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, fékk þrenn verðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá um helgina. Guðmundur var valinn besti leikstjórinn og Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn.
17.10.2016 - 14:23