Færslur: kristín eysteinsdóttir

Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur verið ráðin borgarleikhússtjóri. Hún tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsfólki í dag.
Borgarleikhússtjóri óskar eftir því að hætta fyrr
Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því að starfslokum hennar verði flýtt og nýr leikhússtjóri taki við starfinu fyrr en áætlað var.
Tjáir sig ekki um mál Atla Rafns að svo stöddu
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segist ekki ætla að tjá sig um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara. Hún vísar á lögmann Leikfélags Reykjavíkur.
Reglur brotnar og vegið að æru Atla Rafns
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur fóru á svig við lög og reglur þegar Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Uppsögnin hafi verið til þess að vega að æru og persónu Atla Rafns.
Leikstjóraskipti í söngleiknum um Bubba
Leikstjóraskipti hafa orðið í einni stærstu uppsetningu Borgarleikhússins á nýju leikári. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri mun ekki leikstýra söngleiknum Níu líf, sem byggist á ævi og tónlist Bubba Morthens.
Menningarveturinn - Borgarleikhúsið
Kolbrún Vaka Helgadóttir talaði við Kristínu Eysteinsdóttur um það sem koma skal í Borgarleikhúsinu í vetur og fór með okkur baksviðs í þann mund er frumsýningin á Billy Elliott var að hefjast.