Færslur: Kostnaður sjúklinga

Myndskeið
Sakar lækna um að ætla að beita sjúklingum fyrir sig
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ræða við sérgreinalækna og segir mjög alvarlegt að þeir ígrundi að láta sjúklinga greiða allan lækniskostnað og hafa ekki milligöngu um niðurgreiðslu ríkisins. Hún sakar sérgreinalækna um að beita sjúklingum fyrir sig í þágu eigin hagsmuna.
Margir hætti að leita læknis ef milligöngu verður hætt
Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis. „Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Myndskeið
10.000 króna aukagjald innheimt af sjúklingum
Dæmi eru um að fólk þurfi að greiða tíu þúsund króna aukagjald þegar það fer til sérgreinalæknis. Gjaldið er ekki niðurgreitt af ríkinu og því þurfa sjúklingar að greiða það að fullu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir þetta sýna að brýnt sé að ná samningum við sérfræðilækna sem fyrst.