Færslur: Kópavogur

Pistill
Illa lyktandi sjálfsmynd Kópavogs
Magnús Thorlacius eyddi sumrinu í að rannsaka Kópavog. Í þeim rannsóknum fann hann ýmsar óvæntar hliðar bæjarfélagsins og sínum fyrsta pistli um efnið í Lestinni á Rás 1 veltir hann fyrir sér hvað Kópavogslækur, eða skítalækurinn eins og hann er kallaður, geti sagt okkur um sjálfsmynd bæjarins.
25.09.2021 - 12:43
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Einn á slysadeild vegna elds í Kópavogi
Kallað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan fimm í morgun vegna manns sem var að berja á glugga á húsi í Kópavogi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar lögregla kom á staðinn reyndist eldur vera í herbergi á jarðhæð hússins. Slökkvilið var kallað út og voru dælubílar frá tveimur stöðvum sendir á vettvang.
Barnagæslan enn lokuð á meðan unnið er að endurbótum
Þriggja ára barn komst fylgdarlaust út úr Barnalandi, barnagæslunni í Smáralind, um miðjan júní. Barnaland lokaði þá í kjölfarið og er enn lokað á meðan unnið er að endurbótum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að opna barnagæsluna á ný í september. Í tilkynningu frá Senu kom fram að daginn sem barnið komst út, hafi læsing á hliði ekki virkað sem skyldi.
19.08.2021 - 18:36
Barnaland enn lokað eftir að barn slapp út í júní
Barnaland, barnagæslan í Smáralind, er enn lokað eftir að barn komst fylgdarlaust þaðan út og týndist um miðjan júní. Barnið slapp út á meðan starfsmaður Barnalands var upptekinn við að innrita önnur börn.
16.08.2021 - 14:07
57 fyrstubekkingar í sóttkví
57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví. Börnin höfðu mætt í sumarfrístund í skólanum á mánudag og þar hefur greinst smit, að sögn Þórunnar Jónasdóttur skólastjóra Hörðuvallaskóla. Ekki fást upplýsingar hvort að smit hafi greinst hjá nemanda eða starfsmanni.
Missa af Símamótinu en bera sig vel í sóttkví
Hópur stúlkna í 5. flokki í íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu mun ekki taka þátt í Símamótinu í Kópavogi þessa helgi eftir að smit kom upp hjá einum leikmanni í hópnum. Símamót Breiðabliks er eitt stærsta fótboltamót sumarsins en von er á um þrjú þúsund þátttakendum í 5., 6. og 7. flokki í Smárann um helgina.
08.07.2021 - 16:01
Barnagæsla í Smáralind enn lokuð eftir að barn komst út
Barnaland, barnagæslan í Smáralind, er enn lokað eftir að barn komst út úr gæslunni og týndist í síðasta mánuði. Sena, rekstraraðili og eigandi Barnalands, sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið um að Barnaland yrði ekki opið á meðan unnið væri að endurbótum en þeim er ekki enn lokið.
08.07.2021 - 14:33
Handtekinn eftir að hafa stolið báti í Kópavogshöfn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld mann sem hafði stolið báti í Kópavogshöfn og siglt honum út úr höfninni í átt að Álftanesi. Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn sigldu í átt að bátnum sem þá var kominn út fyrir Álftanes og sérsveitarmenn og fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru svo einnig á bátum til aðstoðar.
Eldur á trésmíðaverkstæði í Kópavogi
Eldur kom upp í trésmíðavél á verkstæði við Dalbrekku í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í dag.
29.05.2021 - 15:26
Nafn mannsins sem lést í árásinni í Kópavogi
Maðurinn sem lést á laugardag af áverkum sem honum voru veittir í líkamsárás utan við heimili sitt í Kópavogi á föstudag hét Daníel Eiríksson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu systur hans. Daníel var þrítugur þegar hann lést, fæddur árið 1990.
