Færslur: Kosningar í Bretlandi

Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
Spegillinn
Brexit bergmál í breskum kosningum
Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47
Spegillinn
Brexit-völin og kvölin
Brexit var auðvelda leiðin ef marka mátti boðskap leiðandi Brexit-sinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um aðild Breta að Evrópusambandinu. Nú er einn þeirra við stjórnvöl þjóðarskútunnar og freistar þess að semja um viðskipti við ESB og daglega búist við fréttum af útkomunni. En af hverju hefur verið svona erfitt að semja um viðskipti til framtíðar?
01.12.2020 - 17:13
Brexit fyrsta mál nýrrar stjórnar í Lundúnum
Elísabet Bretadrottning flutti í dag stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar. Breska þingið kom saman til fyrsta fundar eftir kosningarnar í síðustu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lagði í kosningabaráttunni höfuðáherslu á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann hamraði á slagorðinu, klárum Brexit, Get Brexit done.  
Fréttaskýring
Eitt rauðasta vígið í Bretlandi orðið blátt
Eitt rauðasta vígið á breska kjördæmakortinu varð blátt í þingkosningunum í gær. Dennis Skinner, þingmaður Verkamannaflokksins í Bolsover á Bretlandi til 47 ára, var ekki endurkjörinn í bresku þingkosningunum í gær. Bolsover-kjördæmið hefur verið vígi Verkamannaflokksins síðan það var stofnað árið 1950.
13.12.2019 - 14:26
Leiðtogi Frjálslyndra féll af þingi
Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, missti þingsæti sitt til ríflega tólf ára þegar Bretar gengu til kosninga í gær. Swinson, sem setið hefur á þingi fyrir íbúa Dunbartonshire eystra í norðurhluta Glasgow í hálft þrettánda ár, tapaði afar naumlega fyrir frambjóðanda Skoska þjóðarflokksins, hinni 27 ára Amy Callahan.
13.12.2019 - 05:32
Pundið tók stökk við spána um sigur Íhaldsflokksins
Sterlingspundið breska styrkti stöðu sína verulega gagnvart Bandaríkjadal og evru um leið og útgönguspá stóru sjónvarpsstöðvanna í Bretlandi var birt. Samkvæmt henni vinnur Íhaldsflokkurinn sögulegan yfirburðasigur og verður með traustari meirihluta á þingi en hann hefur haft frá dögum Margrétar Thatcher. Spáin hafði ekki fyrr verið birt en staða pundsins styrktist verulega og það hækkaði um 3 prósent gagnvart Bandaríkjadal og hálfu prósenti betur gagnvart evrunni.
13.12.2019 - 01:33
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
Viðtal
Kjósendur telja valið standa á milli 2ja slakra kosta
Dugar einfaldur boðskapur Íhaldsmanna, Get Brexit done, klárum Brexit, til að þeir vinni meirihluta þingsæta í neðri-málstofu breska þingsins? Kosningabaráttan snerist í fyrstu að mestu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en á síðari stigum hefur meira verið rætt um almenn samfélagsmál, ekki síst heilbrigðiskerfið, NHS, sem er nánast heilagt í augum margra Breta.
12.12.2019 - 09:38
Íhaldsmenn enn með forystu en Verkamannaflokkur sækir á
Aðeins dregur saman með stóru flokkunum tveimur í Bretlandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun YouGov sem breska blaðið The Times greinir frá. Samkvæmt henni heldur Íhaldsflokkurinn ennþá öruggri forystu en getur ekki lengur verið fullviss um að vinna hreinan meirihluta í þinginu.
11.12.2019 - 01:26
Myndskeið
Johnson leikur eftir atriði úr Love Actually
Ný kosningaauglýsing breska Íhaldsflokksins hefur vakið athygli, en þar leikur forsætisráðherrann Boris Johnson eftir atriði úr kvikmyndinni Love Actually. Hugh Grant, sem lék í myndinni, segir auglýsinguna góða en að augljóst hafi verið að Johnson hafi ekki treyst sér til að vera boðberi sannleikans.
10.12.2019 - 11:12
Teygjanleg merking ,,sigurs” í Bretlandi
Síðustu fylgiskannanir fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 12. desember benda eindregið til sigurs Íhaldsflokksins en óvíst hvor hann hreppir sterkan meirihluta eins og hann stefnir á.
09.12.2019 - 19:00
Heimskviður
Baráttan um Bretland harðnar
Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Yfirleitt fara kosningar fram á fimm ára fresti í landinu, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en önnur mál eru kjósendum einnig hugleikin. Kosningarnar í Bretlandi voru teknar fyrir í 17. þætti Heimskviðna.
