Færslur: Kókaín

Fann kókaín í skjaldbökuhreiðri
Rúmlega tuttugu torkennilega pakka rak á land á Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum nýverið, skammt frá skotpallinum þar sem geimflaugum er skotið á loft. Núna hafa pakkarnir verið rannsakaðir og í ljós kom að í þeim er kókaín. Talið er að fíkniefnasmyglarar hafi misst það úr báti og í sjóinn. Landvörður sem var að skoða skjaldbökuhreiður tók eftir pökkunum.
14.06.2021 - 15:39
Viðtal
Kókaínneysla fylgir stöðu heimsfaraldurs
Neysla kókaíns jókst á höfuðborgarsvæðinu frá 2017-2019 og sömu sögu má segja um neyslu amfetamíns og metamfetamíns. Kókaínneyslan dróst þó saman í júní í fyrra sem má rekja til stöðu heimsfaraldursins á þeim tíma. Þetta sýna niðurstöður doktorsritgerðarinnar Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sem Arndís Sue Ching Löve varði fyrir helgi við læknadeild Háskóla Íslands. Arndís sagði frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
07.06.2021 - 21:59
Rannsókn á skolpi sýnir fram á aukna eiturlyfjaneyslu
Neysla kókaíns jókst á Höfuðborgarsvæðinu á árunum 2017 til 2019 og sömu sögu má segja um neyslu amfetamíns og metamfetamíns. Þá er neysla efnisins sambærileg og í öðrum norrænum höfuðborgum. Þetta sýna niðurstöður doktorsritgerðarinnar Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sem Arndís Sue Ching Löve varði síðasta föstudag.
07.06.2021 - 10:41
Tollverðir fundu 16 tonn af kókaíni
Þýskir tollverðir fundu nýlega yfir sextán tonn af kókaíni í vörugámum sem komu frá Paragvæ og hafði verið landað í Hamborg. Í yfirlýsingu frá þýsku tollgæslunni segir að þetta sé stærsta kókaínsending sem hald hafi verið lagt á í Evrópu. Áætlað er að götuvirði efnanna nemi nokkrum milljörðum evra. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Hollandi í gær í tengslum við rannsókn málsins.
24.02.2021 - 13:01
Fundu 1,3 tonn af kókaíni
Ítalska lögreglan lagði í síðustu viku hald á eitt komma þrjú tonn af hreinu kókaíni í bænum Gioia Tauro í Kalabríuhéraði. 'Ndrangheta mafían notar höfn bæjarins iðulega til að smygla fíkniefnum til landsins.
10.02.2021 - 13:39
Fann 400 grömm af kókaíni í Heiðmörk
Útivistarmaður, sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn í Heiðmörk í gær gekk þar fram á sérkennilegan hlut sem við nánari athugun reyndist innihalda 400 grömm af kókaíni.
Rúmlega tveggja ára fangelsisdómur fyrir fíkniefnabrot
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem er mexíkóskur ríkisborgari, stóð að innflutningi á tæpum tveimur kílóum kókaíns auk 4,4 gramma af metamfetamíni hingað til lands.
23.06.2020 - 19:32
Stóra kókaínmálið
Vilja að tekið verði tillit til ungs aldurs sakborninga
Verjendur þremenninganna sem ákærðir eru fyrir smygl á 16,2 kílóum af kókaíni til landsins í maí, krefjast allir sýknu, en vægustu refsingar til vara. Mennirnir eru 21 til 23 ára og vilja verjendur þeirra að tekið verði tillit til þess við ákvörðun refsingar. Saksóknari telur átta ár hæfilegan dóm fyrir smyglið, en að sá sem ákærður er fyrir skipulagningu þess, og hefur neitað sök, eigi að fá þyngri dóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
27.01.2020 - 21:02
Krefst átta ára fangelsis fyrir stærsta kókaínsmyglið
Saksóknari fer fram á að lágmarki átta ára fangelsisdóms yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir í maí fyrir að hafa ætlað að flytja sextán kíló af kókaíni til landsins. Maðurinn, sem þeir segja að hafi verið tengiliður við höfuðpaur smyglsins, hefur neitað að hafa skipulagt ferðina en krafist er þyngri refsingar yfir honum. Þetta er langstærsta kókaínsmygl sem komist hefur upp hér á landi. 
Lögðu hald á tonn af kókaíni
Lögreglan í Grikklandi lagði í gær hald á rúmlega tonn af kókaíni og nokkuð af vopnum eftir umfangsmiklar aðgerðir, annars vegar í höfuðborginni Aþenu og hins vegar í bænum Astakos. Átta voru handteknir, grunaðir um umfangsmikla glæpastarfsemi.
25.01.2020 - 20:09
Myndskeið
Hafa haldlagt fjórfalt meira af hörðum efnum en í fyrra
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á um sextíu kíló af hörðum fíkniefnum í ár sem er fjórfalt meira en í fyrra. Bregðast þarf við með aukinni toll- og löggæslu að mati lögreglufulltrúa.
30.11.2019 - 19:15
Íslendingar fá kókaínið beint frá framleiðanda
Mikill styrkur kókaíns sem kemur til Íslands bendir til tengsla íslenskra glæpahópa í Suður-Ameríku beint við framleiðendurna. Kókaín sem lagt hefur verið hald á í ár gæti selst á upp undir tvo milljarða.
14.10.2019 - 21:51
Íslendingur gripinn með kókaín í ferðatösku
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur setið í einangrun í viku fyrir smygl á rúmu kílói af kókaíni til landsins frá Barselóna á Spáni. Tollverðir í Leifsstöð stöðvuðu manninn að kvöldi fimmtudagsins 5. september. Kókaínið fannst svo í ferðatösku hans, auk þess sem hann var líka með fíkniefni í smelluláspoka í buxnavasa ofan í töskunni.
13.09.2019 - 10:59
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Viðtal
Kókaín í mörgum kimum samfélagsins
Þriðjungi fleiri komu á bráðamóttöku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu síðsumars en gera í venjulegum mánuði. Yfirlæknir bráðalækninga segir aukna kókaínneyslu áberandi og hún sé ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Afleiðingarnar geti verið hjartaáfall. Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti segir það algera undantekningu að fólk komi í meðferð vegna áfengisneyslu.
10.09.2019 - 12:19