Færslur: Kol

Pólverjar reisa sitt fyrsta kjarnorkuver
Pólsk stjórnvöld hafa samið við bandaríska fyrirtækið Westinghouse um byggingu fyrsta kjarnorkuvers landsins. Pólverjar hafa lengi haft uppi áform um að reisa kjarnorkuver og innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið þeim hvatning til að flýta þeim áformum. Innrásin hefur aukið mjög umræður og áhyggjur af orkuöryggi í Evrópu og þar er Pólland ekki undanskilið.
Pólverjar hyggjast auka orkukaup af Úkraínumönnum
Pólverjar ætla að auka umtalsvert orkukaup af úkraínskum kjarnorkuverum. Þetta sagði forsætisráðherra Póllands meðan á heimsókn hans til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, stóð.
Hitabylgja og rafmagnsleysi hrella Indverja
Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða í landinu dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Nýliðinn marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýlliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur í veðurmælingasögunni.
01.05.2022 - 08:21
Þrátt fyrir refsiaðgerðir:
Rússar nær tvöfalda tekjurnar af eldsneytisútflutningi
Tekjur Rússa af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja hafa nær tvöfaldast á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að þeir réðust inn í Úkraínu. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Meginástæða þessa er feiknarleg hækkun á eldsneytisverði, sem er bein afleiðing stríðsins. Sú verðhækkun gerir meira en að vega upp á móti minnkandi útflutningi.
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Sakar Þjóðverja og Frakka um of náin tengsl við Rússa
Jaroslaw Kaczynski, varaforsætisráðherra Póllands sakar Þjóðverja og Frakka um að vera of halla undir málstað Rússa. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann sem fordæmir framferði þýskra stjórnvalda í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.
03.04.2022 - 03:00
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.
17.02.2022 - 03:40
Olíu- og kolaframleiðendur óhræddir eftir COP26
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow um helgina virðist hafa lítil áhrif á orkugeirann og stórfyrirtæki í orkugeiranum virðast óhrædd við niðurstöðuna. Virði hlutabréfa í kínverskum kolafyrirtækjum hefur afar lítið lækkað og ríkisolíufélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerir ráð fyrir 600 milljarða dala fjárfestingum í olíugeiranum næsta áratuginn.
15.11.2021 - 14:27
Erlent · Asía · Stjórnmál · Umhverfismál · COP26 · Kol · Olía · jarðgas · Loftslagsmál

Mest lesið