Færslur: Kópavogur

Leifar af sýkla- og geðlyfjum fundust í Tjörninni
Nokkrar tegundir lyfjaleifa fundust í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík við sýnatöku Umhverfisstofnunar. Þar á meðal eru blóðþrýstings- og sýklalyf. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir líklegt að þetta komi úr gömlum, lekum holræsalögnum.
08.10.2020 - 12:47
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á árshlutauppgjöri fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Í þeim búa um 60% landsmanna, nærri 220 þúsund manns.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Segir geitungafjöldan svipaðan og í fyrra
Staðan á geitungastofninum er svipuð í ár og í fyrra að mati Steinars Smára Guðbergssonar meindýraeyðis. Hann segir geitungana þó hafa verið seinni af stað á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið en oft áður. 
14.08.2020 - 13:37
Myndskeið
Nýr Kársnesskóli fyrsta Svansvottaða skólabyggingin
Stefnt er að því að nýr Kársnesskóli, sem reistur verður á lóð eldra húss sem rifið var vegna raka og myglu, verði fyrsta skólabygging landsins sem fær Svansvottun. Framkvæmdum á að ljúka eftir tæp þrjú ár.
13.07.2020 - 09:41
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Baðlónið á Kársnesi mun kosta 4 milljarða
Nýtt baðlón á Kársensi mun bera heitið Sky Lagoon og opna vorið 2021. Framkvæmdir eru á áætlun og munu kosta 4 milljarða.
Samningur við Eflingu kann að hafa áhrif á fleiri hópa
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir sveitarfélagið sátt við samninginn sem náðist við Eflingu seint í gærkvöld. Samningurinn snúi sérstaklega að þeim lægst launuðu. Skoðað verði sérstaklega hvort samningurinn hafi áhrif á fleiri störf hjá bænum. 
11.05.2020 - 10:09
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Enginn fundur boðaður og engin vinna hjá sveitarfélögum
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Eflingar við Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Engin vinna er í gangi hjá samninganefnd sveitarfélaganna og þar á bæ er aðeins beðið eftir því að nýr fundur verði boðaður. Framkvæmdastjóri Eflingar gagnrýnir að ekki sé vilji til samtals.
18.03.2020 - 16:02
Bæjarstjóri skoðar mál Guðmundar Geirdal
Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar að skoða mál bæjarfulltrúa og samflokksmanns síns sem var nýverið dæmdur til að greiða 50 milljónir í sekt. Hann vill þangað til ekki tjá sig um hæfi bæjarfulltrúans til að gegna trúnaðarstörfum fyrir bæinn.
Keypti bátinn aftur eftir uppboð
Bátur sem var í eigu útgerðarfyrirtækis Guðmundar Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem dæmdur var til að greiða þrotabúi útgerðarinnar 50 milljónir króna vegna gjafagjörnings, er nú skráður á son hans.
Enginn slasaðist er eldur kom upp í Kópavogi
Engan sakaði þegar mikill eldur kom upp á svölum fjölbýlishúss í Hvarfahverfi í Kópavogi á sjöunda tímanum. Eldri hjónum tókst að komast út úr íbúðinni áður en hún fylltist af reyk. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út.
Viðtal
„Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“
Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk NPA. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur. Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, uppalandi en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum.
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: Í garðinum hjá M og P
Fjölskylda á Kjalarnesi gekk með hugmyndina í maganum í nokkur ár, ákvað svo, eftir að byggingareglugerðin var rýmkuð, að láta slag standa og reisti 35 fermetra hús í garðinum. Í haust flutti elsti sonurinn, 19 ára, inn. Í Reykjavík er þetta sjaldnast möguleiki, það er of lítið pláss á lóðunum. Borgin horfir til annarra leiða til að fjölga íbúðum í grónum hverfum og nýtt hverfisskipulag í Árbæ gerir ráð fyrir að fólk geti breytt bílskúrum í leiguíbúðir. 
