Færslur: Kröflueldar

Sjónvarpsfrétt
Erlendir doktorsnemar mæla við Kröflu
15 erlendir doktorsnemar eru nú við mælingar við Kröflu í tengslum við stórt samevrópskt verkefni. Mælingar og rannsóknir eru forsendur þess að skilja hvernig nýta megi jarðhita sem best, segir einn af forsvarsmönnum verkefnisins.
04.07.2022 - 09:17
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.