Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Bóluefni Janssen kemur vel út hjá körlum
Bóluefni Janssen virðist ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir á karlmenn, ef marka má tölur heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum. Engar tilkynningar bárust um blóðtappa hjá þeim en þær voru þrettán hjá konum á aldrinum 18 til 49 ára og tvær hjá konum yfir fimmtugt. Danskur sérfræðingur setur spurningarmerki við þessar tölur og segir að í Bandaríkjunum geti fólk dáið af völdum blóðtappa án þess að nokkur uppgötvi það.
60 þúsund í áhættuhópi vegna COVID-19
60 þúsund Íslendingar voru skilgreindir af sóttvarnalækni í forgangshóp 7 en þar eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna COVID-19. Þetta kemur fram í svari verkefnisstjóra á sóttvarnasviði landlæknis við fyrirspurn fréttastofu.
Næsta vika söguleg: Met í bólusetningum og ný reglugerð
Næsta vika verður söguleg í kórónuveirufaraldrinum. Ný reglugerð um hertar aðgerðir á landamærunum tekur gildi, met verður sett í bólusetningum og byrjað verður að nota bóluefni sem aðeins þarf einn skammt af. Þá verður bólusett með bóluefnaskömmtum sem fengust að láni frá Noregi.
Eiga að fá klukkustund í útiveru í tvo daga af fimm
Þeir sem dveljast í sóttvarnahúsi eiga að lágmarki að fá útiveru einu sinni yfir daginn í tvo daga af þeim fimm sem þeir sæta sóttkví. Sú útivera á þó ekki að vera lengri en klukkustund og passa þarf upp á tveggja metra regluna. Taka á sérstakt tillit til barnafólks og tryggja að það fái útiveru daglega með barninu.
Mæla með notkun bóluefnis Janssen á ný í Bandaríkjunum
Sérfræðinganefnd á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna mælti í kvöld með því að byrjað verði að nota bóluefni Janssen á ný. Varað verður við mjög sjaldgæfu tilfelli blóðtappa.
Ávinningur AstraZeneca eykst með hækkandi aldri
Sérfræðinganefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur skilað viðbótarmati á bóluefni AstraZeneca eftir beiðni frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé ástæða til að breyta upplýsingatextum með bóluefninu varðandi öryggi þess og virkni. Þá er talið að ávinningur þess aukist með hækkandi aldri og aukinni tíðna smita. Mjög sjaldgæfur blóðtappi þar sem fækkun blóðflagna er einnig til staðar er skráður sem alvarleg aukaverkun hjá einum af hverjum 100 þúsund.
Byggir meðal annars á áhættumati um uppruna smita
Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um þau skilyrði sem skyldar farþega til að vera í sóttkví í sóttvarnahúsi byggja meðal annars á áhættumati almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um uppruna greindra smita á landamærum og þeirra brota á sóttkvíarreglum sem leitt hafa til innlendra hópsýkinga.
Farþegum frá 16 löndum skylt að vera á sóttkvíarhóteli
Farþegar frá 16 löndum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi og geta ekki sótt um undanþágu frá þeirri dvöl. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt er á vef heilbrigðisráðuneytisins. Farþegar frá 16 öðrum löndum þurfa einnig að vera í sóttkví í sóttvarnahúsi en geta sótt um undanþágu til sóttvarnalæknis.
Myndskeið
Sóttvarnahúsum fjölgar í kjölfar lagasetningar
Í morgun var opnað nýtt sóttvarnahús og áform eru um að opna fleiri. Búist er við fleiri gestum þangað í kjölfar laga sem samþykkt voru á Alþingi í nótt um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Sóttvarnalæknir vinnur nú að minnisblaði með tillögum um aðgerðir á landamærunum. 
Myndskeið
Engin kröfuganga 1. maí en vonir um skrúðgöngu 17. júní
Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.
22.04.2021 - 19:04
Myndskeið
Fjölgar í forgangshópi
Núna er verið að bólusetja forgangshóp 7 sem er fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það hefur fjölgað í hópnum, hann telur núna að minnsta kosti 40.000 en áætlað hafði verið að í honum væru um 25.000.
