Færslur: Kristín Jóhannesdóttir

Gagnrýni
Sálin og hrunið, sveitin og geðveikrahælið
Alma, ný kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, er örlagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild. „Hér er einhver samruni ljóða og kvikmynda með nýjum meðulum sem maður hefur varla séð áður í íslensku bíói,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Viðtal
Forðumst að vera frjálsar manneskjur
Kristín Jóhannesdóttir tekst á við áhugaverða mótsögn í leikritinu Sölumaður deyr. „Við eigum í rauninni enga von um að komast úr því fangelsi sem okkur er varpað í með því að fæðast nema með því að viðurkenna að við erum ófrjáls.“
Lamin í Bankastræti af hneyksluðum áhorfanda
Sjónvarpsmyndin „Líf til einhvers“, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á nýársdag árið 1987 vakti talsverða reiði í samfélaginu. Leikstjóri myndarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, varð fyrir miklu aðkasti sem gekk svo langt að ráðist var á hana í miðborginni, þegar hún var kasólétt. „Ég bara botna ekkert í þessu enn þann dag í dag. Það fór einhver hóp hystería í gang,“ segir Kristín.
05.07.2017 - 10:30