Færslur: Kveikur

Innviðaráðherra: „Það var erfitt að horfa“
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að auka þurfi fræðslu til erlendra ferðamanna um hvernig eigi að keyra á íslenskum vegum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvort setja eigi mörk um hámarksaldur eða hámarksakstur bílaleigubíla. Hann vonar að sorgarsaga breskrar fjölskyldu, sem lenti í hræðilegu bílslysi hér á landi, verði öðrum víti til varnaðar.
Eddan
„Því ekki kann lögreglan að meta það“
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut Edduverðlaunin sem Frétta- eða viðtalsþáttur ársins. „Ég held að mér hafi aldrei þótt jafn vænt um þetta hérna og akkúrat núna,“ sagði Þóra Arnórsdóttir í þakkaræðu sinni.
18.09.2022 - 21:00
Óvíst hvenær rannsókn á Eimskipi lýkur
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á hvort lög hafi verið brotin við meðhöndlun úrgangs. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur því leita þarf upplýsinga hjá erlendum lögregluyfirvöldum. Eimskip er einnig til rannsóknar í Danmörku þar sem samkeppnisyfirvöld rannsaka landflutningafyrirtæki.
Farþegar Baldurs þurftu að bakka inn í ferjuna
Þeir farþegar sem á bíl voru um borð Breiðafjarðarferjunnar Baldur, á sunnudag, þurftu að bakka inn í ferjuna, þar sem ekki var hægt að opna stafnið.
10.05.2022 - 11:35
Hefur ekki miklar áhyggjur af skjánotkun barna
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar það komi að skjánotkun barna. Sé barn með allt í góðu í sínu daglega lífi þá sé fókus á skjátíma eða notkun snjalltæka í sjálfu sér ekki áhyggjuefni.
13.04.2022 - 09:56
Óttinn við að viðurkenna mistök
Kona sem fékk bætur vegna mistaka og gáleysis heilbrigðisstarfsfólks er hún fæddi barn staðhæfir að gögn um fæðinguna hafi verið fölsuð. Hún kallar eftir að fólk fái aðgang að heilbrigðisgögnum sem varða meðferð þess, því þolendur læknamistaka hafi enga rödd.
31.03.2022 - 15:11
Forðast mögulega að skrá atvik af ótta við ákæru
Til þess að mistök eða alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu endurtaki sig ekki er nauðsynlegt að þau séu rétt skráð. Lögmaður og stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands segir að það geti dregið úr heilbrigðisstarfsfólki að tilkynna atvik, ef hætta er á að einstaka starfsmenn verði sóttir til saka.
30.03.2022 - 19:05
„Svona mál eru algjör undantekning“
Formaður Ljósmæðrafélagsins segist kannast við gagnrýni á að ekki sé hlustað á konur þegar kemur að fæðingu. Hún segir að mál á borð við mál Bergþóru Birnudóttur sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé algjör undantekning.
30.03.2022 - 12:36
Þörf á rannsóknarnefnd atvika í heilbrigðisþjónustu
Formaður Læknafélags Íslands kallar eftir að sett verði á fót sérstök rannsóknarnefnd sem skoðar alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, til að heilbrigðiskerfið dragi lærdóm af þeim. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. 
29.03.2022 - 22:08
Ríkissaksóknari Namibíu óskar eftir aðstoð Interpol
Ríkissaksóknari Namibíu hefur farið þess á leit við Interpol að alþjóðalögreglan aðstoði við að hafa upp á þremur Íslendingum vegna rannsóknarinnar á Samherjaskjölunum. Þremenningarnir fara fram á að fá að bera vitni að utan og að þurfa ekki að fara til Namibíu í þeim erindagjörðum en saksóknari segist bjartsýnn á að mennirnir verði færðir til Namibíu, samkvæmt frétt Allgemeine Zeitung í Namibíu.
