Færslur: Kirgistan

Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Bandalag fyrrum Sovétríkja sendir lið til Kasakstan
Samvinnu- og öryggisbandalag fyrrum sovétlýðvelda, hernaðarbandalag Rússa og fimm annarra fyrrum Sovétríkja, hyggst senda friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans Kassym-Jomarts Tokayevs. Fréttir bárust af því í morgunsárið að skothríð hefði brotist út í miðborg Almaty, fjölmennustu borgar landsins, og að brynvagnar og hermenn hafi verið sendir gegn nokkur hundruð mótmælendum sem þar voru. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða meiðslum í þeim átökum enn.
06.01.2022 - 05:48
Sömdu um vopnahlé eftir mannskæð átök við landamærin
Stjórnvöld í Kirgistan hafa flutt um 11.500 Kirgisa frá umdeildum svæðum við landamæri Tadsíkistans, sem barist hefur verið um með hléum um langa hríð. Brottflutningurinn hófst um leið og stjórnvöld nágrannaríkjanna komu sér saman um vopnahlé skömmu eftir að hörðustu átök grannþjóðanna um langt árabil brutust út við landamærin í gær, fimmtudag.
30.04.2021 - 06:34
Japarov tilkynnir sigur í forsetakosningnum í Kirgistan
Sadyr Japarov hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Miðasíulýðveldinu Kirgistan í dag. Hann er með nærri áttatíu prósent atkvæða þegar nær öll atkvæði hafa verið talin.
Heimskviður
Nýr forseti Kirgistan herðir tökin á valdtaumunum
Úrslit þingkosninganna í Kirgistan sem fóru fram 4. október voru ógilt tveimur dögum síðar. Kosningarnar leiddu af sér mikla mótmælaöldu sem steypti af stóli ríkisstjórn og forseta. Nú er kominn maður til valda, í það minnsta tímabundið, sem var í fangelsi fyrir kosningarnar en vinnur nú að því að tryggja sér völdin endanlega. Spilling hefur verið landlæg í stjórnmálum í landinu og starfsmaður Transparency International telur óvíst að betra takið við með hinum nýja forseta.
24.10.2020 - 07:33
Forseti Kirgistans hafnar nýjum forsætisráðherra
Forseti Kirgistans neitaði í morgun að samþykkja nýskipaðan forsætisráðherra landsins og stjórnarkreppan sem þar skall á í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga harðnar enn. Kirgistanþing kaus á laugardag þjóðernissinnann Sadyr Jabarov í embætti forsætisráðherra. Forsetinn lýsti því yfir í morgun að hann hefði efasemdir um að þingið hefði farið að gildandi reglum við kjör Jabarovs, og krafðist þess að kosningin yrði endurtekin.
14.10.2020 - 05:38
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Búið að ógilda kosningaúrslit í Kirgistan
Úrslit þingkosninganna í Kirgistan í fyrradag hafa verið lýst ógilt. Yfirkjörstjórn í landinu tilkynnti þetta í morgun.
06.10.2020 - 09:47
Yfirtóku stjórnarsetrið og frelsuðu fyrrverandi forseta
Mótmælendur í Bishkek, höfuðborg Kirgistan, hertóku í nótt þinghús og stjórnarbyggingar landsins í miðborginni og leystu fyrrverandi forseta og leiðtoga stjórnarandstöðunnar úr haldi, en hann hefur verið í fangelsi síðan í fyrra.
06.10.2020 - 02:15
Myndband
Þúsundir mótmæltu niðurstöðum þingkosninga í Kirgistan
Þúsundir söfnuðust saman á götum Bishkek, höfuðborgar Kirgistan og víðar í landinu, í dag og mótmæltu niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram í gær. Sextán manns voru flutt á sjúkrahús eftir átök milli mótmælenda og lögreglu.
05.10.2020 - 19:33
Kosið í Kirgistan í dag
Þingkosningar fara fram í Kirgistan í dag, Kjörstaðir voru opnaðir í rauðabítið eystra, klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, og þeim verður lokað klukkan fjórtán að íslenskum tíma. Búist er við að fyrstu tölur birtist í kvöld.
04.10.2020 - 05:37
Fyrrverandi forseti Kirgistans í 11 ára fangelsi
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Miðasíulýðveldisins Kirgistans, var í dag dæmdur í ellefu ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir spillingu. Sannað þótti að hann hefði misbeitt valdi sínu þegar hann lét lausan alræmdan foringja glæpasamtaka árið 2013. Atambayev mætti ekki til réttarhaldanna, sem hann sagði að núverandi valdhafar hefðu sviðsett.
23.06.2020 - 14:22
Sakaður um að skipuleggja valdarán
Almazbek Atambajev, fyrrverandi forseti Kirgistan, var að undirbúa valdarán þegar hann var handtekinn í síðustu viku. Þetta staðhæfði Orozbek Opumbajev, yfirmaður öryggislögreglu landsins, á fundi með fréttamönnum í morgun. 
13.08.2019 - 08:35
Öryggissveitir á heimili fyrrverandi forseta
Minnst tíu eru slasaðir eftir að öryggissveitir í Kirgistan réðust inn á heimili Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseta landsins, í dag og lentu í átökum við stuðningsmenn hans. Þetta er haft eftir talskonu Atambayevs.
07.08.2019 - 15:50