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
Vatnsendamáli ekki lokið þrátt fyrir Hæstaréttarúrskurð
Hvergi sér fyrir endann á svokölluðu Vatnsendamáli þrátt fyrir synjun Hæstaréttar nú í vikunni um leyfi til áfrýjunar tveggja mála því tengdu. Málið á sér forsögu sem nær áratugi aftur í tímann.
27.01.2021 - 10:33
Myndskeið
Framkvæmdir í Hamraborg: „Ekki sátt um verkefnið“
Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg. Þeir segja meðal annars að skortur hafi verið á samráði og að það hafi ekki verið góð hugmynd að selja einkaaðilum miðbæinn.
Myndskeið
Umdeildar framkvæmdir í Hamraborg: „Stórslys á ferð“
Kópavogsbær ætlar að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir í Hamraborg þar sem 550 íbúðir eru fyrirhugaðar. Áætlaður kostnaður er um 20 milljarðar og framkvæmdir munu taka nokkur ár. Mjög skiptar skoðanir eru um þessar hugmyndir á meðal íbúa.
11.01.2021 - 19:26
Ekki fyrsta slysið í kastalanum sem tilkynnt er um
Slys sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki fyrsta slysið sem tilkynnt hefur verið um. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum. Þrátt fyrir að tilkynnt væri um atvikið var ekki gripið til aðgerða. Forsvarsmenn Garðabæjar ætla að ráðast í úttekt á þeim leikkastölum sem settir hafa verið upp í bænum.
07.01.2021 - 12:56
Myndskeið
Slasaðist við fall úr leiktæki: „Ég var alveg máttlaus“
Sex ára drengur stórslasaðist þegar hann féll úr þriggja metra hæð úr leikkastala við skóla í Kópavogi í nóvember. Hann gat ekki hreyft fæturna fyrst eftir slysið. Kastalinn uppfyllir erlenda öryggisstaðla en öryggissérfræðingur segir að hann sé stórhættulegur og ætlar að fara fram á að stöðlum verði breytt. Móðir drengsins óttast fleiri slys við sambærilega kastala á öðrum skólalóðum.
05.01.2021 - 19:09
Myndskeið
Vígðu vináttuvagninn til að sporna gegn einelti
Strætisvagn, skreyttur skilaboðum gegn einelti, ekur Kópavogsbúum næstu vikurnar. Grunnskólanemendur sem hönnuðu strætóinn segja nauðsynlegt að láta vita að það er í lagi að vera öðruvísi.
Brot á sóttvarnareglum, eignaspjöll og líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg, vegna brota á sóttvarnareglum. Einnig var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Austurborginni og húsbrot og eignarspjöll í Reykjavík og Kópavogi..
„Við höfum öll verið Jaja dingdong-gæinn“
Hjarta Katrínar Júlíusdóttur, sem var að gefa út sína fyrstu bók, er í laginu eins og Kópavogur. Hún segir marga haldna fordómum gagnvart bænum og geri grín en hún, sem er jafnan kölluð Kata úr Kópavogi, er stolt af honum. Henni þykir líka afar vænt um Húsavík þar sem hún dvaldi mikið sem barn og tengdi hún mikið við Eurovision-mynd Wills Ferrels og Húsvíkingana sem þar birtust.
26.10.2020 - 15:02
Leifar af sýkla- og geðlyfjum fundust í Tjörninni
Nokkrar tegundir lyfjaleifa fundust í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík við sýnatöku Umhverfisstofnunar. Þar á meðal eru blóðþrýstings- og sýklalyf. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir líklegt að þetta komi úr gömlum, lekum holræsalögnum.
08.10.2020 - 12:47
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á árshlutauppgjöri fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Í þeim búa um 60% landsmanna, nærri 220 þúsund manns.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Segir geitungafjöldan svipaðan og í fyrra
Staðan á geitungastofninum er svipuð í ár og í fyrra að mati Steinars Smára Guðbergssonar meindýraeyðis. Hann segir geitungana þó hafa verið seinni af stað á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið en oft áður. 
14.08.2020 - 13:37