Færslur: Kjós

Sex ára fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kjós
Steingrímur Þór Ólafsson var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann, ásamt tveimur öðrum, var staðinn að umfangsmikilli framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Kjósahreppi í byrjun árs 2020. Steingrímur hefur áður hlotið dóma en hann var meðal annars framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við umfangsmikið virðisaukaskattsmál.
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Myndskeið
Sprunginn jarðvegur í túnum hjá bændum í Kjós
Rúmar þrjár vikur eru frá því rigningardropi féll í Kjósarhreppi. Þurrkurinn kemur illa við bændur. Áburðarkorn liggja enn óhreyfð á túnum og sprungur hafa myndast í grassverði.
12.06.2019 - 09:53
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: „Þú átt ekkert heima þar“
Einar Tönsberg tónlistarmaður byggði sér sumarbústað í landi Háls í Kjós. Hann hefur búið í bústaðnum í átta ár og er enn að byggja við. Hann vildi vera nær náttúrunni og sleppa við að steypa sér í skuldir. Það tókst. Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, berst fyrir því að fólki verði gert kleift að skrá lögheimili sitt í frístundahúsabyggðum, það séu einfaldlega mannréttindi. Sambandið leggur upp með að lögheimili í sumarbústað fylgi takmörkuð réttindi.