08.12.2019 - 07:30
Jafnræði með leiðtogunum í lokakappræðum
Þeir Boris Johnson og Jeremy Corbyn skiptust á skotum í síðustu kappræðum sínum fyrir bresku þingkosningarnar í næstu viku. Johnson gagnrýndi andstæðing sinn ítrekað fyrir að gefa ekki upp afstöðu sína um Brexit, en Corbyn sagði forsætisráðherrann vera á leið úr Evrópusambandinu án áætlunar um framhaldið.
07.12.2019 - 01:32
Búist við harðri kosningabaráttu
Kosningabaráttan í Bretlandi er rétt að byrja að það liggur þegar í loftinu að hún verði einkar hörð og Brexit-áhrifin óútreiknanleg. Íhaldsflokkurinn þarf að verja um tíu prósenta forskot, Verkamannaflokkurinn að sýna samtakamátt og trú á flokksleiðtogann og minni flokkarnir að sanna fyrir kjósendum að atkvæði á þá sé ekki kastað á glæ í einmenningskjördæmakerfinu.
06.11.2019 - 18:58
Tekist á um vetrarkosningar í breska þinginu
Brexit er ekki gleymt en nú er þráttað um dagsetningar vetrarkosninga, 12. desember eins og stjórnin vill eða nokkrum dögum fyrr eins og stjórnarandstaðan vill.
29.10.2019 - 18:49
Meiri fjölbreytni en áhyggjur af afturhaldi
Konum á breska þinginu fjölgaði og líka þeim sem eru yfirlýstir samkynhneigðir. Þá bættist líka í hóp þingmanna af afrískum og asískum uppruna. En þrátt fyrir meiri fjölbreytni og litskrúðugri þingmannahóp óttast margir afturhaldssöm viðhorf norður-írskra sambandssinna og áhrif þeirra á væntanlega ríkisstjórn íhaldsmanna.
12.06.2017 - 11:14
Varar Breta við samstarfi við DUP
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, óttast að friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi, sem kennt er við föstudaginn langa, sé í hættu ef breska ríkisstjórnin ætlar að reiða sig á stuðning Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður Írlandi. Þá er hann uggandi yfir því að hófsamir lýðveldissinnar eigi ekki lengur fulltrúa á breska þinginu.
11.06.2017 - 20:30
DUP samþykkir að styðja bresku stjórnina
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, samþykkti undir kvöld að styðja ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May forsætisráðherra. Íhaldsmenn misstu meirihlutann í þingkosningum á fimmtudaginn var. Norður-írski flokkurinn hlaut tíu þingmenn og það dugar til þess að verja bresku stjórnina falli.
10.06.2017 - 19:18
Í lykilstöðu með tíu þingmenn af 650
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, DUP, er í lykilstöðu eftir bresku þingkosningarnar í gær með tíu þingmenn kjörna. Flokkurinn er mun lengra til hægri en Íhaldsflokkurinn, sem þarf á samstarfi við flokkinn að halda til að koma málum sínum í gegnum þingið. 
09.06.2017 - 18:26
Fréttaskýring
Áhrif kosninganna á Brexit
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún hafi fengið umboð frá Elísabetu Englandsdrottningu til að mynda minnihlutasstjórn með stuðningi norður-írska Lýðræðislega sambandsflokksins, DUP. Þetta tilkynnti May fyrir utan Downing-stræti 10 að loknum fundi með drottningu í hádeginu. Samanlagt hafa flokkarnir 328 þingmanna meirihluta í þinginu.
09.06.2017 - 15:24
Hroki og mislukkuð barátta
Þess er beðið hvaða ákvörðun forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, tekur um framtíð sína og stjórnarinnar eftir hörmulega kosningabaráttu og sárt tap. Íhaldsmenn misstu meirihlutann en eru áfram stærsti flokkurinn á þingi. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum sagði á Morgunvaktinni að ýmsir áhrifamenn í flokknum telji ekki heppilegt að skipta núna um leiðtoga.
09.06.2017 - 12:47
Pundið fellur eftir útgönguspá
Breska pundið féll eftir að birt var útgönguspá sem bendir til þess að Íhaldsflokkurinn undir stjórn forsætisráðherrans Theresu May missi meirihluta á þingi.
08.06.2017 - 22:07
Meirihluti Íhaldsflokksins fallinn
Þegar eftir á að telja í örfáum kjördæmum er það orðið ljóst að Íhaldsflokkurinn heldur ekki meirihluta sínum á þingi. Enginn flokkur á möguleika á hreinum meirihluta, og fara næstu dagar því að öllum líkindum í samningaviðræður á milli flokka. Fylgst var með kosningunum hér á vefnum og má fylgjast með framvindu gærkvöldsins og næturinnar í þessari færslu.
08.06.2017 - 20:52