Færslur: Kópavogur

Meirihlutasamstarf kynnt í Kópavogi í dag
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi verður kynntur síðdegis í dag, en oddvitarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson sendu út tilkynningu þess efnis í gærkvöld.
Morgunútvarpið
Gera tilkall til bæjarstjórastóls í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir að fyrsta skref eftir kosningarnar sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn geri tilkall til bæjarstjórastólsins.
Helga Jónsdóttir leiðir framboðslista í Kópavogi
Helga Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eftirlitsstofnunar EFTA, sækist eftir bæjarstjóra sætinu í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosingum. Helga hefur komið víða við á starfsferli sínum og var meðal annars var hún bæjarstjóri í Fjarðarbyggð frá árinu 2006 til 2010.
Sigurbjörg leiðir lista Pírata í Kópavogi
Oddviti lista Pírata í Kópavogi er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, sem setið hefur í bæjarstjórn fyrir Pírata undanfarin fjögur ár. Annað sæti listans skipar Indriði Ingi Stefánsson, sem starfað hefur í nefndum bæjarins á liðnu tímabili og er varaþingmaður fyrir suðvesturkjördæmi.
09.04.2022 - 16:50
Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er í öðru sæti og Erlendur Geirdal, Rafmagnstæknifræðingur, í því þriðja.
Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið á í Kórahverfi og Hvörfum í Kópavogi en bilun í háspennukerfi olli því að rafmagn fór þar af á öðrum tímanum í nótt.
Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.
15.03.2022 - 01:55
Myndband
Húsið sem brann var ekki samþykkt sem íbúðarhús
Húsið sem brann í Auðbrekku í Kópavogi í nótt er ekki samþykkt sem íbúðarhús, heldur sem iðnaðarhúsnæði. Fjórtán manns voru inni í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang, en engan sakaði. Íbúar hússins eru af erlendum uppruna. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins, grunaður um íkveikju.
Ekki ljóst hvort íbúðir í húsinu voru samþykktar
Einn hefur verið handtekinn, grunaður um íkveikju, eftir að eldur kviknaði í tveggja hæða húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Eldurinn var allmikill og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir. Í húsinu voru áður skrifstofur en nú eru þar leiguíbúðir. Ekki hefur fengist staðfest hvort íbúðirnar séu samþykktar.
Eldur í íbúðarhúsi í Kópavogi
Engan sakaði þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsnæði í Auðbrekku í Kópavogi um þrjúleytið í nótt. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á staðinn og lagði mikinn reyk frá húsinu þegar slökkvilið kom að. Þegar búið var að meta umfang eldsins og ganga úr skugga um að allir væru komnir heilu og höldnu út úr brennandi húsinu var hluti liðsins sendur aftur heim á stöð, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningum í vor. Bergljót hlaut flest atkvæði í flokksvali sem lauk í dag.
Enginn sektaður á Bókasafni Kópavogs í vikunni
Sektarlaus vika hófst á Bókasafni Kópavogs í gær og býðst fólki nú að koma með bækur í vanskilum en sleppa við sekt. Aðalmálið er, að sögn deildarstjóra þjónustu, að fá bækurnar heim svo hægt sé að lána þær út áfram.
08.02.2022 - 18:17
Ásdís vill oddvitasæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Prófkjör flokksins verður haldið tólfta mars.
Heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins
Heitavatnslaust er á hluta höfuðborgarsvæðins og verður líklega til um klukkan sex í kvöld, vegna bilunar í Nesjavallavirkjun, þegar sprenging varð í tengivirki Landsnets. Höfuðborgarbúar eru beðnir að fara sparlega með heitt vatn á meðan viðgerðirnar standa yfir.
28.01.2022 - 14:55
Vill undirbúa deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð strax
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi leggur til að undirbúningur deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð verði hafinn þegar í stað, meðal annars til að mæta skorti á húsnæðismarkaði.
28.01.2022 - 07:09
19 smit á Sunnuhlíð í Kópavogi
Búið er að loka einni deild á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að 19 smit greindust hjá heimilismönnum.
25.01.2022 - 08:38
Maður handtekinn vegna skotárása í Kópavogi
Skotið hefur verið úr loftbyssu á tvö fjölbýlishús í Kórahverfi í Kópavogi sjö sinnum síðan í byrjun desember. Önnur skotárás með loftbyssu varð í Hafnarfirði, sem er talin tengjast málinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú handtekið mann vegna rannsóknarinnar.
Skora á Kópavogsbæ að fella niður skólahald á mánudag
Trúnaðarmenn kennara í átta grunnskólum í Kópavogi skora á bæjarstjórn Kópavogs að fella niður kennslu mánudaginn 20.desember. Er það gert í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en þau börn sem útsett verða fyrir covid-smiti á mánudag verða að dvelja í sóttkví eða smitgát yfir jólin.
17.12.2021 - 15:23
Tíu í fangageymslu eftir nóttina
Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 117 mál voru skráð í bækur lögreglufrá klukkan 17 í gær til fimm í morgun, mörg þeirra vegna hávaða í heimahúsum, drykkjuláta, ofurölvunar og slagsmála.
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Pistill
Illa lyktandi sjálfsmynd Kópavogs
Magnús Thorlacius eyddi sumrinu í að rannsaka Kópavog. Í þeim rannsóknum fann hann ýmsar óvæntar hliðar bæjarfélagsins og sínum fyrsta pistli um efnið í Lestinni á Rás 1 veltir hann fyrir sér hvað Kópavogslækur, eða skítalækurinn eins og hann er kallaður, geti sagt okkur um sjálfsmynd bæjarins.
25.09.2021 - 12:43
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Einn á slysadeild vegna elds í Kópavogi
Kallað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan fimm í morgun vegna manns sem var að berja á glugga á húsi í Kópavogi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar lögregla kom á staðinn reyndist eldur vera í herbergi á jarðhæð hússins. Slökkvilið var kallað út og voru dælubílar frá tveimur stöðvum sendir á vettvang.
Barnagæslan enn lokuð á meðan unnið er að endurbótum
Þriggja ára barn komst fylgdarlaust út úr Barnalandi, barnagæslunni í Smáralind, um miðjan júní. Barnaland lokaði þá í kjölfarið og er enn lokað á meðan unnið er að endurbótum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að opna barnagæsluna á ný í september. Í tilkynningu frá Senu kom fram að daginn sem barnið komst út, hafi læsing á hliði ekki virkað sem skyldi.
19.08.2021 - 18:36