Færslur: kjarnorka

Viðræður Bandaríkjanna og Írans í hættu
Mögulegar viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran eru í mikilli óvissu eftir að ekki náðist samkomulag á milli Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, IAEA, og Írans um áframhaldandi eftirlit.
24.05.2021 - 02:50
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
Greint frá óhappi í nýju kjarnorkuveri Írans
Óhapp varð í kjarnorkuveri í Íran í morgun. Engan sakaði þó og ekkert skemmdist að sögn Fars fréttastofunar. Behrouz Kamalvandi, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að óhapp hafi orðið í rafrás í Natanz kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 07:29
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Íran og stórveldin sem enn eiga aðild að kjarnorkusáttmála við Íran héldu árangursríkan fund í Vín í Austurríki í gær, að sögn þeirra sem fundinn sátu. Al Jazeera hefur eftir Abbas Araghchi, leiðtoga samninganefndar Írans í Vín, að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og þeim verði fram haldið á föstudag. Ríkin halda þá áfram að leita leiða til þess að endurvekja sáttmálann sem Bandaríkin drógu sig einhliða úr í maí árið 2018.
07.04.2021 - 06:56
Íranir hefta aðgang eftirlitsmanna að kjarnorkuverum
Stjórnvöld í Íran greindu frá því í gær að þau væru byrjuð að hefta aðgang sérfræðinga Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að kjarnorkuverum landsins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar lýstu þungum áhyggjum af ákvörðuninni og lögðu áherslu á hættuna sem gæti fylgt henni.
24.02.2021 - 03:53
Íran samþykkir að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið
Stjórnvöld í Íran ætla að leyfa eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, að fá aðgang að þeim svæðum sem stofnunin hefur haft hug á að rannsaka í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Teheran og IAEA sem gefin var út í dag.
26.08.2020 - 14:24
Fundu úranagnir við eftirlit í Íran
Úranagnir hafa fundist á svæðum sem ekki hafa verið tilgreind sem kjarnorkusvæði í Íran. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á kjarnorkuáætlun Írans.
11.11.2019 - 16:27
Vilja minna eftirlit með kjarnorkuverum
Sérfræðingar hjá bandarísku kjarnorkueftirlitsstofnuninni leggja til að dregið verði úr eftirliti með kjarnorkuverum í landinu í sparnaðarskyni. Talsmenn orkuframleiðenda eru hlynntir minna eftirliti en andstæðingar segja það fela í sér mikla hættu fyrir almenning.
17.07.2019 - 08:32
Íranar hefja auðgun úrans í trássi við samning
Útlit er fyrir aukna spennu við Persaflóa, eftir að írönsk stjórnvöld tilkynntu að þau hygðust í dag hefja aftur framleiðslu auðgaðs úrans umfram heimildir kjarnorkusamkomulags frá 2015.
07.07.2019 - 11:34
Myndskeið
300 milljarða bygging yfir Tsjernobyl
Ný bygging yfir kjarnakljúfinn sem sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu var sýnd fjölmiðlum í fyrsta sinn í gær. Sprenging varð í kljúfinum þann 26. apríl 1986, og er það alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar.
03.07.2019 - 16:20
Fréttaskýring
Samningur um kjarnaflaugar
Samningur um meðaldrægar kjarnaflaugar, sem Bandaríkjastjórn sagði sig frá í dag, batt á sínum tíma enda á kapphlaup stórveldanna um að koma upp slíkum vopnum í Evrópu. Breyttar aðstæður benda hins vegar til þess að samningurinn hafi gengið sér til húðar. 
01.02.2019 - 18:06
Íranar standa við kjarnorkusamkomulag
Íranar ætla að standa við sinn hlut í kjarnorkusamning stórríkjanna fimm; Kína, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum í maí. AFP fréttastofan hefur þetta eftir skýrslu frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA. 
30.08.2018 - 14:01
Ræða um Íranssamning í Vínarborg
Íranir auk fulltrúa þeirra ríkja sem undirrituðu kjarnorkusamning við Íran halda fund í Vínarborg í dag til þess að reyna að bjarga samningnum. Tvær vikur eru síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum.
