Færslur: Kirkjugarðar

Stjórn klofnaði í afstöðu til nýs framkvæmdastjóra
Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma klofnaði í afstöðu sinni til ráðningar á nýjum framkvæmdastjóra. Fulltrúar úr þremur aðildarfélögum kusu gegn ráðningunni og stór hluti sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
10.04.2022 - 10:06
Vilja að óháður aðili taki við bálförum
Fimm trúar- og lífsskoðunarfélög hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við að óháður aðili taki við þjónustu við bálfarir. Undir yfirlýsinguna skrifa Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Siðmennt – félag siðrænna húmanista og Búddistasamtökin SGI á Íslandi.
31.03.2022 - 21:01
Kostnaður við nýja bálstofu rúmir 1,2 milljarðar 
Kostnaður við hönnun, byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík er áætlaður 1.244 milljónir króna.
01.03.2022 - 13:31
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Helmingi færri hirða um kirkjugarðana
Viðvarandi fjárskortur hefur orðið til þess að viðhaldi og umhirðu í kirkjugörðum Reykjavíkur eru verulega ábótavant. Helmingi færri starfsmenn sinna umhirðu á sumrin nú en fyrir nokkrum árum.
29.05.2021 - 18:09
Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.