Færslur: Kveikur

Init braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða
Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Init sem rak tölvukerfi Reiknistofu Lífeyrissjóða hafi brotið samninga með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta voru annars vegar félög með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Initi.
07.07.2021 - 18:31
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Lífeyrissjóðir segja upp samningi við Init
Reiknistofa lífeyrissjóða sagði í síðustu viku upp samningi sínum við fyrirtækið Init ehf. sem hefur séð um rekstur Jóakims, tölvukerfis lífeyrissjóðanna.
04.06.2021 - 15:16
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
Myndskeið
Trúi því að Samherji hafi séð að sér
Samherji baðst í dag afsökunar á að stjórnendur fyrirtækisins hafi gengið of langt í að verjast neikvæðri umfjöllun. Fyrirtækið segir umræðuna innan svokallaðrar skæruliðadeildar óheppilega.
30.05.2021 - 19:01
Viðskiptasamband við Init í alvarlegri endurskoðun
Viðskiptasamband Reiknistofu lífeyrissjóða við fyrirtækið Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar er til alvarlegrar endurskoðunar, segir stjórnarmaður. Stéttarfélagið Efling vill óháða rannsókn.
Kveikur
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
Eimskip hafnar ásökunum um lögbrot
Í tilkynningu sem Eimskip sendi til Kauphallarinnar í dag kemur fram að félagið hafni ásökunum sem fjallað var um í Kveik í gær um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar segir einnig að félagið hafi ekki haft upplýsingar um kæru Umhverfisstofnunar á hendur því fyrr en eftir samtal við stofnunina fyrr í dag og að stofnunin hafi ekki aflað neinna gagna frá Eimskipi vegna málsins.
25.09.2020 - 14:17
Innlent · Umhverfismál · eimskip · Kveikur · Skip · Goðafoss · Laxfoss
Viðtal
„Skítadjobb“ að vera uppljóstrari
Afhverju var Helgi Seljan í úlpu í Namibíu? Hvað er ólíkt með hefðbundnum viðtölum og því sem Aðalsteinn átti við Þorstein Má eða Helgi við sjávarútvegsráðherrann? Höfðu blaðamennirnir áhyggjur af því að baka sér lagaleg vandræði með því að fjalla um Samherjaskjölin? Þessum spurningum og fleirum til fæst svarað í hlaðvarpi Kveiks þar fjallað er um gerð hvers þáttar fyrir sig.
16.11.2019 - 12:24
Þorsteinn Már bað starfsfólk að hafa ekki áhyggjur
Þorsteinn Már Baldvinsson hélt fundi með starfsfólki Samherja á Akureyri og Dalvík í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þetta örstuttir fundir.
14.11.2019 - 12:29
„Gráðugir arðræningjar sem svífast einskis“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingsályktunartillögu sína um skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleið Seðlabankans á lokametrunum í úrvinnslu þingsins. Eftir umfjöllun kvöldsins bætist enn í sarpinn fyrir nayðsyn ítarlegrar rannsóknar á þessu fyrirbæri. 
Samherjaskjölin
Samherjaskjölin á 3 mínútum
Útgerðarrisinn Samherji hefur síðustu ár greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir kvóta. Samtök gegn spillingu segja öll merki um að þetta séu mútugreiðslur.
12.11.2019 - 22:59
Viðtal
„Ég er bara sjokkeraður“
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Þóunarsamvinnustofnunar Íslands, segist vera sjokkeraður yfir umfjöllun kvöldsins um Samherjaskjölin. Öll uppbygging sem unnið hafi verið að í Namibíu hafi hrunið með komu Samherja. Hann segir málið skelfilegt og vonast til að því sé ekki lokið.
Hefur óskað eftir umræðum um spillingu á Alþingi
Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata, bregðast við umfjöllun um Samherjaskjölin á Facebook og krefjast frekari umræðu um spillingu á Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir áhorf á umfjöllun Kveiks hafa verið „vægast sagt sjokkerandi.“
Myndskeið
Píratar og stúdentar horfðu á Kveiksþáttinn
Stúdentar við Háskóla Íslands efndu til samkomu í Stúdentakjallaranum í kvöld til þess að fylgjast með umfjöllun Kveiks um Samherjaskjölin og stórfelldar mútugreiðslur félagsins til namibískra stjórnmálamanna.