25.05.2018 - 06:26
Bjartsýni um áframhaldandi kjarnorkusamning
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hittir starfsbræður sína frá Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi í dag til að ræða kjarnorkusamning fimm stórvelda við Íran. Hann segist bjartsýnn á að hægt verði að viðhalda samningnum þótt Bandaríkin hafi dregið sig út.
15.05.2018 - 17:59
Bretar reisa kjarnorkuver
Framtíð kjarnorku hefur verið deilumál í Bretlandi í áratugi. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins ákvað að ráðist yrði í byggingu nýs kjarnorkuvers sem frönsk og kínversk ríkisfyrirtæki byggja og fjármagna. Margir óttast að þarna sé stjórnin að binda trúss sitt við deyjandi iðnað sem taki athygli og fjármuni frá endurnýjanlegum orkulindum. En liður í þessari sögu er einnig einkavæðing breska orkugeirans.
25.08.2017 - 17:00
Geta byrjað að auðga úran innan fimm daga
Talsmaður Íransstjórnar segir að ef Bandaríkjamenn rifta samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun geti Íranar hafið auðgun úrans að nýju innan fimm daga. Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í hótunum um að rifta kjarnorkusamningnum, sem á að koma í veg fyrir að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum.
22.08.2017 - 13:23
Frakkland: Yfir 70% af rafmagni frá kjarnorku
Um 11 prósent af rafmagni í heiminum koma frá kjarnorkuverum. Í Evrópu framleiðir Frakkland hlutfallslega mest af raforku með kjarnorku. Hlutfallið þar er yfir 70 prósent af raforkuframleiðslunni.
15.08.2017 - 16:30
 · kjarnorka
Óttast kjarnorkuslys og dreifa joðtöflum
Stjórnvöld í Noregi telja að hættan á kjarnorkuslysi hafi aukist vegna aukinnar umferðar rússneskra kjarnorkukafbáta með ströndum landsins. Miklar birgðir af joðtöflum eru í birgðageymslum í Osló til að verjast geislun. Nú hefur verið ákveðið dreifa töflunum um allt land til að þær verði tiltækar fólki ef geislavirkni eykst.
14.08.2017 - 16:30
Íranar ætla að þróa kjarnorkuknúin skip
Hassan Rouhani, forseti Írans, skipaði vísindamönnum landsins í dag að hefja vinnu við að smíða kjarnorkuknúin skip. Þetta kom fram í bréfi, sem lesið var upp í íranska ríkissjónvarpinu. Þar gagnrýndi forsetinn Bandaríkjamenn fyrir að rjúfa kjarnorkusamkomulagið frá því í fyrra. Yfirvofandi eru frekari viðskiptaþvinganir þeirra gagnvart Írönum. Samkvæmt ósk Rouhanis á íranska kjarnorkustofnunin að hefja vinnu við að hanna og framleiða kjarnorkuknúin flutningaskip.
13.12.2016 - 13:02
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka
Hóta að jafna höfuðborg Norður-Kóreu við jörðu
Suður-Kóreumenn hóta að jafna Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, við jörðu ef þeim berast áreiðanlegar upplýsingar um að kjarnorkuárás á þá sé yfirvofandi að norðan. Fréttastofan Yonhap hefur þetta eftir heimildarmanni sínum innan hersins. Hann segir að til sé áætlun um árás á Pyongyang ef stjórnvöldum í Seoul telji sér ógnað. Fyrst verði gerðar árásir á þá staði í borginni þar sem talið sé að æðstu ráðamenn Norður-Kóreu haldi sig.
11.09.2016 - 13:22
Vilja viðurkenningu sem kjarnorkuveldi
Ráðamenn í Norður Kóreu krefjast þess að Bandaríkjamenn viðurkenni ríkið sem fullgilt kjarnorkuveldi. Norðurkóreska fréttastofan KNCA hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis landsins að Obama forseti reyni að breiða yfir að staða landsins sé meðal annarra kjarnorkuvelda, en það sé rétt eins og að reyna að skyggja á geisla sólarinnar með blaði af pálmatré.
11.09.2016 - 10:02