Færslur: Kjölur

Vilja ekki „hraðbraut á hálendinu“
Ferðafélag Íslands varar við því að farið verði í uppbyggingu vega á hálendinu. Félagið óttast að heilsársvegur með bundnu slitlagi stórauki umferð, það dragi úr víðerninu og bitni þannig á upplifun ferðamanna. Þetta kemur fram í umsögn félagsins við þingsályktunartillögu um að lagður verði vegur yfir Kjöl sem hægt verði að halda opnum því sem næst allan ársins hring. „Ferðafélag Íslands leggst alfarið gegn uppbyggðri hraðbraut á hálendinu.“
07.06.2021 - 10:53
Veggjald yfir Kjöl gæti þurft að vera 10-20 þúsund
Ef Kjalvegur yrði byggður upp á vegum einkafyrirtækis en ekki ríkisins gæti veggjald þurft að vera tíu til tuttugu þúsund krónur svo hægt sé að greiða framkvæmdina niður á 20 árum. 
02.06.2021 - 09:11
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.