Færslur: Klíníkin

Frestuðum aðgerðum lokið í apríl og biðlistar lengjast
Klíníkin í Ármúla hefur starfsemi á nýjan leik á mánudag. Fyrr í þessum mánuði var öllum fjórum skurðdeildum lokað og rúmlega 200 skurðaðgerðum frestað þegar starfsfólkið hljóp undir bagga með Landspítalanum.
Klíníkin lokar í 3 vikur og frestar 200 aðgerðum.
Klíníkin í Ármúla verður lokuð þrjár næstu vikurnar á meðan starfsfólk fer til starfa á Landspítalanum. Fyrir vikið þarf fyrirtækið að fresta um tvö hundruð aðgerðum. Þetta er í annað sinn sem Klínikín hleypur undir bagga með spítalanum í kórónuveirufaraldrinum.
08.01.2022 - 19:24
Eins og bútasaumur og dolla undir leka
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis segir jákvætt að verið sé að leita allra leiða til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Samningur Landspítala við Klíníkina sé þó lítið annað en bútasaumur, vandi heilbrigðiskerfisins sé miklu flóknari en svo að leysa megi hann með þessum hætti.
04.09.2021 - 12:45
Sjónvarpsfrétt
Landspítali semur við Klíníkina
Landspítali hefur samið við Klíníkina um aðstöðu til gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður og forstjóri Landspítala segir að frekara samstarf sé til skoðunar. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikilægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.
Allir verði að taka höndum saman til að eyða biðlistum
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að ríkið, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir einkareknar og á vegum hins opinbera verði að taka höndum saman og vinna á biðlistum eftir læknisaðgerðum. Það sé liður í að rétta samfélagið af eftir faraldurinn. Í það þurfi að setja sérstakt fjármagn.
26.06.2020 - 17:00