Færslur: Kvikmyndaskóli Íslands

Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“
„Þetta er fyrst og fremst sorglegt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskóla Íslands um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Listaháskólanum að annast kennslu kvikmyndanáms á háskólastigi.
Kvikmyndanám á háskólastigi í hendur LHÍ
Listaháskóla Íslands hefur verið falið að annast kvikmyndanám á háskólastigi frá og með haustinu 2022. Samningur þess efnis var undirritaður af Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektori LHÍ, að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Sigrún verður aðstoðarrektor Kvikmyndaskólans
Sigrún Sigurðardóttir er nýr aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands. Sigrún hefur gengt stöðu lektors við Háskólann á Akureyri að undanförnu og hefur víðtæka reynslu af kennarastörfum og þróun námskeiða. Aðstoðarrektor er ný staða við Kvikmyndaskólann.
Morgunvaktin
LHÍ áformar að koma á fót kvikmyndadeild á næsta ári
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Kvikmyndaskóli Íslands sækir í sig veðrið
Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Skólinn stefnir að því að nýta allt húsnæðið innan þriggja ára. Skólinn sótti um flýtimeðferð hjá mennta- og menningarmálaráðherra um að fá háskólaviðurkenningu fyrir næsta ár.