Færslur: koltvísýringur

Webb fann koltvísýring á fjarlægri reikistjörnu
Stjarnvísindamenn hafa með fulltingi James Webb-geimsjónaukans komist á snoðir um greinileg ummerki koltvísýrings í lofthjúpi fjarlægrar reikistjörnu. Það eykur bjartsýni um að finna efnið á lífvænlegri reikistjörnu.
Gjöld taki ekki nægilegt mið af umfangi einkaþota
Gríðarleg aukning hefur orðið á komu einkaflugvéla hingað til lands, segir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Núverandi gjaldskrá fyrir stæðisgjöld þeirra taki ekki mið af þessari þróun. Ferðamáti þeirra sem fljúga með einkavélum mengar margfalt á við þá sem nota áætlunarflug.
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Losun CO2 orðin svipuð og var fyrir faraldurinn
Losun koltvísýrings í heiminum nálgast nú mjög að vera hin sama og var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Hluti Kína nálgast að vera þriðjungur.
Myndskeið
Mikil hætta í lægðum á gosstöðvunum
Ekki er víst að fólk sem hættir sér í lægðir við gosstöðvarnar komist hreinlega upp úr þeim svo mikil hætta er á gasmengun, segir prófessor í eldfjallafræði. Ætla má að það taka nokkrar vikur þar til hraun fer að flæða út úr Geldingadölum. 
Myndskeið
Krefjandi að flytja bóluefni í 80 stiga frosti
Krefjandi verður að flytja kórónuveirubóluefni sem þarf að vera í áttatíu gráðu frosti á heilsugæslustöðvar um land allt. Þetta segir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu á lyfjum frá Pfizer. Bóluefnið yrði þá flutt í þurrís líkt og gert er við sum lyf, fisk og sæði. 
11.11.2020 - 22:48