Telur marga annmarka á íslensku litakóðunarkerfi
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Magnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús. Hann vonar að stjórnvöld hverfi frá áformunum og óttast að stjórnmálamenn hafi ekki ráðfært sig nægilega við vísindamenn við ákvarðanatökuna. 
Nokkrir þingmenn gerðu fyrirvara við frumvarp Svandísar
Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir á fundi þingflokksins í kvöld að þeir gerðu fyrirvara við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og breytingar á útlendingalögum í tengslum við hertar aðgerðir á landamærunum. „Menn ætla að láta það koma fram í umræðum um málið á þinginu á morgun,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu.
Undanþágubeiðni verður að berast 2 dögum fyrir komuna
Þeir sem ætla að sækja um undanþágu fyrir að vera í sóttkví á sóttkvíarhóteli verða skila slíkri beiðni tveimur dögum fyrir komuna til landsins. Þetta kemur fram í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og breytingar á lögum um útlendinga. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í kvöld.
Myndskeið
Hertar aðgerðir ekki áfall fyrir ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að hertar aðgerðir á landamærum valdi ekki miklum skaða hjá ferðaþjónustunni. Dómsmálaráðherra segir breytingar á litakóðunarkerfi skapa eins mikinn fyrirsjáanleika og unnt sé.
Ruglandi fundur og fúsk, segir stjórnarandstaðan
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna voru ekki á eitt sáttir við þær hertu aðgerðir á landamærunum sem kynntar voru á blaðamannafundi í Hörpu síðdegis í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kallaði þær fúsk og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þær frekar víkka út heimildirnar heldur en hitt. „Þetta gerir lítið sem ekkert.“
Öllum takmörkunum innanlands gæti verið aflétt í júní
Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Þetta kemur fram í glæru sem birt er á vef Stjórnarráðsins. Miðað við bjartsýnustu áætlanir bóluefnaframleiðanda gæti það orðið í júní þegar stefnt er að því að 67 prósent Íslendinga, 16 ára og eldri, verði búnir að fá fyrri skammtinn.
Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
Borgarstjóri bólusettur í dag
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var einn fjölmargra sem bólusettur var með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Dagur hafnaði bólusetningu þegar hann fékk boð sem læknir en fékk boð núna þar sem hann er á ónæmisbælandi lyfjum.
Blaðamannafundur klukkan 16 um landamæraaðgerðir
Ríkisstjórnin heldur blaðamannafund klukkan 16 í dag þar sem kynntar verða ráðstafanir á landamærunum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna verða á fundinum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá áformum um fjölmiðlakynningu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.
Leikskóla á Selfossi lokað vegna smits hjá starfsmanni
Leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Leikskólinn verður lokaður á morgun, þriðjudag, og verða allir starfsmenn sendir í sýnatöku.
Leggur mögulega fram frumvarp um sóttkvíarhótel
Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum í fyrramálið mögulegar útfærslur á lagafrumvarpi um hvernig tryggja megi lagastoð fyrir þeirri aðgerð að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mögulegt að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þess efnis.
Myndskeið
Rúmir 11 dagar í litakóðunarkefið - unnið að útfærslu
Það ræðst í þessari viku hvort og hvernig litakóðunarkerfi taki gildi á landamærunum um mánaðamót. Forsætisráðherra segir að unnið sé að útfærslu á kerfinu. Píratar vilja að fallið verði frá því að taka upp litakóðunarkerfið. Forsætisráðherra segir að ekkert verði ákveðið sem stangist á við ástandið hér heima eða erlendis.
Viðtal
„Fólk getur farið illa út úr því að veikjast af COVID“
Hilma Hólm, hjartalæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem stýrði rannsókn á langtímaáhrifum farsóttarinnar á heilsufar og úthald, segir að koma eigi í veg fyrir að fólk sýkist af kórónuveirunni. „Fólk getur farið illa út úr því að veikjast af þessari veiru.“ Hún bendir á að það séu ekki einungis þeir sem veiktust illa sem glími við erfið eftirköst heldur eigi það einnig við um dágóðan hluta þeirra sem veiktust ekki mikið.