Færslur: Kórónuveirufaraldurinn

Margt ólíkt með fyrstu bylgjunni og þeirri þriðju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir margt ólíkt með nýjustu bylgju kórónuveirunnar og þeirri fyrstu í vor. Smitum hafi fjölgað hraðar í vor en þessi bylgja skjóti upp kollinum víðar og þess vegna sé erfiðara að kveða hana alveg niður. Hann sagðist ætla að kanna hvort annar af þeim stöðum sem tengdir hafa verið við útbreiðslu smita væri opinn. Hann hefði staðið í þeirri trú að hann væri lokaður.
Dönsk stjórnvöld hlaupa undir bagga með veitingahúsum
Dönsk stjórnvöld eru með leið á prjónunum til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á rekstur veitingahúsa, kaffihúsa og öldurhúsa í landinu. Úrræðin byggja á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokka
Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Skólastarf í Þórshöfn raskast vegna kórónuveirusmits
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, laugardag. Virk smit í eyjunum eru nú tuttugu og tvö.
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 14:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Dánartíðni vegna Covid-19 tiltölulega lág á Indlandi
Nú hafa 5,4 milljónir Indverja greinst með Covid-19.
20.09.2020 - 05:49
Ítalir ganga að kjörborðinu
Ítalir ganga að kjörborðinu í dag. Þar verður kosið til héraðsstjórna auk þess sem kannaður verður hugur Ítala til þess að fækka þingmönnum verulega í báðum deildum ítalska þingsins.
Lögregla leysir upp mótmæli á Trafalgar-torgi
Yfir eitt þúsund safnaðist saman á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna í dag. Tilgangurinn var að mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum yfirvalda um auknar samkomutakmarkanir.
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Myndskeið
„Sú bjartsýna spá mín hefur nú ekki ræst“
Erfitt er að segja til um hvort fjölgun smita í gær sé vísbending um að smitum haldi áfram að fjölga sífellt hraðar, eða hvort talan í gær sé hápunktur. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði óljóst hversu víða veiran hefur dreifst um samfélagið. Þórólfur tekur ákvörðun um næstu sóttvarnaaðgerðir á næsta sólarhringnum.
Smit í Melaskóla – Margir missa af samræmdum prófum
Nemandi í 7. bekk í Melaskóla í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær og allir í hans bekk, auk nokkurra úr öðrum bekkjum og nokkurra kennara, hafa verið sendir í sóttkví. Nemendurnir geta ekki tekið hefðbundin samræmd próf sem fara fram á fimmtudag og föstudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að nú þurfi að skoða með Menntamálastofnun með hvaða hætti verður hægt að gefa nemendum kost á að taka samræmd próf.
19.09.2020 - 14:32
75 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví
75 smit greindust innanlands í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 1. apríl síðastliðinn þegar greindust 99 smit. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.
19.09.2020 - 11:05
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
Trump hættur við að mæta á allsherjarþing SÞ
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækir ekki almennar umræður 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í næstu viku eins og til stóð. Mark Meadows starfsmannastjóri forsetans tilkynnti þessa kúvendingu í gær.
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
„Ég vil ekki spá einhverri stórri bylgju“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki reiðubúinn að spá því að hér sé að skella einhver stór bylgja af kórónuveirusmitum. Það sé þó viðbúið að virkum smitum muni fjölga næstu daga. Þá tölu verði samt að skoða í því ljósi að verið sé að skima miklu meira í samfélaginu. „Það er mjög líklegt að við finnum fólk sem er einkennalítið eða einkennalaust og það verður líta á það í því samhengi.“
Leggur til að krám og skemmtistöðum verði lokað
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina. Staðan verði síðan endurmetin eftir helgina. Þetta er gert til að bregðast við mikilli fjölgun smita sem Þórólfur segir að megi að mestu leyti rekja til skemmtanahalds.
15 af 19 nýjum smitum með „frönsk fingraför“ á veirunni
15 af þeim 19 smitum sem greindust í gær eru með nýtt afbrigði af kórónuveirunni. Það hefur verið rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst og fóru í einangrun. Sjö af þeim 13 sem greindust í fyrradag reyndust einnig vera með þessi fingraför og höfðu öll sótt sama öldurhúsið.
Kemur til greina að mæla með frekari notkun gríma
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir boðaði á upplýsingafundi í dag hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Hann skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra síðar í dag eða á morgun. Hann segir að spjótunum verði helst beint að vínveitingastöðum. Fólk sem sæki þá eigi stóran þátt í þessari nýju bylgju. Appelsínugul viðvörun vegna kórónuveirusmita hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er næsthæsta viðbúnaðarstigið. Nýr veirustofn er kominn inn í landið.
Flugferð án áfangastaðar er nýjasta æðið
Sjö klukkustunda flugferð yfir óbyggðir Ástralíu og Kóralrifið mikla utan við austurströndina seldist upp á tíu mínútum.
Kreppuástand á Nýja-Sjálandi
Í fyrsta sinn í áratug ríkir kreppuástand á Nýja Sjálandi. Metsamdráttur, eða rúmlega 12%, varð frá apríl til júní sem kenna má heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.
Reynir að draga úr loforðum Trumps um bóluefni
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir forstjóra Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna hafa ruglast í ríminu þegar hann greindi þingnefnd frá því í dag að bóluefni við kórónuveirunni yrði ekki aðgengilegt fyrir almenning fyrr en eftir 6 til 9 mánuði. Sjálfur telur forsetinn að bóluefnið verði komið eftir 4 til 8 vikur. Joe Biden forsetaefni Demókrata, segist treysta bóluefnum og vísindamönnum en ekki Trump.