20.02.2022 - 09:19
Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Kæra Páls beinist ekki gegn blaðamönnunum fjórum
Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segist enga aðkomu eiga að því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir inn til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og séu með réttarstöðu sakbornings. Hann segist aðeins hafa kært stuld á síma en ekki neina einstaklinga. Garðar Gíslason, lögmaður Samherja og lögmaður Páls, fullyrðir að síma Páls hafi verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.
15.02.2022 - 12:34
Init braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða
Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Init sem rak tölvukerfi Reiknistofu Lífeyrissjóða hafi brotið samninga með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta voru annars vegar félög með sama eignarhald og hins vegar nokkur félög í eigu stjórnenda Initi.
07.07.2021 - 18:31
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Lífeyrissjóðir segja upp samningi við Init
Reiknistofa lífeyrissjóða sagði í síðustu viku upp samningi sínum við fyrirtækið Init ehf. sem hefur séð um rekstur Jóakims, tölvukerfis lífeyrissjóðanna.
04.06.2021 - 15:16
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
Myndskeið
Trúi því að Samherji hafi séð að sér
Samherji baðst í dag afsökunar á að stjórnendur fyrirtækisins hafi gengið of langt í að verjast neikvæðri umfjöllun. Fyrirtækið segir umræðuna innan svokallaðrar skæruliðadeildar óheppilega.
30.05.2021 - 19:01
Viðskiptasamband við Init í alvarlegri endurskoðun
Viðskiptasamband Reiknistofu lífeyrissjóða við fyrirtækið Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar er til alvarlegrar endurskoðunar, segir stjórnarmaður. Stéttarfélagið Efling vill óháða rannsókn.
Kveikur
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
Eimskip hafnar ásökunum um lögbrot
Í tilkynningu sem Eimskip sendi til Kauphallarinnar í dag kemur fram að félagið hafni ásökunum sem fjallað var um í Kveik í gær um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar segir einnig að félagið hafi ekki haft upplýsingar um kæru Umhverfisstofnunar á hendur því fyrr en eftir samtal við stofnunina fyrr í dag og að stofnunin hafi ekki aflað neinna gagna frá Eimskipi vegna málsins.
25.09.2020 - 14:17
Innlent · Umhverfismál · eimskip · Kveikur · Skip · Goðafoss · Laxfoss
Viðtal
„Skítadjobb“ að vera uppljóstrari
Afhverju var Helgi Seljan í úlpu í Namibíu? Hvað er ólíkt með hefðbundnum viðtölum og því sem Aðalsteinn átti við Þorstein Má eða Helgi við sjávarútvegsráðherrann? Höfðu blaðamennirnir áhyggjur af því að baka sér lagaleg vandræði með því að fjalla um Samherjaskjölin? Þessum spurningum og fleirum til fæst svarað í hlaðvarpi Kveiks þar fjallað er um gerð hvers þáttar fyrir sig.
16.11.2019 - 12:24
Þorsteinn Már bað starfsfólk að hafa ekki áhyggjur
Þorsteinn Már Baldvinsson hélt fundi með starfsfólki Samherja á Akureyri og Dalvík í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þetta örstuttir fundir.
14.11.2019 - 12:29
„Gráðugir arðræningjar sem svífast einskis“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingsályktunartillögu sína um skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleið Seðlabankans á lokametrunum í úrvinnslu þingsins. Eftir umfjöllun kvöldsins bætist enn í sarpinn fyrir nayðsyn ítarlegrar rannsóknar á þessu fyrirbæri. 
Samherjaskjölin
Samherjaskjölin á 3 mínútum
Útgerðarrisinn Samherji hefur síðustu ár greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir kvóta. Samtök gegn spillingu segja öll merki um að þetta séu mútugreiðslur.
12.11.2019 - 22:59
Viðtal
„Ég er bara sjokkeraður“
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Þóunarsamvinnustofnunar Íslands, segist vera sjokkeraður yfir umfjöllun kvöldsins um Samherjaskjölin. Öll uppbygging sem unnið hafi verið að í Namibíu hafi hrunið með komu Samherja. Hann segir málið skelfilegt og vonast til að því sé ekki lokið.

Mest lesið