12.11.2019 - 21:46
Segir Kristján Þór hafa hitt þremenningana
Fyrrum starfsmaður Samherja fullyrðir að Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi stjórnarformaður Samherja og nú sjávarútvegsráðherra, hafi hitt þremenningana frá Namibíu þegar þeir funduðu með Samherja hér á landi árið 2014. Þetta kemur fram í sérútgáfu Stundarinnar í kvöld. 
Ástand geðdeilda LSH verra en talið var
Niðurstöður greiningar á geðdeildum Landspítalans veturinn 2017 voru verri en stjórnendur hans bjuggust við. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Sjálfsvíg tveggja sjúklinga á deildinni hafi verið mikið áfall. Umfangsmiklar umbætur eru áætlaðar á næstunni.
19.03.2019 - 21:09
Vændi og mansal verður ekki skilið að
Vændi hefur aukist á Íslandi eins og fram kom í fréttaþættinum Kveik. Fyrir tíu árum var ákveðið að fara hina svokölluð sænsku leið hér í baráttu gegn vændi. Það er, salan er lögleg en kaupin ekki og vændi er skilgreint sem kynferðislegt ofbeldi. Þessi löggjöf hefur ekki borið sama árangur hér og í Svíþjóð og Noregi og fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars að skort hefur á forvarnir og hjálparnet fyrir fólk sem er í vændi og lögregla hefur ekki alltaf gengið hart fram gegn vændiskaupendum.
05.03.2019 - 16:58
Vill láta skoða bílaleigubíla á hverju ári
Fjölmargir hafa leitað til Neytendasamtakanna vegna frétta um svindl bílaleigunnar Procar. Engin kæra hefur þó enn borist til lögreglu vegna málsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að bílaleigubílar ættu að fara í skoðun á hverju ári, líkt og leigubílar.
16.02.2019 - 18:55
Lögregla skoðar mál bílaleigunnar Procar
Lögregla hefur fengið inn á sitt borð mál bílaleigu sem fjallað var um í Kveik í kvöld, sem er grunuð um að hafa átt við kílómetramæli bíla áður en þeir eru seldir. Samgöngustofa bíður eftir að fá ábendingar frá lögreglu til að skoða málið.
12.02.2019 - 21:38
Sérhæfingu vanti í meðferð við vöðvadýrkun
Geðlæknir á Landspítalanum segist skynja úrræðaleysi þar fyrir þá sem eru  langt leiddir í líkamsskynjunarröskun. Sérhæfingu vantar í meðferð við vöðvadýrkun. Sálfræðingur telur að erfitt geti verið fyrir fólk að leita sér hjálpar við líkamsskynjunarröskun þar sem fáir sérhæfi sig í vandanum. 
23.10.2018 - 22:16
Vill sveitarfélögin í átak gegn vinnumansali
Bæjarstjórn Seltjarnarness vill að stjórn Sambands sveitarfélaga fari í sameiginlegt átak gegn slæmri meðferð á erlendum starfsmönnum og auki eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna. 
Ráðherra vill hert viðurlög fyrir brot
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra vill að háar sektargreiðslur og hugsanlega refsing verði lagðar á þá atvinnurekendur sem ítrekað verða uppvísir að því að brjóta á launafólki. Þá vill hann sérsveit sem fari í eftirlit á vinnustaði það vanti slagkraft þegar fulltrúar einnar stofnunar fari á svæðið. 
07.10.2018 - 12:33
Myndskeið
Setti það sem skilyrði að fá að hitta Björk
Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa og þingmaður á Evrópuþinginu, setti það sem skilyrði þegar hún kom í sína fyrstu heimsókn til Íslands í tengslum við efnahagshrunið, að hún fengi að hitta Björk Guðmundsdóttur. Þetta upplýsir hún í viðtali við fréttaskýringaþáttinn Kveik.
07.10.2018 - 08:00
 · Kveikur
Fiskistofa fær heimild til myndavélaeftirlits
Sjávarútvegsráðherra hyggst á næstu vikum kynna frumvarp sem veitir Fiskistofu heimild til að notast við myndavélar í eftirliti stofnunarinnar. Slíkt eftirlit er talið nýtast stofnuninni vel við að koma upp um brottkast og vigtarsvindl, sem stofnunin hefur ekki talið sig geta sinnt sem skyldi. Lagabreytingar sem ráðherra hafði boðað á umdeildum vigtunarlögum, bíða haustsins og niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Fiskistofu.
25.04.2018 - 10:19