Færslur: Kúveit

Milljarða stríðsskaðabætur greiddar að fullu
Stjórnvöld í Írak hafa innt af hendi síðustu greiðslu stríðsskaðabóta til Kúveit. Þrjátíu og eitt ár er frá því Saddam Hussein, sem þá réð ríkjum í landinu, réðst inn í Kúveit og hratt af stað fyrsta Persaflóastríðinu.
23.12.2021 - 14:01
Kosningar í Kúveit í skugga kórónuveirufaraldurs
Almenningur í olíuríkinu Kúveit gengur að kjörborðinu í dag í skugga kórónuveirufaraldursins. Kosið verður til þings landsins sem hefur sett einhverjar ströngustu reglur sem þekkjast á Persaflóasvæðinu til að halda aftur af útbreiðslu faraldursins.
05.12.2020 - 03:13
Kúveitar vilja skyndifund í Öryggisráði
Kúveit hefur farið fram á skyndifund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, eftir að rúmlega 50 Palestínumenn voru felldir á Gaza í dag. Aðgerðir Ísraelshers hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim.
Ályktun um vopnahlé lögð fram í Öryggisráði Sþ
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um ályktun, þar sem krafist er 30 daga vopnahlés í Sýrlandi til að hægt sé að koma hjálpargögnum til fólks og slösuðum og særðum undir læknishendur fjarri átakasvæðum. Vonir standa til þess að ályktunin verði tekin til umræðna og atkvæðagreiðslu í ráðinu strax í dag, fimmtudag. Ályktunin er samin af Svíum og Kúveitum og hafa sendiherrar þeirra farið fram á að atkvæðagreiðslan fari fram við fyrsta tækifæri.