Færslur: Kjarni málsins

Kastljós í heild: Urðu að farga 14.000 fuglum
Eftir að hafa plægt í gegnum þúsund síður af eftirlitsskýrslum dýralækna á vegum Matvælastofnunar stendur tvennt upp úr: Annars vegar það að neytendur hafa verið blekktir árum saman. Brúnegg ehf hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrðin sem sú reglugerð setti. Matvælastofnun upplýsti ekki um það.
28.11.2016 - 19:42
Allt um viðskiptabann Rússa
Rússar hafa sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi og fjórum öðrum löndum. Dimitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag. Fréttastofa hefur fylgst með málinu í dag.
13.08.2015 - 11:04
Vikan sem FIFA fór á hliðina
Kerfisbundin spilling virðist hafa grasserað innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA síðustu áratugi. Æðstu yfirmenn FIFA eru sakaðir um spillingu, mútuþægni og skattsvik en rannsóknin beinist meðal annars að fráfarandi forseta, Sepp Blatter.
05.06.2015 - 14:15