Færslur: Kvikmyndahús

Sjónvarpsfrétt
Borgarbíó brátt jafnað við jörðu
Eitt elsta starfandi kvikmyndahús landsins, Borgarbíó á Akureyri, verður brátt jafnað við jörðu. Til stendur að reisa sex hæða hús á lóðinni og bæjarbúar eru mis-ánægðir.
30.04.2022 - 20:47
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Samkomutakmarkanir teknar upp að nýju í Suður-Kóreu
Gripið verður til samkomutakmarkana að nýju í Suður-Kóreu en smitum hefur tekið að fjölga mjög þar í landi undanfarið. Áður höfðu stjórnvöld tekið þá ákvörðun að reyna að lifa með veirunni.
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Bjartsýnn á framtíð bíóferða þrátt fyrir erfiða tíma
Framkvæmdastjóri Samfilm segir kórónuveirufaraldurinn hafa verið mikið högg fyrir bíómarkaðinn hérna heima. Á tímabili þurfti að loka kvikmyndahúsum, fækka gestum og viðhafa ýmsar sóttvarnaráðstafanir. Hann er bjartsýnn á að Íslendingar haldi áfram að flykkjast í bíó.
06.08.2021 - 15:22
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Háskólabíó opnar á ný eftir langa COVID-lokun
Háskólabíó mun hefja sýningar á kvikmyndum á nýjan leik í dag. Bíóinu var lokað seint í mars vegna kórónuveirufaraldursins og hefur starfsemi þess legið niðri síðan þá.
28.08.2020 - 09:24
Í skýjunum með handlagna velunnara Bíó Paradísar
Fjöldi sjálfboðaliða hefur um helgina mundað skiptilyklana í Bíó Paradís í Reykjavík. Bíóinu var lokað í vor þegar fyrirséð var að það réði ekki við hækkun á leiguverði. Nú hefur reksturinn verið tryggður og komið að því að takast á við uppsafnaðan viðhaldsvanda.
19.07.2020 - 12:17
Upphituð sæti og íþróttaleikir í bíóhúsum
Íslendingum finnst gaman að fara í bíó en fjöldi bíóhúsa í landinu endurspeglar það vel. Tækniframfarir og breytt neyslumynstur hafa þó áhrif á kvikmyndahúsamenningu landans en upphituð sæti og beinar útsendingar eru meðal þeirra nýjunga sem gleðja munu Íslendinga á næstu árum.
26.03.2018 - 14:42