Færslur: Kísilmálmur

Kísilverksmiðja Thorsil mun ekki starfa í Helguvík
Nú liggur fyrir að kísilverksmiðja á vegum Thorsil ehf. tekur ekki til starfa á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en til stóð að fyrirtækið færi í uppbyggingu á svæðinu. Samningi á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. var formlega rift á dögunum.
07.07.2021 - 18:30
Forstjóri PCC rólegur yfir mögulegum tollum
Forstjóri PCC segir óþarft að fara á taugum vegna bandarískra innflutningstolla á íslenskan kísilmálm. Tollarnir séu tillaga og ekki hafi verið ákveðið hvort þeir komi til framkvæmda. Utanríkisráðuneytið hefur komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við bandaríska viðskiptaráðuneytið.
17.09.2020 - 14:44
48% innflutningstollar á íslenskan kísilmálm
Allt að 48% innflutningstollar verða mögulega lagðir á íslenskan kísilmálm í Bandaríkjunum. Rannsóknarnefnd bandaríska viðskiptaráðuneytisins skoðaði undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði í sumar.
16.09.2020 - 10:04