Færslur: kjarasamningar

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga hófust í dag
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga þriggja aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust klukkan ellefu í morgun. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á föstudag.
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Samtök evrópskra starfsmanna í samgönguiðnaði (ETF) fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna flugfélagsins í garð flugfreyja. Samtökin gagnrýna harðlega að flugmenn félagsins hafi ekki hafnað því að þeir myndu ganga í störf flugfreyja þegar flugfreyjum var sagt upp fyrr í mánuðinum.
Stórt verkefni að endurbyggja traust
Stjórnenda Icelandair bíður það stóra verkefni að endurbyggja traust á milli sín og starfsmanna félagsins. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það, að félagar í Flugfreyjufélagi Íslands hafi samþykkt kjarasamning sinn við Icelandair, væri mikilvægur liður í átt að hlutafjárútboði félagsins.
Ekki afturkallaðar fyrr en eftir atkvæðagreiðslu
Enn liggur ekki fyrir hvort uppsagnir þeirra flugfreyja Icelandair, sem eiga að taka gildi um næstu mánaðamót, verða afturkallaðar. Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands fyrir hönd flugfreyja hjá Icelandair lýkur á hádegi á morgun. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður félagsins segist fullviss um að Icelandair muni ekki taka ákvörðun um uppsagnirnar fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
Myndskeið
Hegðun Icelandair í engu samræmi við lög á vinnumarkaði
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ segir að sú ákvörðun Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum sínum í Flugfreyjufélagi Íslands og tilkynna um að samið verði við annað stéttarfélag sé í engu samræmi við lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Óheimilt sé að beita uppsögnum til að hafa áhrif á afstöðu fólks í vinnudeilum.
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Óvíst um endurráðningar flugfreyja
Uppsagnarfrestur um 90% þeirra 900 flugfreyja Icelandair sem sagt var upp í lok apríl rennur út núna um mánaðamótin. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu margar uppsagnir verða dregnar til baka. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að það liggi í augum uppi að draga þurfi hluta uppsagnanna til baka.
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Myndskeið
Sameiginleg ástríða landaði samningnum
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.
Myndskeið
Samningur mikilvægur til að halda Icelandair gangandi
Áríðandi er að vera með samning við flugfreyjur Icelandair. Þetta segir Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningur við Flugfreyjufélag Íslands var undirritaður í nótt.
19.07.2020 - 03:51
Uppsagnir flugfreyja hafa ekki verið afturkallaðar
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair, en síðast var fundað hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn. Engar óformlegar viðræður hafa heldur farið fram að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, og engar uppsagnir verið afturkallaðar. Flugfreyjur hjá Icelandair hafa nú verið samningslausar frá 1. maí 2018.
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
Allir möguleikar skoðaðir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir þá stöðu sem komin er upp eftir að félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands felldu kjarasamning félagsins ekki góða. Nú þurfi að skoða alla möguleika, félagið hafi teygt sig eins langt og hægt sé og vilji starfsfólkið ekki vinna á þeim kjörum sem það getur boðið þurfi að skoða stöðuna upp á nýtt.
Vinnuframlag flugfreyja eykst með nýjum kjarasamningi
Vinnuframlag flugfreyja eykst samkvæmt í nýjum kjarasamningi flugfreyja og Icelandair sem skrifað var undir í nótt,segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Tekist hafi að samræma markmið beggja aðila. Í yfirlýsingu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að komið sé á móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasi við fyrirtækinu.
25.06.2020 - 09:05
Samningur flugfreyja og Icelandair í höfn
Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafa skrifað undir nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025.
25.06.2020 - 04:08
Spegillinn
Gerðardómur skili eigi síðar en 1. september
Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður samþykkt á gerðardómur að skila úrskurði eigi síðar en 1. september. Ef tillagan verður felld verða að líða rúmar tvær vikur þar til verkfall gæti hafist. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á morgun og lýkur á laugardag.
Segir lífskjarasamninginn að óbreyttu fallinn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir lífskjarasamningana vera fallna og að VR muni ekki verja samningana miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Ríkisstjórnin hafi  ekki staðið við fyrirheit um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána, né loforð um hlutdeildarlán.
Tvær vikur í verkfall hjúkrunarfræðinga
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Tvær vikur eru þangað til ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst.
Myndskeið
Verkfall hjúkrunarfræðinga setur skimun í uppnám
Ekki verður hægt að skima ferðamenn sem hingað koma og halda landamærunum opnum ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall eftir tvær vikur eins og stefnir í. „Við erum með það mikið af hjúkrunarfræðingum í þessu verkefni, sem stýra því og halda utan um það. Ég sé ekki að við náum að halda þessu opnu ef verkfallið verður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti farið í 20%
Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Stjórn VR hvetur samninganefnd ASÍ til að endurskoða afstöðu sína. Formaðurinn segir hætt við því að atvinnuleysi verði nærri 20%.
02.04.2020 - 18:51
 · Innlent · kjaramál · kjarasamningar · ASÍ
Kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Þá hafa félagsmenn í Blaðamannafélaginu einnig samþykkt kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins.
27.03.2020 - 17:57
Hjúkrunarfræðingar samningslausir við ríkið í tæpt ár
Lítið miðaði áfram í samningaviðræðum á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðnga og Samninganefndar ríkisins í gær. Á heimasíðu hjúkrunarfræðinga segir að enn sé langt á milli á milli samningsaðila, einkum í því sem snýr að launaliðnum. Staðan í viðræðunum er flókin og afar erfið, segir á vef félagsins. Samningar hjúkrunarfræðinga við ríkið hafa verið lausir í nánast heilt ár, því þeir losnuðu í lok mars í fyrra.
21.03.2020 - 06:29
Spegillinn
Mörg félög eiga enn eftir að semja
Þó að samningar hafi tekist við flest félög innan BSRB á enn eftir að semja við fjölmörg félög opinberra starfsmanna. Hjúkrunarfræðingar telja að stytting vinnuvikurnar hjá vaktavinnufólki hafi í för með sér launalækkun meðal hjúkrunarfræðinga og 11 BHM-félög sætta sig ekki við tvískipta yfirvinnutaxta.
10.03.2020 - 09:56
 · Innlent · kjaramál · kjaradeilur · kjarasamningar · BHM
Samningur Eflingar og Reykjavíkur nánast í höfn
Kjarasamningar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar eru nánast í höfn og aðeins lokafrágangur eftir áður en þeir verða undirritaðir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Verkfalli Eflingarfólks hjá borginni, sem hefur nú staðið í þrjár vikur, er því að ljúka, gangi þetta eftir, og á annað þúsund félaga Eflingar sem verið hafa í verkfalli frá 17. febrúar snúa því aftur til starfa í fyrramálið.
10.03.2020 - 01:54
Samningur Sameykis og Reykjavíkurborgar í höfn
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjóðustu, undirritaði kjarasamning við Reykjavíkurborg um óttubil í nótt. Því hefur verkfalli ríflega 4.300 félaga Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg verið aflýst.
09.03.2020 - 03:49