Færslur: Kjarnavopn

Telja að kjarnorkuvopnum fari að fjölga á ný
Allt bendir til þess að kjarnorkuvopnum fari aftur fjölgandi næsta áratuginn, eftir að hafa fækkað jafnt og þétt síðustu 35 árin. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi, SIPRI, þar sem Úkraínustríðið er nefnt sem meginástæða þessa viðsnúnings.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Telur ekki líklegt að Rússar beiti kjarnavopnum
Bill Burns, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, segir engin merki um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggist beita kjarnavopnum. Hins vegar megi hann ekki við því að tapa í stríðinu í Úkraínu og hafi því ákveðið að herða enn sóknina.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Vilja að öryggisráðið herði enn aðgerðir gegn N-Kóreu
Bandaríkjamenn krefjast þess að alþjóðasamfélagið beiti Norður-Kóreu enn harðari refsiaðgerðum í ljósi sífellt hættulegri ögrana þarlendra stjórnvalda.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Bretar sagðir ætla að stækka kjarnavopnabúr sitt
Bretar eru sagðir ætla að stækka kjarnavopnabúr sitt um 40% á næstu fimm árum. Að sögn bresku fjölmiðlanna Guardian og Sun ætlar ríkið að fjölga kjarnaoddum úr 180 í 260 fyrir miðjan þennan áratug. Þetta er sagt meðal áforma í endurskoðaðri öryggis-, varnarmála og utanríkisáætlun ríkisins sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnir í dag.
16.03.2021 - 04:43
Þingmenn VG reyna áfram að breyta afstöðu stjórnvalda
Fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir þremur árum. Þetta er í fimmta sinn sem tillagan er lögð fram, en á síðasta þingi gekk hún til utanríkismálanefndar og send til umsagnar.
15.10.2020 - 16:29
Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.