Færslur: Kúrdistan

Íransstjórn mótmælt í París og Lundúnum
Lögregla í Lundúnum og París stöðvaði mótmælendur frá því að halda að sendiráði Írans í borgunum báðum. Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda.
Raisi segir málfrelsi ríkja en upplausn sé ekki liðin
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir málfrelsi ríkja í landinu en að stjórnvöld geti ekki sætt sig við upplausnarástand. Að minnsta kosti 17 eru látin í fjölmennum mótmælum vegna dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu.
Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Fjölmenn mótmæli í Íran fjórða daginn í röð
Fjölmenni tók þátt í mótmælum víðsvegar um Íran í gær, fjórða daginn í röð, og hrópaði slagorð gegn klerkastjórninni. Kveikja mótmælanna er andlát 22 ára konu í haldi siðgæðislögreglunnar.
Átta fórust í eldflaugaáras Tyrkja á Kúrdistan
Minnst átta fórust í eldflaugaárás á íbúðabyggð í Kúrdistan, sjálfstjórnarhéraði Kúrda í norðanverðu Írak á miðvikudag. Haft er eftir heilbrigðisstarfsmanni á vettvangi að tvö börn séu á meðal hinna föllnu. Stjórnvöld í Írak saka Tyrki um að hafa framið árásina, en Tyrkir sverja hana af sér og segja hryðjuverkamenn hafa verið að verki.
21.07.2022 - 00:53
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05