Færslur: kjarnorka

Ætla ekki að verða við kröfum Írana
Bandaríkin ætla ekki að aflétta refsiaðgerðum sem snúa að íranska byltingarverðinum þótt samkomulag náist um nýjan kjarnorkusamning. Þetta sagði Robert Malley, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Íran, í morgun.
27.03.2022 - 10:16
Öryggisgögn berast ekki frá kjarnorkuverinu í Chernobyl
Öryggisgögn berast ekki lengur frá Chernobyl kjarnorkuverinu í Úkraínu til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þetta kemur fram í máli Rafael Grossi forstöðumanns stofnunarinnar.
Verðlækkun á hlutabréfamörkuðum
Verð á hlutabréfamörkuðum í Asíu lækkaði í dag eftir að eldur kviknaði í Saporisjsjia-kjarnorkuverinu í Úkraínu en það er stærsta kjarnorkuverið í Evrópu. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að japanska Nikkei-vísitalan hafi lækkað um 2,5% og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 2,6%. Þá hækkaði verð á hráolíu.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Vill billjónir til uppbyggingar kjarnorkuvera í Evrópu
Ríki Evrópusambandsins þurfa að leggja 500 milljarða evra, 74.000 milljarða króna - eða 74 billjónir - í uppbyggingu kjarnorkuvera fram til ársins 2050. Þetta kemur fram í viðtali við Thierry Breton, framkvæmdastjóra innri markaðar Evrópusambandsins, sem birtist í franska blaðinu Journal du Dimanche um helgina.
09.01.2022 - 06:34
Kynna ný kjarnorkuver í fyrsta sinn í áratugaraðir
Frakklandsstjórn ætlar að byggja ný kjarnorkuver til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Emmanuel Macron forseti sagði frá þessu í sjónvarpsávarpi og sagði að þetta muni bæði þýða að Frakkar þurfi ekki að flytja inn orku frá öðrum ríkjum og að orkuverð haldi ekki áfram að hækka.
10.11.2021 - 14:23
Ætluðu að selja kjarnorkuleyndarmál til útlanda
Bandarísk hjón voru handtekin í gær fyrir að ætla að selja upplýsingar um kjarnorkuknúin herskip til erlendra ríkja. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
10.10.2021 - 23:56
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.
Blinken hvetur Írani til viðræðna um kjarnorkusamning
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaði í gær mikilvægi þess að Íranir sneru aftur að samningaborðinu svo endurvekja megi þátt Bandaríkjanna í kjarnorkusamningi frá árinu 2015.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
Spegilinn
Ný heimsmynd í mótun
Nýr hernaðarsamningur Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna kann að marka meiri tímamót en margan myndi gruna. Vísað er til jarðhræringa í utanríkismálum, tilraunar til að skapa nýja heimsmynd.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Þríhliða samningur til að bregðast við ásókn Kínverja
Samkvæmt þríhliða öryggissamningi sem Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa gert deila ríkin með sér háþróuðum hertæknibúnaði á borð við skammtatækni og gervigreind. Ástralir hefja smíði kjarnorkuknúinna kafbáta á næstu misserum.
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32
Sjá virkni í kjarnorkuveri Norður-Kóreu
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin telur norðurkóresk yfirvöld hafa endurræst kjarnaofn sinn í Yongbyon. Talið er að þar sem framleitt plúton í kjarnavopn.  Stofnunin hefur ekki fengið aðgang að kjarnorkuverum Norður-Kóreu síðan henni var vísað úr landi árið 2009. Hún reiðir sig því á gervihnattamyndir til að fylgjast með starfseminni.
30.08.2021 - 03:17
Írönsku kjarnorkuveri lokað af tæknilegum orsökum
Starfsemi Bushehr kjarnorkuversins í Íran hefur verið stöðvuð tímabundð af tæknilegum orsökum. Það hefur því látið af rafmagnsframleiðslu meðan á lokuninni stendur.
21.06.2021 - 06:33
Viðræður Bandaríkjanna og Írans í hættu
Mögulegar viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran eru í mikilli óvissu eftir að ekki náðist samkomulag á milli Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, IAEA, og Írans um áframhaldandi eftirlit.
24.05.2021 - 02:50
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Ísraelsk netárás á kjarnorkuver í Íran
Ísraelsk netárás olli bilun í Natanz-kjarnorkuverinu í Íran í gær. Þetta var fullyrt í ríkisútvarpi Írans í gær og New York Times kveðst hafa fengið þetta staðfest frá leyniþjónustumönnum bæði í Bandaríkjunum og Ísrael.
12.04.2021 - 05:46
Greint frá óhappi í nýju kjarnorkuveri Írans
Óhapp varð í kjarnorkuveri í Íran í morgun. Engan sakaði þó og ekkert skemmdist að sögn Fars fréttastofunar. Behrouz Kamalvandi, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að óhapp hafi orðið í rafrás í Natanz kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 07:29
Erlent · Asía · Íran · kjarnorka