Færslur: Kópasker

Viðtal
„Kominn tími á að það komi eitthvað öðruvísi og nýtt“ 
Fiskeldi Austfjarða vinnur nú að því að setja upp seiðaeldisstöð á Röndinni við Kópasker. Heitum sjó verður dælt úr borholum og inn í átta yfirbyggð ker þar sem alin verða laxaseiði. Bjartsýni gætir meðal íbúa enda á stöðin að skapa allt að fimmtán störf.
13.11.2020 - 11:09
Endurbæta Skjálftasetrið á Kópaskeri
Miklar endurbætur eru fyrirhugaðar á Skjálftasetrinu á Kópaskeri þar sem minnst er Kópaskersskjálftans mikla árið 1976. Með margmiðlun og gagnvirkum lausnum á að miðla fróðleik um skjálftann og afleiðingar hans.
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Viðtal
„Vonuðum að hann væri frekar dauður en særður“
Fjárhundurinn Tímon fannst um helgina í gjótu á Melrakkasléttu. Það þykir kraftaverki líkast að hvutti hafi fundist heill á húfi en hann sat fastur í gjótunni í tíu daga. Eigandi Tímons segir erfitt að lýsa augnablikinu þegar hann fannst.
29.09.2020 - 12:52
„Hálfsúrrealískt að ætla að hunsa þetta“
Leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur bárust grófar lífláts- og nauðgunarhótanir eftir að skjáskot af ummælum sem hún lét falla um Raufarhöfn og Kópasker fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þórdís hefur ákveðið að kæra þá sem stóðu að baki grófustu hótununum til lögreglu. Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu síðdegis frá sér yfirlýsingu um málið til að reyna að lægja öldurnar.
22.07.2020 - 16:43
Rannsaka andlát manns sem var rænulítill í fangaklefa
Héraðssaksóknari rannsakar andlát manns sem fannst rænulítill í fangaklefa á Akureyri í mars. Maðurinn var handtekinn, grunaður um að hafa stungið mann á Kópaskeri, en um tíma lágu bæði meintur árásarmaður og þolandi hans á gjörgæslu þar sem staðin var lögregluvakt.
09.06.2020 - 12:20
Þolandi árásarinnar útskrifaður af gjörgæslu
Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur verið útskrifaður af gjörgæslu sjúkrahússins á Akureyri. Lögreglan hefur enn ekki rætt við manninn en vonir standa til þess að hægt verði að taka af honum skýrslu seinna í dag. Grunaður árásarmaður liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu.
04.03.2020 - 14:33
Fórnarlamb hnífsárásar á Kópaskeri sjálft hlotið dóm
Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur tvisvar hlotið dóm fyrir hnífstungur. Hann liggur nú á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri ásamt meintum árásarmanni. Sá fannst rænulítill í fangaklefa sínum um helgina.
02.03.2020 - 11:56
Ófært fyrir lögreglu og sérsveit kölluð norður á þyrlu
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu vegna atburða sem áttu sér stað á Kópaskeri í gærkvöldi og nótt, en eins og fréttastofa greindri frá voru þrjú handtekin í þorpinu eftir líkamsárás. Fórnarlambið liggur nú á gjörgæslu á Akureyri.
29.02.2020 - 08:03
Þrjú handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri
Þrjú voru handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri í gærkvöld. Vísir greindi frá því í nótt að Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi borist tilkynning um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum í gærkvöld.
29.02.2020 - 03:57