Færslur: kvikmyndatónlist

Kvikmyndarisar taka upp á Akureyri
Þrír bandarískir risar í kvikmyndaiðnaði hafa fengið Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að spila tónlist við bíómyndir sínar. Upptökur standa nú yfir í Hofi á stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa. 
Söngvarinn B.J. Thomas látinn
Bandaríski söngvarinn B.J. Thomas er látinn 78 ára að aldri. Íslendingar kannast sennilega helst við hann fyrir að syngja lagið Raindrops Keep Fallin' on My Head, úr vestranum Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969.
Augu heimsbyggðarinnar á Húsavík en engin verðlaun
Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut Óskarsverðlaun sem besta lagið á hátíðinni í kvöld. Vonir Íslendinga og ekki síst Húsvíkinga um að lagið Husavik:
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Vilja ólmir taka upp kvikmyndatónlist á Akureyri
Framleiðendur Netflix-sjónvarpsþátta og Hollywood-kvikmynda flykkjast norður á Akureyri til að taka upp kvikmyndatónlist í samstarfi við SinfoniaNord-verkefnið. Síðan tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson fóru af stað með verkefnið árið 2014 hefur SinfoniaNord komið að gerð um þrjátíu slíkra verkefna. „Þegar að þú stenst „testið“ hjá þessum háu herrum í þessum bransa, þá getur allt gerst.“
16.07.2020 - 12:20
Frumsýning Hollywoodmyndar og nýtt lag
Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir var ólétt af sínu fyrsta barni þegar hún samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Sun is Also a Star sem nýlegar var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hljómsveit hennar og Thelmu Marínar Jónsdóttur, East of my youth, gaf einnig út nýtt lag á dögunum.
19.05.2019 - 11:30
Minningartónleikar um Jóhann á Rás 1
Rás 1 sendir út í kvöld hljóðritun frá tónleikum í Iðnó 27. október sl. þar sem vinir og fjölskylda tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar fluttu tónlist eftir og í anda hans. Jóhann hafði náð langt á sínu sviði og þá sérstaklega í kvikmyndatónlist. Hann féll frá í febrúar 2018 langt fyrir aldur fram.
Snerist frá básúnu að tónlist fyrir bíómyndir
Haraldur Þrastarson er kvikmyndatónskáld sem starfar í Berlín. Hans nýjasta verkefni er tónlist við kvikmyndina Adam sem er lokamynd barnakvikmyndahátíðar sem haldin verður í Bíó Paradís 5. -15. apríl. Haraldur er lærður básúnuleikari en söðlaði um eftir útskrift og sinnir nú tónlistargyðjunni í gegnum popp- og kvikmyndatónlist.
Mynd með færslu
Kveikið í mér, kvikmyndatónskáld
Strákarnir í „Arnar Eggert “hentu í gang með mexíkóskrí ábreiðu yfir „Suedehead“ Morrissey áður en nokkur kvikmyndatónskáld tóku við keflinu, þar sem hinn íslenski Jóhann Jóhannsson var fremstur á meðal jafningja.
20.03.2016 - 18:44