Færslur: kjarasamningar

Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Kallar eftir efndum en ekki nefndum í húsnæðimálum
Formaður VR gefur lítið fyrir þau orð formanns Samtaka iðnaðarins að lítið eða ekkert svigrúm verði til launahækkana í komandi kjarasamningum. Hann segir stjórnvöld geta liðkað fyrir samningum en þá þurfi aðgerðir en ekki nefndarstörf.
12.03.2022 - 19:10
Sjónvarpsfrétt
Jafnvel ekki neitt svigrúm til launahækkana segir SI
Lítið ef nokkurt svigrúm er til launahækkana, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Verðbólga og stríðið í Úkraínu valdi óstöðugleika í efnahagsmálum. 
10.03.2022 - 22:22
Sjónvarpsfrétt
Starfsnemum tryggð aukin réttindi
Tímamótasamningur um starfsþjálfun hefur verið undirritaður milli Akureyrararbæjar, Einingar-Iðju og Fjölsmiðjunnar. Samningurinn felur í sér stóraukin réttindi fyrir ungt fólk sem starfar í Fjölsmiðjunni. 
28.02.2022 - 13:26
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
„Það vill enginn fara í verkfall“
Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir að enginn vilji fara í verkfall. Hann treystir því að kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara haldi áfram og að samningar náist. Kennarar kolfelldu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir um áramótin.
16.01.2022 - 12:29
Spegillinn
Hugað verði betur að breyttum vinnutíma
Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu.
Spegillinn
Fjórðungur samningafólks vel undirbúinn
Aðeins í þremur tilvikum af þrjú hundruð og fjörutíu í síðustu kjarasamningalotu tókst að ljúka samningum áður en fyrri samningur rann út. Ríkissáttasemjari segir brýnt að hækka þetta hlutfall verulega og hvetur verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur til að að undirbúa samningafólk sitt vel og hefja samtalið sem fyrst. 
06.01.2022 - 18:30
Guðmundur Baldursson sækist eftir formennsku í Eflingu
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu ætlar að bjóða sig fram til formennsku í félaginu. Agnieszka Ewa Ziółkowska er starfandi formaður frá því Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér í lok október.
Spegillinn
Vill finna nýjar leiðir í kjaramálum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að aðilar vinnumarkaðarins nýti næsta ár til þess að hugsa kjaramálin upp á nýtt og setji sér sameiginleg langtímamarkmið um að gera samfélagið betra.
03.01.2022 - 17:36
Spegillinn
Bratt farið í breytingar á Stjórnarráðinu
Friðrik Jónsson formaður Bandalags háskólamanna, BHM, segir að farið hafi verið bratt í breytingar á Stjórnarráðinu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 
13.12.2021 - 19:59
Fjármögnun sveitarfélaga gengur ekki upp
Skattstofn sveitarfélaga er ein stærsta skekkjan á íslenskum vinnumarkaði og hamlar kjarasamningagerð segir Friðrik Jónsson formaður BHM.  Fjármögnunarmódel sveitarfélaga gangi ekki upp
13.12.2021 - 12:25
Spegillinn
Lífskjarasamningurinn tók ekki mið af Covid
Lífskjarasamningurinn sem undirritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári.  Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári.
Morgunútvarpið
Ábyrgð kennara endurspeglast ekki í kjörum
Þær miklu kröfur sem gerðar eru til kennara á öllum skólastigum endurspeglast ekki í launum og aðbúnaði. Þetta segir Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Hann var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
Kjarasamningar skiluðu sér í budduna og meiri frítíma
Síðustu kjarasamningar skiluðu verulegri kaupmáttaraukningu. Hún rataði í budduna og í birtist einnig í styttri vinnutíma.
Stöðugar kröfur um aukin útgjöld
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekki standa undir síauknum útgjaldakröfum sem lagðar eru á þau. Þar fari ríki og Alþingi fremst í flokki en launahækkanir í síðustu kjarasamningum séu einnig íþyngjandi.
Starfsfólk Play leitar til ASÍ vegna aðbúnaðar
Starfsfólk flugfélagsins Play hefur ítrekað leitað til Alþýðusambands Íslands og kvartað undan slæmum aðbúnaði. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ.
01.10.2021 - 14:47
Flugumferðarstjórar í verkfall í næstu viku
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til verkfalls frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Fundi samninganefndar félagsins með fulltrúum Isavia var slitið á tólfta tímanum í kvöld, en hann hófst klukkan 13.
24.08.2021 - 00:41
Spá tvöföldun stýrivaxta næsta árið
Greiningardeild Íslandsbanka býst við óbreyttum stýrivöxtum eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 25. ágúst næstkomandi og þeir verði því áfram 1,0%. Hins vegar sér deildin fram á að langvarandi vaxtahækkunarferli hefjist í nóvember.
Flugumferðarstjórar kusu um verkfall
Félagsmenn í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra luku í morgun kosningu um vinnustöðvun. Kjarasamningar félagsins urðu lausir um síðustu áramót og hefur félagið átt í samningaviðræðum við SA fyrir hönd Isavia síðan í byrjun febrúar. 
09.08.2021 - 15:15
Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí
Laun hækkuðu að jafnaði um 0,4% á milli mánaða í maí, samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. 
Flugfreyjufélagið krefst þess að Play geri kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.
22.06.2021 - 15:59
Segir taxta flugmanna Play langt undir öllum launum
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra  atvinnuflugmanna (FÍA) segir taxta flugmanna flugfélagsins Play vera langt undir öllum launum. Hann veltir fyrir sér hví Samtök atvinnulífsins standi á bak við slíka samninga.
Myndskeið
Ekki stöðugleiki þegar gæðunum er misskipt
Þótt engar væru kröfugöngurnar í dag þá er kjarabaráttan í fullum gangi. Forseti ASÍ segir stöðugleika ekki í boði þegar sumir valsi um auðlindir landsins og maki krókinn á meðan aðrir nái ekki endum saman. Formaður BSRB telur hættu á auknum ójöfnuði.