Færslur: kjarnorka

Spegilinn
Ný heimsmynd í mótun
Nýr hernaðarsamningur Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna kann að marka meiri tímamót en margan myndi gruna. Vísað er til jarðhræringa í utanríkismálum, tilraunar til að skapa nýja heimsmynd.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Þríhliða samningur til að bregðast við ásókn Kínverja
Samkvæmt þríhliða öryggissamningi sem Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa gert deila ríkin með sér háþróuðum hertæknibúnaði á borð við skammtatækni og gervigreind. Ástralir hefja smíði kjarnorkuknúinna kafbáta á næstu misserum.
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32
Sjá virkni í kjarnorkuveri Norður-Kóreu
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin telur norðurkóresk yfirvöld hafa endurræst kjarnaofn sinn í Yongbyon. Talið er að þar sem framleitt plúton í kjarnavopn.  Stofnunin hefur ekki fengið aðgang að kjarnorkuverum Norður-Kóreu síðan henni var vísað úr landi árið 2009. Hún reiðir sig því á gervihnattamyndir til að fylgjast með starfseminni.
30.08.2021 - 03:17
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Viðræður Bandaríkjanna og Írans í hættu
Mögulegar viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran eru í mikilli óvissu eftir að ekki náðist samkomulag á milli Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, IAEA, og Írans um áframhaldandi eftirlit.
24.05.2021 - 02:50
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
Greint frá óhappi í nýju kjarnorkuveri Írans
Óhapp varð í kjarnorkuveri í Íran í morgun. Engan sakaði þó og ekkert skemmdist að sögn Fars fréttastofunar. Behrouz Kamalvandi, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að óhapp hafi orðið í rafrás í Natanz kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 07:29
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Íran og stórveldin sem enn eiga aðild að kjarnorkusáttmála við Íran héldu árangursríkan fund í Vín í Austurríki í gær, að sögn þeirra sem fundinn sátu. Al Jazeera hefur eftir Abbas Araghchi, leiðtoga samninganefndar Írans í Vín, að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og þeim verði fram haldið á föstudag. Ríkin halda þá áfram að leita leiða til þess að endurvekja sáttmálann sem Bandaríkin drógu sig einhliða úr í maí árið 2018.
07.04.2021 - 06:56
Íranir hefta aðgang eftirlitsmanna að kjarnorkuverum
Stjórnvöld í Íran greindu frá því í gær að þau væru byrjuð að hefta aðgang sérfræðinga Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að kjarnorkuverum landsins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar lýstu þungum áhyggjum af ákvörðuninni og lögðu áherslu á hættuna sem gæti fylgt henni.
24.02.2021 - 03:53
Íran samþykkir að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið
Stjórnvöld í Íran ætla að leyfa eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, að fá aðgang að þeim svæðum sem stofnunin hefur haft hug á að rannsaka í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Teheran og IAEA sem gefin var út í dag.
26.08.2020 - 14:24
Fundu úranagnir við eftirlit í Íran
Úranagnir hafa fundist á svæðum sem ekki hafa verið tilgreind sem kjarnorkusvæði í Íran. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á kjarnorkuáætlun Írans.
11.11.2019 - 16:27
Vilja minna eftirlit með kjarnorkuverum
Sérfræðingar hjá bandarísku kjarnorkueftirlitsstofnuninni leggja til að dregið verði úr eftirliti með kjarnorkuverum í landinu í sparnaðarskyni. Talsmenn orkuframleiðenda eru hlynntir minna eftirliti en andstæðingar segja það fela í sér mikla hættu fyrir almenning.
17.07.2019 - 08:32
Íranar hefja auðgun úrans í trássi við samning
Útlit er fyrir aukna spennu við Persaflóa, eftir að írönsk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust í dag hefja aftur framleiðslu auðgaðs úrans umfram heimildir kjarnorkusamkomulags frá 2015.
07.07.2019 - 11:34
Myndskeið
300 milljarða bygging yfir Tsjernobyl
Ný bygging yfir kjarnakljúfinn sem sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu var sýnd fjölmiðlum í fyrsta sinn í gær. Sprenging varð í kljúfinum þann 26. apríl 1986, og er það alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar.
03.07.2019 - 16:20
Fréttaskýring
Samningur um kjarnaflaugar
Samningur um meðaldrægar kjarnaflaugar, sem Bandaríkjastjórn sagði sig frá í dag, batt á sínum tíma enda á kapphlaup stórveldanna um að koma upp slíkum vopnum í Evrópu. Breyttar aðstæður benda hins vegar til þess að samningurinn hafi gengið sér til húðar. 
01.02.2019 - 18:06
Íranar standa við kjarnorkusamkomulag
Íranar ætla að standa við sinn hlut í kjarnorkusamning stórríkjanna fimm; Kína, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum í maí. AFP fréttastofan hefur þetta eftir skýrslu frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA. 
30.08.2018 - 14:01
Ræða um Íranssamning í Vínarborg
Íranir auk fulltrúa þeirra ríkja sem undirrituðu kjarnorkusamning við Íran halda fund í Vínarborg í dag til þess að reyna að bjarga samningnum. Tvær vikur eru síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum.
25.05.2018 - 06:26