Færslur: Konur

Segja öryggissveitir vísvitandi drepa mótmælendur
Íranskar öryggissveitir hafa beitt mótmælendur mikilli hörku í mótmælum undanfarinna vikna og mannréttindasamtök segja sveitirnar vísvitandi skjóta fólk til bana.
Úkraínsk börn talin flutt nauðug til Rússlands
Sameinuðu þjóðirnar telja trúverðugt að Rússar hafi flutt úkraínsk börn nauðug til ættleiðingar í Rússlandi. Rússar eru sakaðir um margvísleg mannréttindabrot önnur. Þetta kom fram á fundi öryggisráðsins í dag.
Afganistan ári eftir valdatöku Talibana
Ár er liðið frá því uppreisnarmenn Talibana umkringdu Kabúl höfuðborg Afganistan eftir að hafa náð hverri héraðshöfuðborginni á fætur annarri á sitt vald. Þann 15 ágúst 2021 flúði forsetinn Ashraf Ghani land og Talibanar náðu völdum að nýju eftir 20 ára hlé.
Talibanar handtóku blaðamenn
Öryggissveitir Talibana í afgönsku höfuðborginni Kabúl handtóku í dag nokkrun hóp afganskra og alþjóðlegra blaðamamanna. Blaðamennirnir voru að fylgjast með og skrifa um baráttufund þarlendra kvenna fyrir auknum réttindum.
13.08.2022 - 22:30
Ísland efst á lista um jöfnuð kynjanna 13. árið í röð
Ójöfnuður kynjanna er minnstur á Íslandi, er fram kemur í nýútgefinni árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, eða World Economic Forum. Það er þrettánda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans.
Þúsundir ræddu framtíð Afganistan án niðurstöðu
Þúsundir karlmanna sóru tryggð við Talibanastjórnina í Afganistan á þriggja daga fundi þeirra með ættflokkahöfðingjum, trúarleiðtogum og öðrum háttsettum mönnum. Ekki var þó tekin endanleg ákvörðun um hvernig stýra skuli landinu sem glímir við alvarlegan efnahagsvanda.
Konur flykkjast enn í húsmæðraorlof
Konum landsins gefst reglulega kostur á að fara í svokallað húsmæðraorlof sem sveitarfélögin niðurgreiða. Þau hafa lögbundna skyldu til að greiða í Orlofssjóð húsmæðra.
27.06.2022 - 10:33
Á fimmta hundrað Færeyingar styrktir af Rauða krossinum
Yfir helmingur þeirra sem þáðu aðstoð Rauða krossins í Færeyjum á síðasta ári voru börn. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2021. Sífellt fleiri færast nær fátækramörkum.
„Við hækkum bara róminn og berjumst áfram“
Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum. Talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu. Karlmenn sem starfa við afganskar sjónvarpsstöðvar sýndu konunum stuðning í verki.
23.05.2022 - 01:20
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Öryggisráðið fjallar um búrkuskyldu í Afganistan
Nýinnleidd krafa talibanastjórnarinnar í Afganistan um að konur skuli klæðast búrku á almannafæri verður tekin til umfjöllunar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Deborah Lyons, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, mun upplýsa ráðið um stöðu mála í landinu, og sérstaklega um öfugþróun síðustu vikna og mánaða í kvenréttindamálum.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn konum og börnum
Háttsettir embættismenn innan Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ofbeldi rússneska innrásarliðsins gegn konum og börnum í Úkraínu verði rannsakað ofan í kjölinn. Eins segja þeir brýnt að tryggja öryggi barna að öllu leyti.
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Krefjast sakaruppgjafar til handa skoskum nornum
Tvær konur berjast nú fyrir því að allir sem dæmdir voru til dauða fyrir fjölkynngi í Skotlandi hljóti sakaruppgjöf. Eins vilja þær að reistur verði minnisvarði um fólkið.
Akademískur framgangur kvenna hægari en karla
Almennt virðast litlar breytingar hafa orðið undanfarin fimm ár á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að framgangi akademískra starfsmanna háskóla. Hlutur kvenna hefur þó aukist innan einkarekinna háskóla.
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Kynjaskiptir háskólar og konur þurfa að hylja sig
Ríkisstjórn Talibana tilkynnti í dag að nemendum yrði skipt eftir kynjum í háskólum í Afganistan og að kvennemendur þyrftu að hylja líkama sinn og andlit. Almenningur óttast að breytingarnar komi alfarið í veg fyrir að konur geti stundað nám, þar sem fæstir skólar séu í stakk búnir til þess að skipta nemendahópum eftir kynjum.
12.09.2021 - 17:18
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Ólíklegt að konur verði ráðherrar í Afganistan
Háttsettur embættismaður Talibana segir ólíklegt að konur verði meðal æðstu ráðamanna í nýrri ríkisstjórn þeirra í Afganistan. Það segir fréttaskýrandi BBC að sé í mótsögn við orð Talibana fyrir örfáum árum.
Hugrekki þarf til að yfirgefa fólkið sitt og heimaland
Varadeildarforseti við alþjóða háskólann í Kabúl aðstoðar nú nemendur og starfsfólk skólans við að komast frá Afganistan. Hann segir ekkert að marka loforð Talibana um réttindi kvenna og sakaruppgjöf og grið fyrir þau sem hafa unnið fyrir vestræn ríki.
19.08.2021 - 17:39
Ójöfnuður meðal íslenskra kvenna
Konur á Íslandi búa við meiri ójöfnuð sín á milli en konur á hinum Norðurlöndunum. Þetta segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
07.07.2021 - 15:30