Færslur: Kjarnavopn

Bretar sagðir ætla að stækka kjarnavopnabúr sitt
Bretar eru sagðir ætla að stækka kjarnavopnabúr sitt um 40% á næstu fimm árum. Að sögn bresku fjölmiðlanna Guardian og Sun ætlar ríkið að fjölga kjarnaoddum úr 180 í 260 fyrir miðjan þennan áratug. Þetta er sagt meðal áforma í endurskoðaðri öryggis-, varnarmála og utanríkisáætlun ríkisins sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnir í dag.
16.03.2021 - 04:43
Þingmenn VG reyna áfram að breyta afstöðu stjórnvalda
Fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir þremur árum. Þetta er í fimmta sinn sem tillagan er lögð fram, en á síðasta þingi gekk hún til utanríkismálanefndar og send til umsagnar.
15.10.2020 - 16:29
Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.