Færslur: Kristín Þóra Haraldsdóttir

Gagnrýni
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
Viðtal
Metnaðarfullur sveimhugi á uppleið í Evrópu
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tók þátt í viðburðinum Shooting Stars á Berlinale kvikmyndahátíðinni í Þýskalandi um síðastliðna helgi. Þar velja samtökin European Film Promition tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í Evrópu sem vakið hafa sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.
Kynnt sem ein af efnilegustu leikurum Evrópu
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona var á dögunum valin í hóp efnilegustu leikara Evrópu af samtökunum European Film Promotion. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni í byrjun febrúar. Af því tilefni birta samtökin í dag myndskeið tileinkað Kristínu Þóru.
Sýning um ekki neitt – skilur ekkert eftir sig
„Verk Annie Baker hefur greinilega upp á margt að bjóða, en ég tel að það hafi ekki komist nægilega vel til skila í þessari uppsetningu Borgarleikhússins,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um uppsetningu Borgarleikhússins á Ræmunni. Hún telur jafnframt að staðfæring uppfærslunnar að íslenskum veruleika kunni að hafa orðið henni að falli. „Ef þýðandi og leikstjóri hefðu leyft verkinu að gerast í því umhverfi sem það kemur úr hefði það mögulega getað sagt íslenskum áhorfendum meira um þeirra eigin samtíma en úr varð með staðfæringunni.“
Hrikalega fyndin og raunsæ ræma
„Þetta er svona amerískt leikverk í mjög raunsæjum stíl með þremur sterkum karakterum,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, annar leikhúsrýnir Kastljóss, um Ræmuna eftir Anny Baker í uppsetningu Borgarleikhússins.