Færslur: krapastífla

Aðgerðum hætt á Sauðárkróki - eðlilegt rennsli í Sauðá
Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem gripið var til fyrr í dag vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veður gekk niður, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.
Krapastífla í Sauðá - fólk haldi sig fjarri
Lögreglan á Norðurlandi vestra setti rétt í þessu áríðandi tilkynningu á Fésbókarsíðu sína þess efnis að Sauðá væri hætt að renna og ástæðan er talin sú að krapastífla hafi myndast í henni.
28.09.2021 - 15:03
Opið án takmarkana um Jökulsárbrú
Eftir samráðsfund, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að opna Þjóðveg 1 um Jökulsárbrú án takmarkana. Hingað til hefur umferð um svæðið aðeins verið heimiluð yfir daginn.
08.02.2021 - 14:12
Vatnsborðið hækkaði um tæpa tvo metra á einni mínútu
Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum. Þá hefur umferð um brúna verið takmörkuð og er hún aðeins opin milli níu og átján næstu þrjá daga. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að aðstæður geti breyst hratt.
29.01.2021 - 11:41
Myndir
Búið að opna þjóðveg eitt yfir Jökulsá á Fjöllum
Búið er að opna þjóðveg eitt við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan við Grímsstaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að veginum verði haldið opnum í dag en aftur lokað þegar dimmir í kvöld.
27.01.2021 - 13:24
Krapastíflan heldur þrátt fyrir leysingar
Þrátt fyrir leysingar í morgun hafði krapastíflan sem hafði myndast í Hvítá við Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi ekki rutt sig líkt og óttast var. Svæðið verður vaktað næstu daga.
19.01.2020 - 12:22

Mest lesið