Færslur: Kópavogsbær

Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Bæjaryfirvöld Kópavogsbæjar fjarlægja framboðsborða
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa fjarlægt auglýsingaskilti og kosningaborða á vegum stjórnmálaflokka síðustu daga. 
Fjölgar um tæplega 6.000 íbúðir í Kópavogi til 2040
Kópavogsbær áætlar að um 5.600 íbúðir geti risið á næstu tveimur áratugum í þeim sex hverfum í borginni þar sem fjölgun verður mest. 
24.03.2022 - 14:21
Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.
15.03.2022 - 01:55
Ásdís verður oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór í dag. Hún hlaut 1.881 akvæði í efsta sæti en 2.521 tók þátt í kjörinu.
Prófkjör hjá Pírötum hefst í dag
Prófkjör Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor hófst klukkan 15 í dag. Kosning stendur fram á næsta laugardag, 26. febrúar.
Hjólastólaróla meðal samþykktra verkefna í Kópavogi
Þrektæki fyrir eldri borgara, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól og ýmis konar leiktæki voru meðal þeirra verkefna sem hlutu kjör í íbúakosningu í Kópavogi. Rafrænar kosningar hófust 26. janúar og stóðu til hádegis í gær, 9. febrúar. 14,6 prósent íbúa á kjörskrá tóku þátt í kosningunni.
10.02.2022 - 12:11
Ruddust inn og réðust á húsráðanda
Menn ruddust inn í íbúð í Kópavogi um hádegsibil í dag, réðust á húsráðanda og rændu verðmætum af heimili hans, til að mynda greiðslukorti og lyfjum. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið bundinn, en hann hafi náð að losa sig og hafa samband við lögreglu. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn var með einhverja áverka á höfði, en enga stórvægilega, að sögn lögreglu.
Efla öryggisgæslu við Kópavogshöfn
Nýjar og öflugar myndavélar verða settar upp við höfnina í Kópavogi eftir að bátur var leystur frá bryggju aðfaranótt föstudags. Atli Hermannsson, hafnarvörður, segir ungmenni eiga það til að fara um borð í skip og báta við bryggjuna.
01.11.2021 - 11:58
Börn létu vita um 17 alvarleg mál með tilkynningahnappi
Sautján mjög alvarleg mál hafa borist Barnavernd Kópavogs eftir að sérstakur tilkynningahnappur var settur í spjaldtölvur grunnskólanemenda í bænum. 
06.06.2021 - 19:23
Deildum í leikskólanum Austurkór lokað vegna myglu
Tveimur deildum í leikskólanum Austurkór í Kópavogi hefur verið lokað í varúðarskyni vegna myglu sem greindist í klæðningu á útvegg.
23.03.2021 - 19:33
Mygla fannst í Álfhólsskóla
Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi var í dag lokað vegna myglu sem greindist í þaki byggingarinnar, sem hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa.
04.03.2021 - 14:58
Myndskeið
Framkvæmdir í Hamraborg: „Ekki sátt um verkefnið“
Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg. Þeir segja meðal annars að skortur hafi verið á samráði og að það hafi ekki verið góð hugmynd að selja einkaaðilum miðbæinn.
Ekki fyrsta slysið í kastalanum sem tilkynnt er um
Slys sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki fyrsta slysið sem tilkynnt hefur verið um. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum. Þrátt fyrir að tilkynnt væri um atvikið var ekki gripið til aðgerða. Forsvarsmenn Garðabæjar ætla að ráðast í úttekt á þeim leikkastölum sem settir hafa verið upp í bænum.
07.01.2021 - 12:56
Bærinn dæmdur til að greiða milljarð í Vatnsendadeilu
Kópavogsbær hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltesteds tæpan milljarð króna, 968 milljónir, vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi á Vatnsenda árið 2007. Fjárhæðin ber vexti frá apríl 2010. Bærinn var sýknaður af kröfum erfingja Sigurðar vegna eignarnáms á landi við Vatnsenda árin 1992, 1998 og 2000.