Færslur: Kvikmyndahátíðin í Feneyjum

Konur komu, sáu og sigruðu í Feneyjum
Kvikmyndin L'Evenement í leikstjórn Audrey Diwan hlaut gyllta ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Happening fjallar um ólöglegar þungunarrofsaðgerðir í Frakklandi á sjöunda áratugnum. Í þakkarræðu sinni sagðist Diwan hafa gert myndina með reiði, þrá, kjarki, hjartanu og höfðinu.
11.09.2021 - 23:33
Tilkynnt um Gullna ljónið í Feneyjum í dag
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum vaknaði aftur til lífsins í ár með miklum stjörnufans og þungri femíniskri undiröldu hvað varðar myndir í keppnisflokki. Mikil spenna ríkir um hvaða mynd muni taka gullið með sér heim í dag en úrvalið þykir óvenju gott í ár.
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.