Færslur: Kirgistan

Fyrrverandi forseti Kirgistans í 11 ára fangelsi
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Miðasíulýðveldisins Kirgistans, var í dag dæmdur í ellefu ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir spillingu. Sannað þótti að hann hefði misbeitt valdi sínu þegar hann lét lausan alræmdan foringja glæpasamtaka árið 2013. Atambayev mætti ekki til réttarhaldanna, sem hann sagði að núverandi valdhafar hefðu sviðsett.
23.06.2020 - 14:22
Sakaður um að skipuleggja valdarán
Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseti Kirgistan, var að undirbúa valdarán þegar hann var handtekinn í síðustu viku. Þetta staðhæfði Orozbek Opumbajev, yfirmaður öryggislögreglu landsins, á fundi með fréttamönnum í morgun. 
13.08.2019 - 08:35
Öryggissveitir á heimili fyrrverandi forseta
Minnst tíu eru slasaðir eftir að öryggissveitir í Kirgistan réðust inn á heimili Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseta landsins, í dag og lentu í átökum við stuðningsmenn hans. Þetta er haft eftir talskonu Atambayevs.
07.08.2019 - 15:50