Færslur: Kókaín

Rúmlega tveggja ára fangelsisdómur fyrir fíkniefnabrot
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem er mexíkóskur ríkisborgari, stóð að innflutningi á tæpum tveimur kílóum kókaíns auk 4,4 gramma af metamfetamíni hingað til lands.
23.06.2020 - 19:32
Stóra kókaínmálið
Vilja að tekið verði tillit til ungs aldurs sakborninga
Verjendur þremenninganna sem ákærðir eru fyrir smygl á 16,2 kílóum af kókaíni til landsins í maí, krefjast allir sýknu, en vægustu refsingar til vara. Mennirnir eru 21 til 23 ára og vilja verjendur þeirra að tekið verði tillit til þess við ákvörðun refsingar. Saksóknari telur átta ár hæfilegan dóm fyrir smyglið, en að sá sem ákærður er fyrir skipulagningu þess, og hefur neitað sök, eigi að fá þyngri dóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
27.01.2020 - 21:02
Krefst átta ára fangelsis fyrir stærsta kókaínsmyglið
Saksóknari fer fram á að lágmarki átta ára fangelsisdóms yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir í maí fyrir að hafa ætlað að flytja sextán kíló af kókaíni til landsins. Maðurinn, sem þeir segja að hafi verið tengiliður við höfuðpaur smyglsins, hefur neitað að hafa skipulagt ferðina en krafist er þyngri refsingar yfir honum. Þetta er langstærsta kókaínsmygl sem komist hefur upp hér á landi. 
Lögðu hald á tonn af kókaíni
Lögreglan í Grikklandi lagði í gær hald á rúmlega tonn af kókaíni og nokkuð af vopnum eftir umfangsmiklar aðgerðir, annars vegar í höfuðborginni Aþenu og hins vegar í bænum Astakos. Átta voru handteknir, grunaðir um umfangsmikla glæpastarfsemi.
25.01.2020 - 20:09
Myndskeið
Hafa haldlagt fjórfalt meira af hörðum efnum en í fyrra
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á um sextíu kíló af hörðum fíkniefnum í ár sem er fjórfalt meira en í fyrra. Bregðast þarf við með aukinni toll- og löggæslu að mati lögreglufulltrúa.
30.11.2019 - 19:15
Íslendingar fá kókaínið beint frá framleiðanda
Mikill styrkur kókaíns sem kemur til Íslands bendir til tengsla íslenskra glæpahópa í Suður-Ameríku beint við framleiðendurna. Kókaín sem lagt hefur verið hald á í ár gæti selst á upp undir tvo milljarða.
14.10.2019 - 21:51
Íslendingur gripinn með kókaín í ferðatösku
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur setið í einangrun í viku fyrir smygl á rúmu kílói af kókaíni til landsins frá Barselóna á Spáni. Tollverðir í Leifsstöð stöðvuðu manninn að kvöldi fimmtudagsins 5. september. Kókaínið fannst svo í ferðatösku hans, auk þess sem hann var líka með fíkniefni í smelluláspoka í buxnavasa ofan í töskunni.
13.09.2019 - 10:59
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19