Færslur: Kleppsspítali
Deildarstjóri á réttargeðdeild í leyfi eftir ábendingar
Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarinnar á Landspítala er í ótímabundnu leyfi frá störfum að beiðni stjórnenda spítalans í kjölfar ábendinga núverandi og fyrrverandi starfsmanna um aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni. Málið er til skoðunar hjá Embætti landlæknis.
31.05.2021 - 19:52
„Það eru engar heimildir fyrir þessum refsingum“
Það er með ólíkindum hvernig komið er fram við skjólstæðinga á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þetta segir formaður Geðhjálpar um það sem fram kemur í gögnum sem Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar. Hann segir að ofbeldið, refsikúltúr og starfsandinn á deildunum sé það alvarlegasta sem fram kemur í gögnunum.
12.05.2021 - 22:03
Lyfjaþvinganir, ofbeldi og ógnarstjórnun
Embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þar er meðal annars lýst ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Þær voru meðal annars teknar saman í kjölfar umfjöllunar um vistheimilið Arnarholt. Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og Landspítalinn hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna.
12.05.2021 - 19:16