Myndband
Leggja ríginn til hliðar og halda þorrablót
Íþróttafélögin Breiðablik, HK og Gerpla í Kópavogi halda í fyrsta sinn saman þorrablót í kvöld og er von á 1.200 gestum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir lítið mál að leggja ríginn á milli félaganna til hliðar eina kvöldstund. Fólk eigi börn sem æfi með fleiri en einu félagi og auk þess sé ýmis konar samstarf í gangi á milli félaganna.
25.01.2019 - 20:04
Bæjarráð vill svör frá ráðherra um Boðaþing
Bæjarráð Kópavogs vill fá upplýsingar frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna fyrirhuguð uppbygging hjúkrunarrýma við Boðaþing er ekki nefnd í upptalningu í svari hennar við fyrirspurn frá Ingu Snæland, formanni Flokks fólksins, á Alþingi.
13.12.2018 - 21:56
Myndskeið
Byggja brýr með tómstundaiðkun
Alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að brúa bil milli barna af ólíkum uppruna með tómstundum hefur verið innleitt á nokkrum stöðum hér á landi. Markmiðið með því er að öll börn upplifi sig sem hluta af hópnum.
20.11.2018 - 22:46
Eldur í bíl við Smiðjuveg
Eldur kom upp í bíl við verkstæði á Smiðjuvegi í Kópavogi um klukkan 21 í kvöld. Bíllinn stóð við verkstæðið og var eldurinn lítillega farinn að teygja sig í húsið, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Köttur fastur uppi í tré í rúma 2 sólarhringa
Lítill svartur köttur hefur verið fastur hátt uppi í tré í Birkigrund í Kópavogi í að minnsta kosti frá því á sunnudag. „Hann var þarna ennþá þarna rétt áðan,“ segir Ketill Sigurjónsson, sem býr í næsta húsi, en hann birti meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni. Hann segir að slökkviliðið hafi komið til að ná kettinum niður en stiginn hafi reynst vera of stuttur.
17.07.2018 - 17:19
Strætó aðhefst ekki vegna sofandi bílstjóra
Bílstjórar hjá Strætó meta sjálfir hvort þeir eru nógu vel hvíldir, samkvæmt vinnureglum. Ef bílstjóra finnst að hann sé ekki nægilega vel hvíldur, tekur hann ekki vaktina. Bílstjóri á leið 28 sem sofnaði undir stýri í Kópavogi um klukkan 18 í gær hóf vakt klukkan 16:30.
Fögnuðu afmæli krónprins á kosninganótt
Ungir karlmenn í Kópavogi héldu partý í nótt af þríþættu tilefni; sveitarstjórnarkosningum, fimmtugs afmæli Friðriks krónsprins í Danmörku og úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í meistaradeild Evrópu.
27.05.2018 - 09:02
Vilja leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Velferðarráð Kópavogs samþykki samhljóða í gær tillögu um að leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnæði á vegum bæjarfélagsins. Samkvæmt tillögunni verður íbúum leyft að hafa dýr á heimili sínu ef sérinngangur er á íbúð. Ef inngangurinn eða stigagangur er sameiginlegur þarf samþykkti tveggja þriðju hluta íbúanna.
15.05.2018 - 16:48
Árekstur skólarútu og vörubíls í Kópavogi
Skólarúta og vörubíll lentu í árekstri við íþróttahúsið Kórinn í Kópavogi klukkan rúmlega 14:00 í dag. Sagt er frá því á mbl.is að tvö börn hafi hlotið smávægileg meiðsli. Á þriðja tug barna var í skólarútunni.
16.04.2018 - 15:08
Nýtt framboð í Kópavogi
Nýtt framboð sem nefnist Fyrir Kópavog ætlar að bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ómar Stefánsson leiðir listann. Hann er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi. Hann lét af því embætti eftir kosningar árið 2014 og sagði sig úr flokknum.