Færslur: Klettsvík

Mjaldrasystur taka fyrsta sundsprettinn í Klettsvík
Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít tóku fyrsta sundsprettinn á nýjum heimaslóðum í Klettsvík við Heimaey í gær. Þær hafa dvalið í umönnunarlaug í sjókví í víkinni síðustu vikur og í tilkynningu frá Sea Life Trust segir að mjaldrarnir hafi tekið miklum framförum síðan þeir voru fluttir þangað í ágúst.
28.09.2020 - 10:36
Myndskeið
Mjaldrarnir komnir í nýju heimkynnin í Klettsvík
Mjaldrarnir Litla grá og Lilta hvít voru fluttar í gær í sjókvína í Klettsvík, endanleg heimkynni sín. Þær dvelja nú í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær venjast náttúrunni áður en þeim verður sleppt í kvína.
10.08.2020 - 10:50
Mjaldrar með magakveisu
Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít kljást við væga magakveisu. Fyrirhugað var að flytja mjaldrana í vikunni úr innanhússlaug þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðustu mánuði, og á framtíðarheimilið í Klettsvík. Vegna kveisunnar hefur flutningum verið frestað um nokkrar vikur. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Sealife Trust í Vestmannaeyjum.
01.07.2020 - 18:22