Færslur: Klínikin

Ekki fjárheimildir til að semja við Klíníkina
Biðlistar eftir læknisaðgerðum til dæmis liðskiptaaðgerðum hafa lengst meira vegna heimsfaraldursins. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ekki séu fjárheimilidir til að semja við Klíníkina um að gera aðgerðir. Skoðað verði í næsta mánuði hvort aftur verði farið að senda fólk til útlanda í læknisaðgerðir.
25.06.2020 - 17:30
Myndband
Komst ekki út í aðgerð og situr því uppi með kostnaðinn
Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki greiða fyrir liðskiptaaðgerð sem kona var tilneydd til að gangast undir í Klíníkinni í Ármúla í kórónuveirufaraldrinum. Hefði hún farið til Svíþjóðar í aðgerðina, líkt og til stóð, hefðu tryggingarnar aftur á móti greitt allan kostnað. 830 manns bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum.
24.06.2020 - 19:00